Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Smart föt, fyrir smart konur www.odalsostar.is Nýjasti meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð. Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig. TINDUR SKARPUR hún hafi getað spilað margt, svarar hún: „Maður var að reyna þetta.“ Heimilinu í Litla-Fjarðarhorni hef- ur verið svo lýst að þar hafi ríkt glað- værð og bjartsýni og frábær gestrisni. Nanna kom til Siglufjarðar haustið 1944, flutti úr Litla-Fjarðarhorni með örstuttri viðkomu í Reykjavík. Andrea, móðir hennar, kom með henni, en þá bjuggu þrjár systra Nönnu á Siglufirði. Nanna kynntist litlu síðar Baldvini Guðjónssyni, sjómanni og verka- manni, ættuðum úr Svarfaðardal, hann var fæddur 1. desember 1897, og þau gengu í hjónaband 9. júní 1946. Hann lést 12. nóvember 1975, 77 ára að aldri. Þau voru barnlaus, en Baldvin átti fyrir eina dóttur. Franklínshúfurnar „Ég vann mest í síld og fiski, eftir að ég kom hingað,“ segir Nanna. „En í lok sjöunda áratugarins opnum við svo litla verslun og erum með hana í um 14 ár. Hún hét fyrst ekki neitt, en svo var alltaf verið að spyrja mig af hverju verslunin héti ekki neitt. Ég svaraði því til að við værum svo fá- tæk í anda hér fyrir norðan. En að endingu fékk hún svo nafnið Búrið.“ Nanna hafði eignast prjónavél, þegar hún bjó í foreldrahúsum og seldi varning þar í kring, aðallega peysur og nærföt, en fljótlega eftir að þau hjón opna verslunina á Siglufirði kemur ungur drengur til hennar og biður hana um að gera fyrir sig húfu eftir kúnstarinnar reglum. Sem hún og gerir, eftir nokkra umhugsun. Það var upphafið að Franklínshúfunum svokölluðu, sem áttu eftir að fara um land allt og víða um heim á næstu ár- um. „Já, ég seldi mikið,“ segir Nanna, þegar hún er spurð út í málið. „Ég man að ég sendi einu sinni 45 í einu til Ísafjarðar.“ Stærstu breytinguna á Siglufirði segir hún vera þá, að hann hafi stækkað svo mikið frá því hún sá hann fyrst, þanist út í allar áttir. Nanna er mikil félagsvera, en hefði ekkert á móti því að hlaupa yfir þessa viku. Seinni partinn á morgun, nánar tiltekið kl. 16:30, á nefnilega að halda upp á stórafmælið í matsal dvalar- heimilisins. Hún kveðst vera lítið fyrir slíkt. En hvernig er heilsan? „Jú, hún hefur alltaf verið góð,“ svarar Nanna. Ég fór reyndar að eiga erfitt með tal fyrir um þremur árum og mér finnst það leiðinlegt, því ég þarf svo mikið að tala. Gár- ungarnir segja að ég sé að verða bú- inn með kvótann, það sé ástæðan. Ég hef aldrei borðað hollustufæði eða verið í leikfimi eða neinu slíku, hef alltaf drukkið mjólk og borðað súrt og saltað og reykt og mikið af því, þennan kjarngóða mat sem þjóðin ólst upp við í gegnum aldirnar. Og svo drakk maður mysuna og slát- ursýruna út í eitt. Ég datt frammi á gangi um daginn en það brotnaði ekkert eða brák- aðist. Ég skreið inn til mín og sagði: Ég skal, ég skal, ég skal komast upp í rúmið. Og ég komst. Og fékk mér göngutúr eftir það. Það er orðin vika síðan. Ég finn aldrei til, hef verið heilsuhraust í gegnum ævina. Alltaf. Ég er nú hrædd um það.“ „Ég hef aldrei borðað hollustu- fæði eða verið í leikfimi“  Hallfríður Nanna Franklínsdóttir er 100 ára í dag  Fæddist í torfbæ  Elsti Siglfirðingurinn Ljósmynd/Sigurður Ægisson Afmælisbarnið Hallfríður Nanna Franklínsdóttir er elsti íbúi Siglufjarðar. VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, elsti Siglfirðingurinn, er 100 ára í dag, fædd 12. maí 1916 að Litla- Fjarðarhorni í Kollafirði í Stranda- sýslu. Foreldrar hennar voru Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu og Andrea Jónsdóttir frá Miðhúsum í Kollafirði. Þau eign- uðust 13 börn og af þeim hafa 9 náð 90 ára aldri. Móðir þeirra, Andrea, sem bjó síðustu árin á Siglufirði og lést þar 1979, varð 97 ára. Tvær af systrum Nönnu eru enn á lífi, Mar- grét, sem verður 94 ára á árinu, og Guðborg, nýlega orðin 92 ára. Þær búa einnig á Siglufirði. Hún er alltaf sjálfri sér lík, hún Nanna, tekur sjálfa sig ekki of hátíð- lega, kemur til dyranna eins og hún er klædd, er skörp í orðaskiptum, hnyttin, skýr í huga, heldur sínu striki og er bara hún sjálf. „Fá orð í fullri meiningu,“ er lífsmottóið. Síð- astliðin 15 ár hefur hún búið á Dval- arheimili aldraðra á Siglufirði, Skál- arhlíð, og unað hag sínum vel. Fædd í torfbæ „Ég er fædd í torfbæ og enn var búið í honum þegar ég fór þaðan,“ segir Nanna. Og hún man vel eftir sér þar vestra. „Ég fór snemma að tala. Fóstra hans pabba sagði við mömmu þegar ég var lítil: Andrea, farðu nú að láta skíra stúlkuna, hún er farin að bölva,“ segir Nanna og hlær. „Ég var þá að verða þriggja ára.“ Hún kveðst ekki muna eftir öðru en að þau systkinin hafi verið góð hvert við annað, þótt þau hafi kannski rifist endrum og sinnum, eins og gengur. Skólagangan varð ekki löng, ein- ungis þrír mánuðir í senn í tvö ár. Farskóli. Á jólum var notað heimasmíðað jólatré, skreytt með berjalyngi. Gjaf- irnar nýir sokkar eða nýir skór eða eitthvað slíkt, en reynt að hafa eitt- hvað betra til matar. Og einn sið frá þeim árstíma tók hún með sér út í líf- ið þegar hún flutti að heiman, en það var að hafa kveikt eitt ljós á jóla- og nýársnótt. Einnig minnist hún þess, að faðir hennar hafi sagt við hana litla um sumar: „Það er óhætt fyrir þig að fara inn og segja fólkinu að baka lummur með kaffinu, það á að slá bæ- inn úr grasi.“ Þá átti að fara að slá í kringum bæinn og var því fagnað með téðum hætti. Ung lærði hún að spila á pínulitla harmonikku sem til var á heimilinu, en þegar hún er spurð um það hvort Foreldrar Nönnu voru Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðar- horni í Strandasýslu, f. 1879, d. 1940, sonur Þórðar Sigurðs- sonar hreppstjóra og bónda þar og Sigríðar Jónsdóttur ljós- móður, og Andrea Jónsdóttir, f. 1881, d. 1979, frá Miðhúsum í Kollafirði, dóttir Jóns Andrés- sonar bónda þar og Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju, en hún var ættuð úr Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu. Franklín og Andrea voru gefin saman í hjónaband í Fellskirkju 23. maí 1903, hann 23 ára, hún 21 árs. Þá voru íbúar Stranda- sýslu um 1.800, nú eru þeir um 740. Þau hófu búskap í Þrúðar- dal vorið 1904 en fluttu ári síð- ar yfir Kollafjörð að Litla- Fjarðarhorni. Þau eignuðust 13 börn sem eru: Þórður, f. 1903, d. 1991, Sigurður, f. 1903, d. 1983, Hermína, f. 1906, d. 2000, Egg- þór, f. 1908, d. 1994, Anna Mar- grét, f. 1910, d. 2015, Guðbjörg Magnea, f. 1912, d. 2005, Guð- mundur Helgi, f. 1915, d. 2005, Hallfríður Nanna, f. 1916, Bene- dikt Kristinn, f. 1918, d. 2010, Jón Líndal, f. 1919, d. 1999, Margrét, f. 1922 og Guðborg, f. 1924. Stór systk- inahópur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.