Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 lÍs en ku ALPARNIR s FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is Fyrir göngugarpinn P.A.C. Primaloft sokkar Verð 2.595,- RAB útivistarbuxur Verð 29.995,- herrajakki Verð 34.995,- Salomon Quest Origin gönguskór Verð 39.995,- Mountain Equipment Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ný skoðanakönnun bendir til þess að auðkýfingurinn Donald Trump hafi sótt í sig veðrið í þremur ríkjum sem talið er að geti ráðið úrslitum í for- setakosningunum í Bandaríkjunum 8. nóvember. Ef marka má könnun- ina hefur Trump nánast unnið upp forskot Hillary Clinton, líklegs for- setaefnis demókrata, í tveimur lykil- ríkjanna, Flórída og Pennsylvaníu, og nýtur nú meira fylgis en hún í Ohio. Ekkert forsetaefni hefur verið kjörið forseti Bandaríkjanna frá árinu 1960 án þess að sigra í að minnsta kosti tveimur af þessum þremur ríkjum. Mitch McConnell, leiðtogi repú- blikana í öldungadeild þingsins, sagði könnunina benda til þess að væntanlegt forsetaefni flokksins væri líklegt til að geta veitt forseta- efni demókrata harða keppni. Sanders sterkari gegn Trump en Clinton? Samkvæmt könnun Quinnipiac University ætla 43% skráðra kjós- enda í Flórída og Pennsylvaníu að kjósa Clinton en 42% Trump ef valið stendur á milli þeirra í kosningunum í nóvember. Í Ohio sögðust 43% ætla að kjósa Trump en 39% Clinton. Könnunin var gerð í síma frá 27. apríl til 8. maí og náði til rúmlega þúsund skráðra kjósenda í hverju ríkjanna þriggja. Vikmörkin voru þrjú prósentustig. Í könnuninni mældist öldunga- deildarþingmaðurinn Bernie Sand- ers með meira fylgi en Trump í öllum ríkjunum þremur. Í Flórída sögðust um 44% myndu kjósa Sanders ef svo færi að hann yrði næsta forsetaefni demókrata en 42% Trump. Í Ohio mældist fylgi Sanders 43% en Trumps 41% og í Pennsylvaníu sögð- ust 47% myndu kjósa Sanders en 41% Trump ef valið stæði á milli þeirra tveggja. Til að verða forsetaefni demókrata þarf Clinton að fá a.m.k. 2.383 at- kvæði á flokksþingi demókrata í sumar og talið er að hana vanti nú aðeins 144 atkvæði. Clinton var með mikið forskot á Sanders í upphafi kosningabaráttunnar en hann hefur veitt henni harðari keppni en búist var við og hefur sigrað í alls nítján ríkjum, meðal annars í Vestur-Virg- iníu, þar sem kosið var í fyrradag. Nú er eftir að kjósa í átta ríkjum í forkosningunum og svo gæti farið að úrslitin réðust ekki fyrr en 7. júní þegar kosið verður í Kaliforníu þar sem Clinton er spáð sigri. Kemur Trump aftur á óvart? Donald Trump getur hins vegar einbeitt sér að baráttunni við demó- krata í forsetakosningunum eftir að hafa sigrað keppinauta sína í for- kosningum repúblikana. Hann sigr- aði auðveldlega í tveimur ríkjum, Vestur-Virginíu og Nebraska, í fyrradag. Flestar skoðanakannanir hafa bent til þess að Clinton sé með sjö til þrettán prósentustiga forskot á Trump í öllu landinu en ný könnun NBC-sjónvarpsins bendir til þess að munurinn sé nú aðeins fimm pró- sentustig. Fjölmiðlamaðurinn Joe Scarbor- ough, fyrrverandi fulltrúadeildar- þingmaður repúblikana, telur hugs- anlegt að Trump komi á óvart í forsetakosningunum í nóvember, eins og í forkosningum repúblikana. Hann segir í grein á vef The Wash- ington Post að þegar spurt sé hvort fólk myndi kjósa Trump eða Clinton komi hann betur út en Mitt Romney gegn Barack Obama í forsetakosn- ingunum fyrir fjórum árum. Hann bendir ennfremur á að forkosning- arnar og síðustu fylgiskannanir benda til þess að kjósendur repúblik- ana séu að fylkja sér um Trump, þótt forystumenn flokksins hafi verið mjög tregir til að styðja hann. Donald Trump í sókn í þremur lykilríkjum AFP Þjarmar enn að Clinton Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður á kosningafundi í Oregon-ríki. Sanders sigraði Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, í forkosningum demókrata í Vestur-Virginíu í fyrradag. AFP Trump hampað Bolir með myndum af Donald Trump til sölu við fundarstað í borginni Eugene í Oregon þar sem hann var á atkvæðaveiðum á dögunum.  Virðist hafa unnið upp forskot Clinton í Flórída, Pennsylvaníu og Ohio Efnahagsmál réðu mestu » Bernie Sanders fékk 51% at- kvæðanna og Clinton 36% í forkosningum demókrata í Vestur-Virginíu í fyrrdag. Í for- kosningunum fyrir fjórum ár- um sigraði Clinton örugglega í ríkinu þegar hún keppti við Barack Obama. » Blaðið Charleston Gazette í Vestur-Virginíu segir að stefna Sanders í efnahagsmálum hafi fært honum sigur í ríkinu. » Blaðið segir að Donald Trump hafi notið mikils stuðn- ings í Vestur-Virginíu „að hluta vegna reynslu hans í við- skiptum og loforða hans um að fjölga störfum, einkum í kola- vinnslu“. Neðri deild þings Ítalíu samþykkti í gær frumvarp til laga sem heimilar skráða sambúð para af sama kyni. Áður hafði efri deildin samþykkt frumvarpið í atkvæðagreiðslu sem fór fram í febrúar. Ítalía var síðasta stóra vestræna ríkið þar sem sam- búð samkynja para naut ekki laga- legrar viðurkenningar. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði frumvarpið marka tímamót í réttindabaráttu homma og lesbía. Frumvarpið er mjög umdeilt á Ítal- íu og maður í munkaklæðum tekur hér þátt í mótmælum gegn því fyrir utan þinghúsið í Róm í gær. Umdeilt frumvarp samþykkt á Ítalíu AFP Sambúð samkynhneigðra viðurkennd í lögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.