Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 63
þín mjög mikið og við erum
mjög stolt að geta sagt að við
áttum heimsins bestu ömmu.
Amma, þú gerðir heiminn betri,
með því að vera til og sá arfur
og þín fyrirmyndar góðmennska
mun fylgja okkur um alla tíð.
Þín barnabörn,
Stefán og Katrín.
Elsku amma. Það er svo erfitt
að trúa því að þú sért farin. Þú
varst svo skemmtileg og bros-
mild. Alltaf svo gaman að koma
til þín. Þú varst alltaf tilbúin að
knúsa okkur. Ég, Eva Björk, var
svo heppin að fá að alast upp hjá
þér og afa þegar við mamma
bjuggum hjá ykkur í Fífuselinu.
Svo komu Vernharður Atli,
Friðrik Páll og Camilla Anna og
við vorum dugleg að koma til
ykkar. Matarboðin með allri fjöl-
skyldunni voru skemmtileg. Há-
vaði, hlátur, leikið, spjallað og
borðað. Og þú, elsku amma,
ljómaðir. Það var svo gaman
þegar þú og afi komuð í heim-
sókn. Þú vildir alltaf fylgjast
með öllum og varst dugleg að
spyrja um okkur. Við fluttum úr
Fífuseli yfir í Engjaselið. Svo
það var stutt að labba yfir til
ykkar.
Þegar þið fóruð að byggja
sumarbústaðinn vorum við dug-
leg að koma þangað og hjálpa
ykkur. Og alltaf varst þú bros-
andi og hlæjandi. Og fórst með
okkur í göngutúra. Þar leið þér
og afa best. Þú varst hrókur alls
fagnaðar í afmælum okkar. Og
hringdir í okkur og söngst
afmælissönginn fyrir okkur.
Það var rosalega erfitt þegar
þú varst hætt að geta komið í af-
mælin okkar og veislur. Það
vantaði ömmu. Síðustu jól var
haldið jólaboð í Roðasölum og
við munum minnast þeirra jóla
með gleði. Þú varst svo ánægð
að geta verið heima hjá þér með
stórfjölskyldunni. Svo fór heilsu
þinni að hraka og það var erfitt
að fylgjast með því. En þegar þú
náðir að brosa til okkar leið okk-
ur vel. Það er svo erfitt að
kveðja þig, elsku amma okkar.
Við vitum að litli englabróðir
okkar, hann Alexander Breki,
tekur á móti þér og hjálpar þér.
Þið getið sungið, hlegið og farið
saman í göngutúra. Við munum
vera dugleg að heimsækja afa og
fara eitthvert með honum, því
sorg hans er mikil. Þið gerðuð
allt saman og ást ykkar var svo
sterk. Takk fyrir allt, elsku
amma. Og hvíl í friði.
Eva Björk, Vernharður
Atli, Friðrik Páll og
Camilla Anna.
Dúddi var hinsvegar ekki í vafa
og valdi fyrri kostinn. Þetta var
mikill hamingjudagur í lífi
hans, þar sem gleðin sat við
völd.
Mörg af minningarbrotum
mínum um Dúdda einkennast af
glettni, brosmildi, áræðni og
greiðvikni. Hann kom ungur
inn í fjölskylduna og ég held að
ég hafi að sumu leyti litið á
hann sem bróður. Við hjálpuð-
umst að ásamt öðrum við hey-
skap og álíka störf á æskuheim-
ili mínu í Ytri-Tungu á
Tjörnesi, fórum á veiðar út á
Skjálfanda, og í bíltúra um
Þingeyjarsýslurnar og víðar.
Því miður urðu tengsl okkar,
eins og oft gerist, smátt og
smátt minni með árunum og
aukinni landfræðilegri fjarlægð.
Hann flutti síðar til Noregs og
örlögin valda því að við ferð-
umst saman á ný, nokkrum
dögum eftir að þessar línur eru
skrifaðar. Í þetta skiptið förum
við í flugvél og tilefnið er hans
hinsta ferð heim.
Elsku Steini, Pamela, Einar,
Sunna, Álfrún og aðrir aðstand-
endur. Hugheilar samúðar-
kveðjur frá okkur Benjamín,
Maríu og Sigrúnu. Blessuð sé
minning kærs vinar.
Ólöf Anna Steingríms-
dóttir, Noregi.
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016
✝ Oddgeir Guð-leifsson fædd-
ist í Reykjavík 26.
febrúar 1979. Hann
lést 20. mars 2016.
Foreldrar hans
eru hjónin Guð-
leifur Guðmunds-
son sjómaður frá
Ólafsvík og Guðný
Hildur Árnadóttir
sérhæfður starfs-
maður á skurðstofu
frá Hafnarfirði. Bræður Odd-
geirs eru: 1) Gunnar Pétur, f. 16.
júní 1970. Börn
hans eru: Hafdís
Hildur, Nadía Sif
og Viktor Logi. 2)
Ársæll Hersteinn, f.
17. júlí 1973. Börn
hans eru: a) Alex-
ander Ársælsson.
Dóttir hans er Ás-
dís Harpa. b) Krist-
ófer Ársælsson. c)
Dísella Mey Ársæls-
dóttir.
Útför Oddgeirs fór fram í
kyrrþey 6. apríl 2016.
Hann Geiri bróðir var mikill
pabbastrákur og fylgdi pabba
hvert fótmál. Á unglingsárun-
um faðmaði hann mömmu, þau
voru miklir vinir.
Mér þótti það spennandi
þegar mamma kom heim með
þetta litla krútt og lagði hann á
hjónarúmið.
Ég passaði hann oft og sótti
á leikskólann, ég hafði sjálfur
ekki verið í leikskóla nema einn
dag, þess vegna þótti mér þetta
svo skemmtilegt, að koma og
sækja hann litla bróður minn,
með stífa, þykka ljósa hárið
sitt. Ég öfundaði hann alltaf af
hárinu. Hann var sex árum
yngri en ég, en samt náði hann
að stríða mér og hrekkja og
brosti svo út í eitt, litli snúð-
urinn.
Ég man þegar ég og Gunnar
bróðir fengum að passa hann,
við fórum með hann í Silver
Cross-vagninum og skiptumst á
keyra, við ímynduðum okkur að
vagninn væri rallýbíll og þeytt-
umst með hann um allan bæ.
Nágrannarnir okkar í Ólafsvík
höfðu miklar áhyggjur af akst-
urslagi okkar á vagninum og
hringdu í móður okkar og
kvörtuðu yfir okkur, við feng-
um skammir frá þeim og
mömmu.
Geiri sagði mér seinna að
hann hefði nýtt sér það að ég
var með reikning í Grillskál-
anum, honum fannst fyndið að
ég skyldi ekki fatta það. Geiri
var góður drengur að innan
sem utan, ég fyllist stolti af því
að hann leit upp til okkar
bræðranna.
Geiri vildi allt fyrir alla gera
og sérstaklega þá sem höfðu
lent á villigötum. Geiri leitaði
oft til mín á seinni árum og ég
gat oft rétt honum hjálparhönd,
hann er litli bróðir minn og
verður alltaf, ég sakna hans.
Þinn bróðir,
Ársæll (Sæli).
Elsku Geiri minn.
Þegar ég var hjá ykkur fyrir
vestan kynntist ég þér mjög
vel, vinátta okkar hélst alla tíð.
Ég man svo vel hvernig þú eltir
mig út um allt og passaðir. Mér
er svo minnisstætt, þegar þú
sagðir mér mörgum árum
seinna, að þú hefðir gramsað í
öllu dótinu mínu, og þá komst
ég að því að þú varst jafn for-
vitinn og ég, við hlógum mikið
að því. Þú varst myndarlegur,
stór og sterkur, mjög skemmti-
legur og góður við alla, sér-
staklega þá sem minna máttu
sín.
Þú reyndist mér alltaf vel
þegar erfiðleikar og áföll áttu
sér stað í mínu lífi, ég þurfti
bara að hringja og þú varst
mættur.
Við áttum margar frábærar
samverustundir saman. Ég á
mér eina frábæra minningu, þú
komst til mín á sólríkum degi í
skærgulri peysu og við sátum
úti á palli að spjalla saman og
njóta sólarinnar.
Ekki leið að löngu þar til að
geitungarnir fóru að láta bera á
sér og þú stökkst upp úr stóln-
um og fórst að slá í allar áttir
og það endaði með því að þú
hljópst inn í gang og hallaðir
hurðinni og talaðir við mig í
gegnum litla rifu. Ég hló svo
mikið og þú skammaðir mig
fyrir að hlægja að þér en ég
gat ekki hætt að hlæja því þú,
stóri sterki frændi minn, varst
skíthræddur við geitunga og
býflugur.
Fram að þessu hélt ég að þú
hræddist ekki neitt.
Þú komst stundum í mat til
mín og hrósaðir matnum í
hvert skipti, þá var ég alltaf
svo ánægð, vegna þess að ég
taldi mig ekki vera sérstaklega
góða í eldhúsinu. Þegar Daníel
var yngri leit hann upp til þín,
þú varst svo stór, sterkur og
flottur.
Þú varst mjög barngóður og
mikill dýravinur. Trúin átti
stóran þátt í lífi þínu, þú fórst
með bænirnar á hverjum degi,
þú baðst um innri frið og nú
trúi ég því að þú hafir verið
bænheyrður og komin með frið
í hjartað.
Elsku Geiri minn, takk fyrir
samverustundirnar á þessari
jörðu. Ég elska þig og sakna
þín. Þangað til næst.
Þín frænka,
Guðrún.
Einn úr okkar hópi er fallinn
frá. Kær æskuvinur og bekkj-
arbróðir, Geiri eins og hann var
alltaf kallaður.
Við ólumst upp í Ólafsvík og
var litli bekkurinn okkar mjög
náinn og samrýmdur, við vor-
um fá og í raun má segja að
hver einstaklingur hafi haft
sína sérstöðu innan bekkjarins,
hver með sinn karakter. Geiri
var myndarlegur, stór og sterk-
ur og hafði stöðu leiðtogans í
bekknum.
Hann var skemmtilegur,
stríðinn og við minnumst
glettninnar í augum hans.
Hann var mikill töffari en það
var stutt í mjúku hliðina hans
sem skein í í gegnum töffara-
skapinn.
Eftir að 10. bekk lauk fórum
við krakkarnir hver í sína átt-
ina og eins og gengur og gerist
var misjafnt hversu miklu sam-
bandi við héldum.
Þrátt fyrir að hafa ef til vill
ekki heyrt mikið í Geira þá
þótti okkur alltaf vænt um
hann og bárum velferð hans
fyrir brjósti.
Elsku Guðný, Gulli, Gunnar
Pétur, Sæli og aðrir ástvinir,
okkar dýpstu samúðarkveðjur
til ykkar og megi Guð blessa og
varðveita yndislegan dreng og
minninguna um hann. Megi
Guð umvefja ykkur elsku sinni
og gefa ykkur styrk.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Hvíl í friði, elsku vinur.
Fyrir hönd bekkjarsystkin-
anna úr Grunnskóla Ólafsvíkur,
árgangur 1979,
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir.
Það er erfitt og mjög sárt að
hugsa til þess að Geiri sé far-
inn, því ég átti mér þá von í
hjarta um að geta séð hann á
nýjum stað í blóma lífsins og að
geta tengst honum aftur á nýj-
an leik, en því miður var hann
tekinn frá okkur einmitt á þeim
aldri sem hefði átt að vera hans
tími, í blóma lífsins aðeins, 37
ára að aldri.
Það er sárt að sakna þess
sem ekki var og þess sem hefði
getað orðið.
Geiri var einn besti vinur
minn til margra ára eða frá
blautu barnsbeini þangað til
rúmlega tvítugs þegar hans
glíma við eiturlyfjadjöfulinn
var farinn að beygja hann niður
í eldinn.
Ég minnist hans ekki nema
af góðu og er ég mjög þakklát
fyrir það því hann hafði þann
manndóm í sér að hlífa mér og
öðrum vinum sínum við því sem
síðar átti eftir að marka líf
hans til þessa dags.
Við áttum algerlega frábæra
vináttu og hann var mér til
halds og trausts ávallt þegar
erfiðir tímar í mínu lífi gengu
yfir.
Hann var mér minn besti
vinur í raun. Þegar við vorum
krakkar og unglingar gerðum
við margt skemmtilegt saman.
Hann hafði dálæti á Elvis Pres-
ley og fannst honum hann geta
samsamað sig við hann að ein-
hverju leyti frá byrjun. Lög
Elvisar voru bæði ljúf og góð
eins og Geiri, hann var líka al-
ger eðaltöffari rétt eins og Elv-
is.
Hann hafði mikið leiðtogaeðli
og var hann það okkur öllum,
ávallt í skólanum, við horfðum
öll upp til hans. Hann hafði
alltaf hjarta fyrir þeim sem
voru minnimáttar og passaði
hann alltaf upp á Árna í bekkn-
um, enginn mátti vera vondur
við hann, hann var bara í einu
orði sagt frábær og skemmti-
legur, mikill húmoristi. Ég
minnist þess að hann átti allar
upptökurnar af heilsubælinu
með Ladda, það var því ávallt
stutt í húmorinn hjá Geira.
Auðvitað er ekki hægt að neita
því að hann var stríðinn og
fannst honum gaman að stríða
en málið með Geira var líka
einmitt það að hann þoldi ekki
óréttlæti eða tvískinnung og
því barðist hann fyrir því ef
einhver var óréttlátur við hann
eða aðra í skólanum.
Hann var ekki sá sem byrj-
aði á átökunum en hann stóð
upp fyrir sjálfum sér réttilega
og öðrum og lét kannski einn
hnefa eða tvo fylgja með ef
nauðsyn krafðist.
Kannski þess vegna var það
honum þrautin þyngri og átti
hann erfiðara með að snúa til
baka úr eldinum, því hann var
svo mikill prinsippmaður og ég
veit að hann elskaði okkur öll
sem gengum með honum.
Hann átti mikinn kærleika.
Geiri átti ávallt trú og áttum
við það sameiginlegt að foreldr-
ar okkar voru saman í kristi-
legu samfélagi heima í Ólafsvík
og brölluðum við mikið þar
saman í gegnum árin fjölskyld-
an.
Ég mun halda áfram að
treysta á þá von sem mér býr í
hjarta um að geta hitt hann á
nýjum stað á öðrum tíma, Guð
veit hvenær, en ég hef þá stað-
föstu von og trú að hann hvíli í
faðmi frelsara okkar Jesú
Krists þar sem engin er kvölin
og enginn er gráturinn heldur
þar sem friðurinn ræður ríkjum
og kærleikurinn umvefur hann.
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
Far í friði, elsku Geiri vinur
minn, þú átt stóran stað í
hjarta mér.
Þín,
Guðrún Þorgrímsdóttir.
Oddgeir
Guðleifsson
Mig setti hljóðan
er mér barst sú
harmafregn til Kan-
arí að Helgi E.
Kristjánsson væri
látinn aðeins tæpra 70 ára. Þegar
maður náði áttum eftir þessi
skelfilegu sannindi tók hugurinn
að rifja upp ýmis atriði af sam-
vinnu við þennan mikla tónlistar-
mann, félaga og vin til fjölda ára.
Í fluginu heim degi fyrir jarðar-
förina kom upp í hugann hve mik-
ill stuðningsmaður Helgi hefur
verið varðandi spilamennsku á
dansleikjum og víðar.
Ég og Friðjón Hallgrímsson,
félagi minn, fengum Helga til að
taka upp fyrir okkur og hljóð-
blanda harmonikkuleik á geisla-
diskinn okkar Vindbelgina árið
2007. Hann var tekinn upp utan-
bæjar til að forðast umhverfis-
hljóð og þangað kom Helgi með
öll sín tól og tæki. Við komum vel
undirbúnir, að við töldum, nú var
öllu stillt upp og upptökur hófust.
Þá kom hljóð úr horni, þetta hæg-
ar hitt hraðar, túlka þennan kafla
léttar, bæta við tónum hér! Öll
gagnrýni samt fram borin af virð-
ingu en ákveðni með nokkrum
lútsterkum kaffibollum milli laga.
Helgi lék svo með inn á diskinn á
bassa og Magnús Rúnar Jónsson
á gítar. Diskurinn rann út sem
heitar lummur og er að stórum
hluta Helga að þakka, enda hvatti
hann okkur mjög, sagði okkur
vera að gera nokkuð mjög sér-
stakt, bæði hvað varðar tónlist-
arval og hljóðfæri.
Svo gerðist það fyrir nokkrum
árum að ég, Friðjón og Helgi vor-
um beðnir að leika smá tónlistar-
hlutverk í myndinni Okkar eigin
Osló. Myndin var tekin upp á
Þingvöllum og tók sinn tíma. Við
Helgi Kristjánsson
✝ Helgi Krist-jánsson fæddist
12. ágúst 1946.
Hann lést 8. mars
2016.
Útförin fór fram
21. mars 2016.
vorum látnir mæta
3-4 helgar alltaf kl.
9. að morgni, en
lentum alltaf í upp-
tökum seinni part
dags sem tók nokk-
uð á þolinmæðina,
og þó. Helgi tók bið-
inni með bros á brá
og laumulegum
húmor var skotið
inn í biðtímann. Við
æfðum okkur eða
fylgdumst með upptökum leikar-
anna, þarna kynntist umrædd
þrenning vel. Svo birtist myndin í
kvikmyndahúsi þar sem þessir
tónelsku menn sáust og heyrðust
í nokkur sekúndubrot. Þá urðu
menn að vonum býsna undrandi
eftir alla fyrirhöfnina.
Lengi má tína fjölmargt til þar
sem Helgi kom við sögu í félagi
okkar FHUR, þá ekki bara hvað
dansleiki varðar í borginni, held-
ur ekki síður um verslunar-
mannahelgina austur í Árnesi og
Varmalandi þar sem erlendum
harmonikkusnillingum er boðið
til. Allir hafa gefið Helga fyrstu
einkunn fyrir að spila með sér ss.
Mogens Bækegård, Magnus
Jonsson og Håvard Svensruth, á
síðasta landsmóti SÍHU 2014.
Hann marglofaði Helga fyrir fág-
aðan gítarleik. Þar gerðust líka
fleiri ævintýri er Helgi kynntist
unnustu sinni, henni Árnýju
Helgadóttur, á landsmótinu. Hún
var að hans skapi, hann lá ekki á
þeirri skoðun.
Í jarðarförinni ómaði kirkjan
af tónlist sem og í erfidrykkjunni,
harmonikkan fékk þar sinn skerf,
enda hafði Helgi hafið nám í
harmonikkuleik og var mjög
áhugasamur um að ná árangri á
því sviði. Það var mikið happ að
kynnast þessum manni og fá að
starfa með honum. Ég vil senda
mínar dýpstu samúðarkveðjur til
barna Helga og annarra aðstand-
enda, ásamt til Árnýjar. Megi
nafn Helga og minningar lifa um
ókomin ár.
Hilmar Hjartarson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, fósturföður,
tengdaföður, afa og langafa,
GESTS BJARKA PÁLSSONAR,
húsasmíðameistara,
Sléttuvegi 17.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
María K. Einarsdóttir.
Þá er hann
pabbi dáinn. Hann
hafði átt við tals-
verðan heilsubrest
að stríða síðustu
árin. Hugurinn reikar og minn-
ingar birtast. Það voru hæðir
og lægðir, stormur og blíðskap-
artíð. Það er fátt um orð og því
gott að leita til þeirra sem
kunna með þau að fara. Jó-
hannes úr Kötlum orti þetta
ljóð:
Það seytlar inn í hjarta mitt
sem sólskin fagurhvítt,
sem vöggukvæði erlunnar,
svo undur fínt og blítt,
Gestur Bjarki
Pálsson
✝ Gestur BjarkiPálsson fædd-
ist 14. maí 1934.
Hann lést 17. apríl
2016.
Útför Gests fór
fram 2. maí 2016.
sem blæilmur frá
víðirunni,
vorið grænt og hlýtt.
Ég breiði út faðminn -
heiðbjört tíbrá
hnígur mér í fang.
En báran kyssir unn-
arstein
og ígulker og þang.
Nú hlæja loksins
augu mín,
nú hægist mér um
gang.
Því fagurt er það, landið mitt,
og fagur er minn sjór.
Og aftur kemur yndi það,
sem einu sinni fór.
Og bráðum verð ég fallegur
og bráðum verð ég stór ...
(Jóhannes úr Kötlum)
Hvíl í friði.
Fyrir hönd barna þinna,
Magnús Gestsson.