Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 ✝ Guðný ErlaGuðjónsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 24. apríl 1932. Hún lést á afmælisdaginn sinn 24. apríl 2016. Foreldrar Erlu, eins og hún var jafnan kölluð, voru Magnúsína Jóhannsdóttir verkakona, f. 1904, og Guðjón Helgi Kristjánsson sjómaður, f. 1901. Erla átti tvær systur, þær Rósu Fjólu Hólm Guðjónsdóttur, f. 1927, og Pálínu Kristjönu Guðjónsdóttur, f. 1925, d. 1990. Elsta barn Erlu er Helga Þorkelsdóttir kennari, f. 19. apríl 1950, og var faðir hennar Gunnar Bernharð Jensson, f. 1929, d. 1991. Helga er gift Páli Þorgeirssyni lækni. Börn Helgu eru Hrefna Pálsdóttir og Hildur Dóra Magnúsdóttir, Eyþór Örn Hafliðason og Ólöf Þórunn Haf- liðadóttir. 2) Eiríkur Örn Arnarson múrari, f. 29. janúar 1977, í sambúð með Rakel Rán Guðjónsdóttur. Langömmubörn Erlu eru orðin sjö. Erla flutti barn að aldri með foreldrum sínum til Siglufjarðar og ólst þar upp en dvaldi mikið hjá ömmu sinni og afa, Sigríði Guðmundsdóttur og Jóhanni Kristjánssyni, m.a. á Ólafsfirði. Barnung fór Erla að vinna í síldinni á Siglufirði og 15 ára flutti flutti hún til Reykjavíkur, var í vist til að byrja með en seinna vann hún á Matstofu Austurbæjar. Lengst af, fram að gosinu í Eyjum, bjó Erla í Vest- manneyjum og vann þar sam- hliða húsmóðurstörfum í fisk- vinnslu. Erla og Örn fluttu suð- ur í gosinu 1973 og bjuggu lengst af í Holtsbúð í Garðabæ, þar vann Erla m.a. við heimilis- bakstur og lengi á barnadeild- um Kópavogshælis. Erla og Örn skildu árið 1996 og síðustu ár bjó Erla á Álfhólsvegi í Kópa- vogi. Að ósk hinnar látnu fór útför- in fram í kyrrþey. Droplaug Páls- dóttir. Erla giftist Þórarni Grímssyni verkamanni, f. 1924, árið 1953 og áttu þau tvö börn: 1) Theodóru J. Þór- arinsdóttur, f. 1. september 1953, gift Birgi Bernód- ussyni, hann lést 1979. Barn Theo- dóru er Rakel Birgisdóttir. 2) Guðjón Þór Þór- arinsson rennismiður, f. 20. júlí 1960, sambýliskona Elín Krist- jánsdóttir. Sonur Guðjóns er Hlynur Þór Guðjónsson. Erla og Þórarinn skyldu. Erla giftist seinni eiginmanni sínum, Erni Aanes vélstjóra, f. 1932, árið 1969. Börn þeirra eru: 1) Guðríður Arnardóttir kennari, f. 25. febrúar 1970, gift Hafliða Þórðarsyni lögreglufull- trúa. Börn Guðríðar eru Erla Ég minnist þín. Árið var 1977. Ég var 27 ára gömul. Örlögin leiddu okkur saman á ný eftir langa fjarveru. Þessi stund, að sjá þig, var ógleymanleg tilfinn- ing. Falleg ung kona með ljóst hár birtist mér. Ég fylltist gleði yfir að sjá blóðmóður mína í fyrsta sinn til að muna hana. Til- finning sem engin/n þekkir nema sú/sá sem upplifir. Þú varst eins og engill af himnum sendur til mín. Ég var með öran hjartslátt uns við hittumst. Þá hvarf stressið, sem við báðar upplifð- um, þennan gæfuríka dag. Mér fannst þú svo falleg og blíð. Árin liðu. Síðar um 1979 fórum við að hittast. Við spiluðum saman og þú sagðir mér svo margt um uppruna minn. Ég er ólýsanlega þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman í spjalli, söng og gleði, sem fylgdu þér ætíð á mannamótum. Mig langar til að ljúka þessum orðum um þig, elsku Erla mamma, með texta sem þú kenndir mér á sín- um tíma ásamt lagi sem er geymt í huga mínum. Textinn er: Ég minnist þín í sérhvert sinn er sólin skín á gluggann minn. Að sumri var mér samvist þín og sífelld gleði æskan mín. Og þó að fjólan fölni og fenni í gömul spor um vetrardaga dimma mig dreymir sól og vor. Ég þrái kveðjukossinn þinn, uns kemurðu aftur vinur minn. Góða ferð yfir í aðra vídd, handan móðunnar miklu. Laus úr viðjum veikinda. Löngu stríði er lokið. Ástarkveðja, uns við sjáumst á ný. Þín, Helga. Líklega höfum við systkinin öll kynnst mömmu á mismun- andi hátt þar sem það er langt á milli okkar. Í barnæsku minni vorum við mamma mikið tvær. Pabbi var á sjó, eldri systkinin komin til Eyja í vinnu og sam- búð. Og við mamma vorum bestu vinkonur. Hún hafði endalaust úthald í að lesa fyrir litlu skott- una sína og stundum langt fram á nætur ef eitthvað sérstakt stóð til. Heiðbjört, Pipp og Kalli á þakinu voru í sérstöku dálæti og mamma hafði alltaf tíma fyrir mig. Æskan hennar mömmu var erfið og lífið fór ekki um hana mildum höndum. Það setti auð- vitað mark sitt á lífshlaup henn- ar. Og mamma var einhvern veg- inn alltaf best í mótlæti. Ef eitthvað bjátaði á í fjölskyldunni var mamma alltaf komin til bjargar, gaf ráð og veitti stuðn- ing af einstakri hlýju og gæsku. Mamma fyrirgaf allt og skildi allt, hlustaði, dæmdi ekki og mamma ráðlagði. Ég held að bestu ár mömmu hafi hún átt í Garðabænum, þangað fluttu þau pabbi árið 1978. Þar var garðurinn yndi hennar og ég man ekki eftir mömmu öðruvísi á sumrin en rótandi í beðum og að rogast með tré og runna, hún var alltaf að breyta og bæta í garðinum, sem bar af í götunni. Mamma var sjálfmenntuð á píanó og gítar. Hún söng eins og engill og samdi bæði lög og ljóð alla tíð, var rómantísk og talaði með hjartanu. Ég á ófáar minn- ingar af mömmu með gítarinn að syngja enda fjörkálfur og létt í skapi. Henni lá mjög hátt rómur og var nú stundum sagt að hún þyrfti engan síma, þvílíkur var raddstyrkurinn. Og svo hló hún hrossahlátri og sló sér á lær. Það voru góðar stundirnar í Holts- búðinni þegar setið var við eld- húsborðið, þá var hlegið og talað hátt. Hún mamma var mjög hand- lagin og hvort sem hún prjónaði, heklaði eða saumaði var allt sem hún vann vel gert og vandað. Þannig man ég mömmu, falleg og alltaf framúrskarandi snyrti- leg og vel til höfð. Hún var hlý og góð amma og voru barna- börnin hænd að henni. Hún hafði þolinmæðina til að hlusta og taka áhugasöm þátt í heimi litla fólks- ins og lifði sig inn í sorgir þess og sigra. Þegar ég hugsa til baka sé ég að sá sjúkdómur sem fylgdi mömmu alla tíð var orðinn þaul- setin og tók loks yfirhöndina síð- ustu ár. Félagsfælni og ofsakvíði gerðu vart við sig öðru hvoru allt hennar líf. Mamma, sem var svo mikil félagsvera og elskaði að vera innan um fólk, dró sig meira og meira í hlé og síðustu ár taldist það til undantekninga ef hún fór út úr húsi. En þrátt fyrir það hélt hún góðu sam- bandi við alla sína nánustu, það var mjög oft á tali hjá mömmu. Og þannig var það alltaf, mamma í símanum að fá fréttir af vinum og ættingjum. Síðustu mánuðir voru okkur öllum erfiðir. Það var erfitt að horfa á þessa sterku konu vesl- ast upp og láta undan því sem ekki varð umflúið. En ekkert liggur ósagt og ekkert óuppgert og við systkinin vorum hjá henni þegar hún kvaddi. Ég veit að Guð geymir hana mömmu og henni líður nú betur þar sem hún vakir yfir okkur eins og hún hef- ur alltaf gert. Elsku besta mamma mín, ég var heppin að eiga þig og ég á eftir að sakna þín það sem ég á eftir ólifað. Guðríður. Flestir sem eiga ömmu vita hversu gott það er. Hversu mikla öryggistilfinningu það veitir. Hversu sterkt haldreipi það er. Amma var einstök kona sem ég bar ómælda virðingu fyrir. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa ömmu lengi í lífi mínu en þó ekki nógu lengi. Amma var einstök kona með stórt hjarta, spilaði óaðfinnanlega á gítar, var söngelsk, listakona mikil, hlátur- mild, kona sterkra lýsingarorða, alltaf með svör á reiðum höndum og raddsterk með eindæmum. Amma var mitt skjól og þang- að þreyttist ég seint á að leita ef eitthvað bjátaði á í lífinu, alltaf átti amma orð og huggun og henni á ég svo ótal margt að þakka. Barnung tók ég bátinn suður til ömmu og afa. Hún sótti mig á bryggjuna og alltaf voru móttökurnar þær sömu, faðmlag, koss á kinn og svo komu orðin sem mér þótti svo gott að heyra: „Ertu nú komin skonsípons.“ Því öll sumur dvaldi ég í Garða- bænum í góðu yfirlæti og spenn- ingurinn var því mikill, hvert sumar var sem ævintýri, ég fékk alla heimsins athygli, fékk að vera með fólkinu mínu og ekki skemmdi hvað amma sagði skemmtilegar sögur, allar per- sónurnar voru raddaðar og þá er minningin um Kalla á þakinu eft- irminnilegust. Það var ætíð líf og fjör þegar kom að Holtsbúðinni, við bjuggum þar mörg um tíma, mörg kvöldin sátum við og sung- um saman og amma spilaði á gít- arinn. Ég gæfi mikið fyrir að heyra ömmu hlæja en síðustu árin voru þær stundir ekki margar, því kvíðinn sem hafði fylgt henni allt hennar líf tók yfir, svo hún fór að einangrast, hætti að mæta á mannamót. Við fórum til hennar í heimsókn því hún hætti að fara út á meðal fólks en amma kunni vel að tala í síma og það var hún dugleg að gera fram á síðasta dag. Fyrir ári síðan var hún lögð inn og hún kom ekkert heim eft- ir það. Heimsóknirnar á spítal- ann urðu óteljandi og við vorum að koma á öllum tíma sólar- hrings, ef amma hringdi þá var einhver mættur og það strax því amma kunni illa að bíða. Af spít- alanum fór hún á Vífilsstaði og þar héldu heimsóknirnar áfram, við svo mörg að koma alla daga og hvert öðru háværara að ekki var annað hægt en að hafa hana eina á stofu, ömmu var farið að hraka og dagarnir misslæmir en einn og einn góður læddist með og þeir dagar voru nýttir vel. Amma lést á afmælisdaginn sinn, lokakaflinn var langur og erfiður en elsku amma fékk að fara í faðmi sinna nánustu og hvert og eitt okkar syrgir sárt. Allar minningarnar eru orðnar að ómetanlegum perlum en ég veit að ömmu líður vel í dag, hún hefur fengið hvíldina. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Þín ömmustelpa, Rakel. Guðný Erla Guðjónsdóttir ✝ Margrét Þór-arinsdóttir fæddist í Teigi í Vopnafirði 30. júlí 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Droplaugar- stöðum í Reykjavík 22. apríl 2016. Foreldrar henn- ar voru Þórarinn Stefánsson, bóndi í Teigi, búfræðingur og kennari, f. 16. maí 1875, d. 28. maí 1924, og Snjólaug Filippía Sigurðardóttir, húsfreyja í Teigi og saumakona, f. 4. desember 1878, d. 30. mars 1954. Systkin: Sigurður, f. 1912, d. 1983, Soffía, f. 1912, d. 1921, Stefán Gunn- laugur, f. 1913, d. 2006, Vilhelm, f. 1916, d. 1998, Þórhildur, f. 1918, d. 2015, Soffía, f. 1924, d. 2006. Margrét missti föður sinn þeg- ar hún var tæplega tíu ára göm- ul. Þá tvístraðist fjölskyldan og Mar- grét bjó á ýmsum stöðum, fyrst í Vopnafirði, en síðan í Svarfaðardal og í grennd við Akur- eyri, en lengst af hjá móðursystur sinni, Vilhelmínu Þór, að Brekkugötu 34 á Akureyri. Margrét veiktist alvarlega þegar hún var liðlega sautján ára gömul og var upp frá því lang- dvölum á sjúkrastofnunum, á Ak- ureyri, í Reykjavík og Hvera- gerði. Eftir að Vilhelmína lést 1966 flutti hún til systur sinnar, Soffíu, handavinnukennara, í Reykjavík, og bjuggu þær saman að Hörðalandi 4, allt þar til Mar- grét fór á Droplaugarstaði fyrir rúmlega tíu árum síðan. Útför Margrétar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þegar Magga, föðursystir mín, flutti suður til Soffíu, syst- ur sinnar, árið 1967, hún rúm- lega fimmtug og ég liðlega tví- tugur, þekkti ég vart nokkuð til hennar. Síst gat mig þá grunað að hún ætti eftir að skipa jafn ríkan sess í huga mínum næstu hálfa öldina og raunin varð. Soffíu, sem var mér afar kær, hafði ég þekkt eins lengi og ég mundi. Nú varð fallegt heimili þeirra systra í Hörðalandi 4 miðdepill fjölskylduheimsókna. Sér í lagi var alltaf jafn notalegt að koma inn í herbergi Möggu og setjast þar á tal við hana. Hún var afar trúhneigð, hafði ung að árum helgað sig Hvíta- sunnusöfnuðinum. Trúin veitti henni augljóslega mikinn styrk til þess að takast á við erfiða heilsu, sem hafði hrjáð hana allt frá því að hún hafði orðið að leggjast in á Akureyrarspítala og vera þar í hálft annað ár þeg- ar hún var rétt rúmlega sautján ára gömul. Hún hafði líka orðið fyrir þeirri reynslu að missa sex ára gömul tveimur árum eldri systur sína, og svo föður sinn þremur árum síðar og þurfa þá að flytja um sinn frá móður sinni. Fyrir mig, vantrúaðan frændann, færðist hugarró hennar, styrkt af trúnni, yfir á mig við þessar heimsóknir til Möggu, án þess að hún hefði nokkurn tíma otað trúnni að mér með beinum hætti. Ekki sakaði heldur hið hlýja skopskyn henn- ar og frásagnargleði. Minni hennar var með ólíkindum, hvort heldur hún var að lýsa at- riðum úr æsku frá heimahög- unum í Vopnafirði, ellegar færa nýlegar fréttir af því, sem var að gerast innan fjölskyldunnar. Hún sagði mér stundum frá því, hversu vel hún minntist hlýs og trausts handtaks föður síns, þegar hann leiddi hana, og ég leyfði mér að túlka það svo að þar hefði Jesús síðan komið í föðurstað. Hún geymdi í skúffu sinni fáeinar vísur, sem hún hafði ort um ævina. Ein þeirra er svona: Gef mér náð til góði Jesús minn að ganga með þér allan lífsveginn svo að lokum sælla ég gangi inn í sælubústað sem er himinninn. Eina formlega menntunin, sem Magga naut um ævina, var tveggja mánaða farskóli á Vak- ursstöðum í Vopnafirði. Hún saknaði þess mjög að hafa ekki notið lengri skólagöngu, en skörp greind hennar skein í gegnum allt hennar viðmót. Þeg- ar Magga fór á Droplaugarstaði fyrir rúmum tíu árum gat hún nánast fært herbergi sitt í Hörðalandi óbreytt þangað. Þar við bættist að Edith, sem hafði reynst þeim systrum svo góður granni í Hörðalandi, varð her- bergisgranni Möggu síðustu ár- in. Heimsóknirnar héldu því áfram að vera jafn gefandi. Ég og Mary kveðjum Möggu frænku með þakklæti og sökn- uði. Hvíli hún í friði. Sven Þ. Sigurðsson. Ég vil skrifa nokkur orð um hana Margréti móðursystur mína, sem lést nú á öðrum degi sumars, 101 árs að aldri. Magga frænka var mér sannarlega mik- ils virði. Hún tók á móti mér þegar Þórhildur, móðir mín, kom heim af fæðingardeildinni. Magga sagði mér oft frá því að hún hefði staðið í dyragættinni með hvíta og nýstraujaða svuntu þegar hún tók mig nýfædda í fangið. Ég held að strax þarna hafi myndast þessi sterku tengsl og væntumþykja, sem var á milli okkar alla tíð. Magga átti við veikindi að stríða nærri allt sitt líf og gat þar af leiðandi ekki unnið úti, né hafði hún á yngri árum aðstöðu til að mennta sig, þó hún væri sannarlega góðum gáfum gædd. Hún bjó um 12 ára skeið á Droplaugarstöðum í litlu fallegu, notalegu herbergi. Það voru aldrei komin jól í mínum huga nema að heimsækja Möggu frænku. Þar var svo mikla ró að finna, notalegheit og æðruleysi. Þar gat maður einnig fengið fréttir af móðurfjölskyld- unni, en hún var með allan þenn- an hóp nokkuð á hreinu, þrátt fyrir háan aldur. Einnig gat hún farið með ljóð utanbókar án þess að hika. Magga var einnig með góðan húmor og á 100 ára af- mælinu stóð hún upp og sagði nokkur orð. Hún vildi láta Pétur nágranna sinn njóta dagsins líka, enda var þetta einnig hans afmælisdagur. Talaði um hversu skemmtilegur henni þætti Pétur vera og passaði sig á því að heimsækja hann ekki of oft, þar sem hláturinn lengir jú lífið. Áð- ur en Magga fluttist á Droplaug- arstaði hafði hún búið um all- langt skeið hjá yngstu systur sinni Soffíu, eða Fíu eins og hún var ávallt kölluð. Þar hittist fjöl- skyldan lengi vel um jólin og eru það góðar minningar. Ég man jóladaga þegar þær systur, ásamt móður minni, voru í smá- kökubakstri. Ilmurinn einstakur og hver smákaka gerð af kost- gæfni. Það var ætíð mikil ró og friður á þessu fallega og fágaða heimili. Ég náði ekki að kveðja Fíu þegar hún féll frá 2006, stuttu eftir að hún flutti við hlið Möggu á Droplaugarstaði. Fannst mér erfitt að geta ekki fylgt Fíu, þar sem hún var mér einnig ákaflega kær og reyndist mér einkar vel. Vil ég því einnig minnast hennar í þessum skrif- um. Fía starfaði sem handa- vinnukennari og voru verk henn- ar einstök. Þær systur kunnu allar til verka í þessum efnum og áttu þær ekki langt að sækja það. Móðir þeirra var sauma- kona að mennt og sá hún sér farboða með saumaskap í sveit- inni eftir að hún missti mann sinn ungan að árum og varð að bregða búi og börnin fóru hvert í sína áttina. Þó að systkinin hefðu ekki alist upp saman var mikill kærleikur þeirra á milli og voru þau öll yfirveguð, þægileg og einstaklega hlý. Ég þakka fyrir tímann með þeim systrum og allt sem þær gerðu fyrir mig og kenndu mér á lífsleiðinni. Dóttir mín er skírð í höfuðið á Margréti, sem auðn- aðist ekki frekar en Fíu, að eign- ast börn, en þær áttu hins vegar í öllum börnum og barnabörnum systkina sinna og ræktuðu þau sambönd vel. Magga var einnig guðmóðir stelpunnar minnar og betri guðmóður var vart hægt að fá. Magga var síðust að kveðja í þessum fallega systkinahópi. Guð geymi ykkur öll. Ragna. Magga frænka, afasystir mín, var einstök og hæfileikarík manneskja. Hún hélt heimili með systur sinni Soffíu í Hörða- landi 4 til haustsins 2005, þegar hún fór á Droplaugarstaði. Eftir það kölluðum við herbergi henn- ar þar minnsta Hörðaland. Magga var alltaf mikill sjúkling- ur, en það lét hún ekki hafa áhrif á sig. Hún var afar handlagin og hafði þann hæfileika að endur- lífga plöntur. Eitt skipti þegar ég kom í Hörðalandið var Magga að gera við rafmagnskló. Ég var svo hissa að sjá hana gera þetta að ég spurði hana hvort hún fengi ekki rafstuð af þessu. Hún hló og sagði að þetta væri ekkert mál. Hún var frétta- veita fjölskyldunnar og var al- veg einstaklega minnug fram á síðasta dag. Hún sagðist stund- um ekki geta heyrt eða skilið hvað fólk væri að segja, en þeg- ar aðrir komu í heimsókn þá endurtók hún allt. Ég held að í hennar huga hafi menntunin fal- ist í lífinu. Ég hef verið í söng- námi og eitt sinn þegar ég hafði fallið á bóklegu prófi sagði Magga mér bara að halda áfram vegna þess að lífið væri skóli. Hún hafði gaman af því að fylgj- ast með því, sem ég var að gera, hafði sterk áhrif á mig og mótaði mig sem þá persónu, sem ég er í dag. Ég heimsótti hana vikulega á Droplaugarstaði og við áttum alveg yndislegar stundir saman. Heimsóknir mínar í minnsta Hörðaland verða mér alltaf dýr- mætar. Aileen Soffía Svensdóttir. Margrét Þórarinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.