Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Frakkar hafa fyrstir Evrópuþjóða umfaðmað hugmyndina um bylting- arkennda samgönguleið sem gengur undir heitinu „hyperloop“, eða ofur- lykkjan. Hún gengur út á að flytja fólk á 1.200 km/klst hraða um langa vegu í núningsviðnámsfríum þrýsti- jöfnuðum hylkjum inni í lágþrýsti- rörum. Franska ríkislestafélagið SNCF, sem fyrst varð til að þróa og taka í notkun ofurfráar farþegalestir (TGV), hefur ákveðið að leggja verk- efninu til 80 milljónir evra. Talsmenn SNCF hafa lítið viljað tjá sig um málið en sjónvarpsstöðin BFM segir fyrirtækið hafa lengi sýnt hugmyndinni um flutningakerfi þetta áhuga. Það er hugarsmíð bandaríska milljarðamæringsins Elon Musk, eiganda og aðalstjórn- anda rafbílafyrirtækisins Tesla Mot- ors, sem varpaði henni fyrst fram ár- ið 2013. Sá hann fyrir sér nýjan möguleika í fólks- og vöruflutn- ingum á miklu meiri hraða en með núverandi hraðlestum og jafnvel hraðar en með flestum farþegaþot- um. Forstjóri SNCF, Guillaume Pépy, sagði við tímaritið L’Obs í fyrra- haust, að fyrirtæki hans fylgdist mjög náið með hinu draumkennda verkefni. Um það hefur verið stofn- að fyrirtækið Hyperloop Techno- logies og er það annað tveggja ný- sköpunarfyrirtækja sem er að þróa farþegalestir í rörum milli stór- borga. Áform Hyperloop eru komin á það stig að verið er að hanna brautir til prófunar og frekari þró- unar hugmyndarinnar. Fer fyrsti til- raunaaksturinn fram norðan við Las Vegas í Nevada-ríki síðsumars eða í haust. Þar er nú verið að reisa rör- göng sem eru um 3,3 metrar í þver- mál og inni í þeim mun lestin líða í lausu lofti. Styttir leiðir stórlega Í Bandaríkjunum, þar sem hug- myndin fæddist, eru ofurlykkjulestir til dæmis taldar geta stytt ferðatíma á hinni 600 km leið milli Los Angeles og San Francisco niður í hálftíma. Vonast fyrirtæki Musk til að geta hafið ferðir þar á milli innan 15 ára. Sambærileg vegalengd er á milli To- ronto og Montreal í Kanada. Ferð þvert yfir landið frá Toronto til Van- couver myndi taka um þrjá tíma og á innan við tveimur stundum mætti fara frá Montreal til Miami á Flór- ída. Slíkar lestir myndu bjóða upp á möguleikann að sækja vinnu mun lengra frá en nú eru dæmi um. Á teikniborðinu eru og þegar svona lestartengingar til skoðunar milli Vínarborgar, Bratislava og Búdapest í Evrópu. Þar á í hlut hitt bandaríska fyrirtækið, Hyperloop Transport Technologies, sem einnig vinnur að þróun slöngulesta- samganga milli stórborga. Samdi það nýverið við stjórnvöld í Slóvakíu um að rannsaka möguleikann á að tengja þessar borgir þrjár ofurfljótu lestinni nýstárlegu. Væri svona lest í röri ekki kjörin milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar? Ofurlykkjutæknin byggist á að nýta sólorku til að knýja hylki með farþegum innanborðs, eitt í einu eða mörg í samtengdri lest, um rör þar sem undirþrýstingur ríkir. Með þrýstingsleysinu má skjóta farþega- hylkjum slöngulestanna um rörin þann veg að þær ferðist á rúmlega þrisvar sinnum meiri hraða en hefð- bundnar hraðlestir. Orkuþörfin minni Í grófum dráttum hefur verið reiknað út að sú tækni sé miklu skil- virkari en vélbúnaður hefðbundinna rafmagnslesta. Verkfræðingar Hy- perloop-fyrirtækisins segja að lest- arrörin megi jafnt byggja neðan- jarðar sem ofanjarðar. Einnig að draga megi úr kostnaði við að byggja hið nýja samgönguform með því að umbreyta einhverjum af nú- verandi hraðbrautum og leggja þær undir það. Bæði Hyperloop- fyrirtækin segja, að mun ódýrara sé að byggja upp slönguhraðlesta- samgöngur en hefðbundnar járn- brautir. Þær séu ekki eins fyrirferð- armiklar í umhverfinu og þurfi miklu minni orku. „Hraði lestanna er einn af ávinn- ingum kerfisins, en ekki sá eini,“ segir Dirk Ahlborn, yfirverkfræð- ingur Hyperloop Transportation Technologies, annars tveggja fyrir- tækjanna sem vinna að slöngu- lestakerfum í Bandaríkjunum. „Að byggja eitthvað sem er efnahagslega skynsamlegt og byggist á góðu við- skiptamódeli, er fyrir mér jafnvel mikilvægara,“ bætir hann við. Hyperloop er álitið verða mun ódýrara samgöngukerfi en önnur áform, eins og til dæmis breska há- hraða lestarkerfið HS2. Kostnaður við smíði ofurlykkju frá Los Angeles til San Francisco í Kaliforníu er áætlaður um sjö milljarðar dollara. Til samanburðar hafa verið settir 43 milljarðar sterlingspunda til hliðar vegna hinnar mun styttri HS2-lestar milli London og Birmingham í Eng- landi. Áætlað er að HS2-lestin verði komin í gagnið 2026. Efasemdir láta á sér kræla Eins og alltaf vill verða koma fram efasemdir um ágæti Hyperlo- op-lestanna. Gagnrýnendur telja að lestir þessar verði skammæjar og óhentugar til lengri ferða, svo sem eigi einnig við um aðrar óhefð- bundnar lestir á borð við eintein- unga og lestir sem svífa á segulspori (Maglev). Hinir efagjörnu eru vantrúaðir á að það muni þykja að- laðandi að vera skotið gegnum slöngu í hálfa klukkustund eða meira án þess að sjá út eða getað staðið upp úr sæti sínu. Þeir benda einnig á að ólíkt hefðbundnum far- þegalestum muni Hyperloop að óbreyttu aðeins tengja saman stór borgarsvæði en ekki komast til stoppistöðva í miðborgum. Fyrr- nefndur Dirk Ahlborn segir að það séu fullyrðingar sem eigi eftir að falla um sjálfar sig. Musk upphugsaði hugmyndina að ofurlestunum er hann velti fyrir sér hvernig skapa mætti nýtt sam- gönguform. Um skeið unnu verk- fræðingar frá rafbílasmiðjunni Tesla og geimferðaverkefni hans, Spcae-X, að forhönnun grunnforms ofurlykkjulestarinnar. Birtu þeir svo hugmyndir sínar opinberlega svo önnur fyrirtæki og ný verkfræði- teymi gætu byggt á þeim og bætt. Afleiðingin er sú að fjöldi sjálf- stæðra fyrirtækja víðs vegar um heim vinnur nú að eigin hugmyndum að lestum sem þessum og áforma að reisa brautir til prófana. Ólíkt venjulegum farþegalestum myndi Hyperloop-lest ekki stoppa á leiðinni, heldur halda óslitið beint til áfangastaðar. Forstjóri Hyperloop Technologies, Kanadamaðurinn Rob Lloyd, segir að í rörunum sem ofur- lestirnar fari um verði loftþrýst- ingur lækkaður niður á svipað stig og er að finna í 48-49 kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Lestarhylkið muni svífa í lausu lofti og rafmótor knýja það á allt að 1.200 km hraða, eða rétt undir hljóðhraða. Engin hætta yrði á mistökum af hálfu lestarstjóra því hann yrði enginn. Veðurfar myndi heldur engin áhrif hafa á ferðir ofur- lykkjulesta. Segir Lloyd hinn kana- díski mikinn ávinning af því í heima- landi sínu, en þar búa landsmenn á hverjum vetri við umtalsverðar sam- göngutruflanir af völdum snjóa og ísa. Með tilkomu lestanna yrðu þær úr sögunni; snjóa og ísa gætti ekki inni í rörunum. Langt í land með farþegaflutninga Þótt fyrirtæki Musk, Hyperloop Technologies, geri sér vonir um að geta hafið vöruflutninga með þess- um nýja ferðamáta þegar á árinu 2020 þykir ljóst, að mikið vatn eig eftir að renna til sjávar áður en menn geta tekið sér far með Hyper- loop-lest til vinnu. Það lestarhylki sem bar sigur úr býtum í keppni lestarfélags Musk var byggt ein- ungis til að svífa í lausu lofti á ofur- hraða inni í röri og fyrst um sinn er ekkert pláss fyrir farþega þar eða vörur. En burtséð frá því þá hefur Elon Musk á sér það orðspor að geta gert að veruleika hugmyndir sem í upphafi kunna að hafa virst brjál- æðislega fáránlegar. Komist núver- andi hugmyndir að leiðakerfi ofur- lesta einhvern tíma upp af teikni- borðinu þá eru líkurnar þær að fyrstu línurnar muni renna milli Kaliforníuborgirnar Los Angeles og San Francisco. Í þróunarferli ofurlykkjulesta- kerfa eiga frumkvöðlarnir eftir að rekast á ýmsar hindranir. Þeirra bíða áskoranir eins og sú að tryggja öryggi lestarhylkjanna og farþega. Og svo þurfa þeir að fá leyfi til að byggja röralínurnar og reka; glíma við tregðu hins opinbera. „Þetta mun taka langan tíma. Vilji menn leggja svona lestir hér í Kaliforníu tekur það 20 til 30 ár að koma því í kring. Skrifræðisbáknið er mikil hindrun, risastór hindrun. Áform sem þessi verða alltaf svo pólitísk, vegna aðildar ríkisstjórna að fjár- mögnun þeirra. Stjórna sem taka breytingum á fjögurra til fimm ára fresti. Því er afar erfitt að koma stórum kerfum innviða og frum- kvöðlaverkefnum í kring,“ segir Ahlborn. Vegna hindrana sem þess- ara telur hann að fyrstu Hyperloop- lestarlínurnar verði fremur reistar í öðrum löndum en Bandaríkjunum. Á fleygiferð í ofurlykkju  Frumkvöðlafyrirtæki víða um jarðir vinna nú að því að þróa hraðlestir fram- tíðarinnar sem svífa myndu á allt að 1.200 km/klst hraða inni í röragöngum Á fleygiferð í ofurlykkju Ofurlestin Hyperloop svífur á næstum hljóðhraða í undirþrýstum röragöngunum. Lárétt Farþegar liggja hálfpartinn í sætum sínum í ofurhraðlestinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.