Morgunblaðið - 12.05.2016, Page 46

Morgunblaðið - 12.05.2016, Page 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 lÍs en ku ALPARNIR s FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is Fyrir göngugarpinn P.A.C. Primaloft sokkar Verð 2.595,- RAB útivistarbuxur Verð 29.995,- herrajakki Verð 34.995,- Salomon Quest Origin gönguskór Verð 39.995,- Mountain Equipment Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ný skoðanakönnun bendir til þess að auðkýfingurinn Donald Trump hafi sótt í sig veðrið í þremur ríkjum sem talið er að geti ráðið úrslitum í for- setakosningunum í Bandaríkjunum 8. nóvember. Ef marka má könnun- ina hefur Trump nánast unnið upp forskot Hillary Clinton, líklegs for- setaefnis demókrata, í tveimur lykil- ríkjanna, Flórída og Pennsylvaníu, og nýtur nú meira fylgis en hún í Ohio. Ekkert forsetaefni hefur verið kjörið forseti Bandaríkjanna frá árinu 1960 án þess að sigra í að minnsta kosti tveimur af þessum þremur ríkjum. Mitch McConnell, leiðtogi repú- blikana í öldungadeild þingsins, sagði könnunina benda til þess að væntanlegt forsetaefni flokksins væri líklegt til að geta veitt forseta- efni demókrata harða keppni. Sanders sterkari gegn Trump en Clinton? Samkvæmt könnun Quinnipiac University ætla 43% skráðra kjós- enda í Flórída og Pennsylvaníu að kjósa Clinton en 42% Trump ef valið stendur á milli þeirra í kosningunum í nóvember. Í Ohio sögðust 43% ætla að kjósa Trump en 39% Clinton. Könnunin var gerð í síma frá 27. apríl til 8. maí og náði til rúmlega þúsund skráðra kjósenda í hverju ríkjanna þriggja. Vikmörkin voru þrjú prósentustig. Í könnuninni mældist öldunga- deildarþingmaðurinn Bernie Sand- ers með meira fylgi en Trump í öllum ríkjunum þremur. Í Flórída sögðust um 44% myndu kjósa Sanders ef svo færi að hann yrði næsta forsetaefni demókrata en 42% Trump. Í Ohio mældist fylgi Sanders 43% en Trumps 41% og í Pennsylvaníu sögð- ust 47% myndu kjósa Sanders en 41% Trump ef valið stæði á milli þeirra tveggja. Til að verða forsetaefni demókrata þarf Clinton að fá a.m.k. 2.383 at- kvæði á flokksþingi demókrata í sumar og talið er að hana vanti nú aðeins 144 atkvæði. Clinton var með mikið forskot á Sanders í upphafi kosningabaráttunnar en hann hefur veitt henni harðari keppni en búist var við og hefur sigrað í alls nítján ríkjum, meðal annars í Vestur-Virg- iníu, þar sem kosið var í fyrradag. Nú er eftir að kjósa í átta ríkjum í forkosningunum og svo gæti farið að úrslitin réðust ekki fyrr en 7. júní þegar kosið verður í Kaliforníu þar sem Clinton er spáð sigri. Kemur Trump aftur á óvart? Donald Trump getur hins vegar einbeitt sér að baráttunni við demó- krata í forsetakosningunum eftir að hafa sigrað keppinauta sína í for- kosningum repúblikana. Hann sigr- aði auðveldlega í tveimur ríkjum, Vestur-Virginíu og Nebraska, í fyrradag. Flestar skoðanakannanir hafa bent til þess að Clinton sé með sjö til þrettán prósentustiga forskot á Trump í öllu landinu en ný könnun NBC-sjónvarpsins bendir til þess að munurinn sé nú aðeins fimm pró- sentustig. Fjölmiðlamaðurinn Joe Scarbor- ough, fyrrverandi fulltrúadeildar- þingmaður repúblikana, telur hugs- anlegt að Trump komi á óvart í forsetakosningunum í nóvember, eins og í forkosningum repúblikana. Hann segir í grein á vef The Wash- ington Post að þegar spurt sé hvort fólk myndi kjósa Trump eða Clinton komi hann betur út en Mitt Romney gegn Barack Obama í forsetakosn- ingunum fyrir fjórum árum. Hann bendir ennfremur á að forkosning- arnar og síðustu fylgiskannanir benda til þess að kjósendur repúblik- ana séu að fylkja sér um Trump, þótt forystumenn flokksins hafi verið mjög tregir til að styðja hann. Donald Trump í sókn í þremur lykilríkjum AFP Þjarmar enn að Clinton Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður á kosningafundi í Oregon-ríki. Sanders sigraði Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, í forkosningum demókrata í Vestur-Virginíu í fyrradag. AFP Trump hampað Bolir með myndum af Donald Trump til sölu við fundarstað í borginni Eugene í Oregon þar sem hann var á atkvæðaveiðum á dögunum.  Virðist hafa unnið upp forskot Clinton í Flórída, Pennsylvaníu og Ohio Efnahagsmál réðu mestu » Bernie Sanders fékk 51% at- kvæðanna og Clinton 36% í forkosningum demókrata í Vestur-Virginíu í fyrrdag. Í for- kosningunum fyrir fjórum ár- um sigraði Clinton örugglega í ríkinu þegar hún keppti við Barack Obama. » Blaðið Charleston Gazette í Vestur-Virginíu segir að stefna Sanders í efnahagsmálum hafi fært honum sigur í ríkinu. » Blaðið segir að Donald Trump hafi notið mikils stuðn- ings í Vestur-Virginíu „að hluta vegna reynslu hans í við- skiptum og loforða hans um að fjölga störfum, einkum í kola- vinnslu“. Neðri deild þings Ítalíu samþykkti í gær frumvarp til laga sem heimilar skráða sambúð para af sama kyni. Áður hafði efri deildin samþykkt frumvarpið í atkvæðagreiðslu sem fór fram í febrúar. Ítalía var síðasta stóra vestræna ríkið þar sem sam- búð samkynja para naut ekki laga- legrar viðurkenningar. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði frumvarpið marka tímamót í réttindabaráttu homma og lesbía. Frumvarpið er mjög umdeilt á Ítal- íu og maður í munkaklæðum tekur hér þátt í mótmælum gegn því fyrir utan þinghúsið í Róm í gær. Umdeilt frumvarp samþykkt á Ítalíu AFP Sambúð samkynhneigðra viðurkennd í lögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.