Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Birgir Gilbertsson járnkarl gleraugu með styrkleika NÝTT FRÁ OAKLEY PRIZM RX Lenses OAKLEY TRUE DIGITAL II Þór segir oftast reynt að fara í ferðina strax eftir útskrift en í skól- um eins og Menntaskólanum í Reykjavík séu sé hefðin sú að fara í útskriftarferð sumarið fyrir síðasta veturinn. „Útskriftarferðir eru al- gengari hjá framhaldsskólum með bekkjakerfi og hjá minni deildum háskólanna. Samheldnin er ekki endilega sú sama hjá nemendum í skólum með einingakerfi eða í stærstu háskóladeildunum.“ Vilja ekki bara djamm Í hugum margra er útskriftar- ferðin mikil ærslaferð. Er stefnan oft sett á ferðamannavæna strandbæi við Miðjarðharhafið og þess gætt að ekki sé of langt í góða skemmtistaði, verslanir og bari. Þór segist þó greina að unga fólkið í dag vilji hafa fjölbreytni í ferðunum og eitthvað annað að gera en að skemmta sér og skralla marga daga samfleytt. „Upp á síðkastið finnst mér eftirspurnin vera að aukast eftir ferðum til spennandi borga á meðan áherslan á sólarland- adæmið er að minnka töluvert. Um daginn prófuðum við t.d. að senda hóp til Möltu í ferð sem hafði sögu- legt ívaf. Þar gátu þeir sem vildu m.a. farið í skoðunarferðir um söguslóðir þessarar merku eyju. Unga fólkið vill skemmta sér en líka fullorðnast ögn í þessum ferðum og læra eitthvað nýtt.“ Þór nefnir borgir á borð við Berl- ín, Dublin og Barselóna sem dæmi um spennandi staði til að skoða þar sem tvinnast saman góðir afþreying- armöguleikar og einnig tækifæri til að fræðast um sögu og upplifa merka menningu. Að mati Þórs er algengasta verðið á útskriftarferðunum 150-200.000 kr á manninn. Fyrir þá upphæð má fá flug, gistingu í viku til tiu daga, með fæði inniföldu. „Útskriftarnemend- urnir geta verið mjög sjálfstæðir ferðamenn en við erum samt alltaf með starfsmann á staðnum sem get- ur verið þeim innan handar og að- stoðað t.d. við skipulag skoðunar- ferða.“ Væntingar og þroski Hvað má svo gera til að ferðin heppnist sem best? Lesendur hafa örugglega heyrt af útskriftarferðum þar sem gamanið kárnaði, og stund- um rata ósköpin jafnvel í fréttirnar. Þór segir fyrsta skrefið í átt að góðri útskriftarferð að versla við vandaða ferðaskrifstofu. „Fólk ætti að hafa í huga að sumir sölumenn reyna að fegra það sem er í boði og það getur skemmt stemninguna strax ef hóp- urinn er mættur á staðinn og hótelið eða bærinn stendur ekki undir vænt- ingum. Sjálfur hef ég það fyrir reglu að selja hópum ekki ferðir á staði sem ég hef ekki skoðað í eigin per- sónu, og get því verið alveg heiðar- legur þegar ég mæli með einum áfangastað fram yfir annan,“ segir hann. „Við ættum líka að muna að stundum borgar sig ekki að spara, og gæti verð skynsamlegast að velja t.d. pakkann sem kostar 20.000 kr. meira til að vera á betra hóteli eða á skemmtilegri stað.“ Bætir Þór því við að útskriftar- ferðirnar eru alla jafna farnar í maí eða byrjun júní. „Fólk verður að hafa bak við eyrað að á þessum tíma árs er ekki alltaf hægt að lofa æð- islegu veðri alla daga á öllum stöð- um.“ Drykkjulæti virðast ekki lengur vera vandamál að sögn Þórs. Unga fólkið virðist kunna að gæta sín og ganga hægt um gleðinnar dyr. „Þessi kynslóð kann að leysa það á góðan og vinsamlegan hátt ef kast- ast í kekki og löngu liðin tíð að málin séu útkljáð með hnefunum.“ Viðráðanlegt verð Jafnvel þó 150-200 þúsund krónur séu engin ósköp fyrir vikulanga ferð getur útskriftarferðin samt verið stór biti fyrir tekjulága námsmenn. Þór segir hægt að koma til móts við nemendurna með ýmsum þægileg- um greiðsluleiðum. „Oft standa nemendahóparnir líka fyrir söfnun- arátaki, gefa út blað eða reka skóla- sjoppuna og dugar það stundum til að safna fyrir allri ferðinni og borga hana upp í topp.“ Morgunblaðið/ÓmarAFP Áhugi Borgir eins og Barcelona eru staðir þar sem allir geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.