Morgunblaðið - 12.05.2016, Page 72

Morgunblaðið - 12.05.2016, Page 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 JURA – If you love coffee Opið virka daga frá kl. 10:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-15:00 | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Dásamlegt kaffi – nýmalað, engin hylki. ƒ Púlsuppáhelling (P.E.P.®) tryggir réttan uppáhellingar- tíma og framkallar fullkominn espresso, eins og hann er gerður af heimsins bestu kaffibarþjónum ƒ Vatnskerfið (I.W.S.®) skynjar vatnsfilterinn sjálfkrafa á meðan CLARIS Smart tryggir bestu mögulegu vatnsgæði ƒ Notendavæn kaffivél með einföldu stjórnborði, nútímalegum TFT skjá og vatnstanki sem fyllt er á að framanverðu ƒ Fullkomið hreinlæti fyrir fullkomna mjólkurfroðu þökk sé eins hnapps viðhaldi og mjólkurstúti sem er auðvelt að skipta út JURA – If you love coffee Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Sýningin veitir okkur innsýn í það mikilvæga starf sem Bókmennta- félagið hefur unnið samfélagi og þjóð. Nú reynir á að duga jafnvel næstu hundrað ár og önnur hund- rað til,“ segir Jón Sigurðsson, for- seti Hins íslenska bókmenntafélags, en félagið fagnar um þessar mundir 200 ára afmæli sínu og verður af því tilefni opnuð í dag afmælissýn- ing í Þjóðarbókhlöðunni þar sem farið er yfir helstu áfanga í sögu fé- lagsins og margar merkustu út- gáfur þess verða til sýnis. „Helstu bókaflokkar bókmennta- félagsins verða til sýnis og helstu útgáfur en svo verður líka komið inn á stofnun félagsins á 18. öld, þ.e. lærdómslistafélagsins,“ segir Ólaf- ur J. Engilbertsson, sýningarstjóri. Við opnun sýningarinnar flytja ræður Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags, Ingi- björg Steinunn Sverrisdóttir, lands- bókavörður og forseti Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson en hann kemur til með að opna sýninguna. Boðið verður upp á tónlistar- dagskrá þegar sýningunni verður ýtt úr vör í dag klukkan 14 en Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Elísabet Waage hörpuleikari flytja þá lag Atla Heimis Sveinssonar „Ástkæra, ylhýra málið“ við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þær flytja einnig lag Jóns Þórarinssonar „Ís- lenskt vögguljóð á hörpu“ við ljóð Halldórs Kiljans Laxness. Sýningin nýtur styrks úr ríkis- sjóði og frá bakhjörlum félagsins, GAMMA og Landsvirkjun og stend- ur yfir í heilt ár. Úrval úr langri sögu félagsins „Saga félagsins er rakin í stuttu máli, þ.e. helstu vörðurnar í sögu þess,“ segir Bragi Þorgrímur Ólafs- son, fagstjóri handritasafns Lands- bókasafnsins, en á meðal efnis sýn- ingarinnar séu helstu bækurnar sem félagið hefur ráðist í að gera og ýmis gögn úr handritasafni fé- lagsins sem selt var til Lands- bókasafnsins á sínum tíma, eða um 1.800 handrit, og úrval þeirra verð- ur til sýnis. „Þarna verða einnig til sýnis ým- is vinnugögn, prófarkir og annað, alveg frá miðri nítjándu öld. Það er gaman að sjá söguna á bakvið út- gáfuritin og þá vinnu sem fór fram áður en þau komu út,“ bætir Bragi við og nefnir sem dæmi fundagerð- arbók sem sýnir þegar Jón Sigurðs- son var kjörinn forseti félagsins. „Það eru ekki mörg félög sem státa af svo háum aldri.“ Þá átti Bókmenntafélagið þátt í stofnun Landsbókasafnsins árið 1818 og liggur þar ástæða þess að sýningin fer fram í húsakynnum Landsbókasafnsins Ástand íslensku ábótavant „Helsti hvatamaður að stofnun Bókmenntafélagsins og fyrsti for- seti Kaupmannahafnardeildar, danski málfræðingurinn Rasmus Christian Rask, kom til Íslands í ágúst 1813. Hann hafði hug á því að heyra hvernig íslenska, það tungu- mál sem hann hafði numið af bók- um og tekið ástfóstri við í æsku, hljómaði af vörum þjóðarinnar,“ segir Jón Sigurðsson, forseti bók- menntafélagsins, í ávarpi sínu um uppruna félagisns. Rask hafi orðið þess vís á ferðum sínum um landið að ástand íslenskunnar í landinu var ábótavant. Þá sá hann líka að „öll bókaskrift á íslensku og prent- un var nærri undir lok liðin og mál- ið víða farið að spillast.“ Sá hann að ef ekki yrði gripið til varna myndi enginn skilja íslensku á landinu eftir 100-200 ár. Stofnaði hann því félag í þeim tilgangi að „gefa út alls konar bækur á ís- lenskri tungu“ eins og hann orðaði það, segir í ávarpi Jóns. Það félag var Hið íslenska bókmenntafélag og því hefur tilgangur félagsins frá stofnun þess, árið 1816, verið að „styðja og styrkja íslenska tungu og bókvísi og menntun og heiður hinn- ar íslensku þjóðar, bæði með bók- um og öðru því sem efni þess fremst leyfa.“ Segir Jón starfi félagsins í þau 200 ár sem það hefur starfað vera lýst á þeirri sýningu sem nú stend- ur fyrir dyrum. Viðamikil útgáfa alla tíð Bókmenntafélagið hóf útgáfu tímaritsins Íslensk sagnablöð árið 1816 eftir stofnun þess. Það hafði að geyma yfirlit yfir helstu viðburði innanlands og utan og kom út á hverju ári fram til ársins 1826. Þá hófst útgáfa Skírnis sem enn kemur út. Á árunum 1851-1879 var Jón Sig- urðsson, forseti félagsins en hann hlaut tvísýna kosningu á sínum tíma en hann sat sem forseti í þrjá- tíu ár, eða allt til dauðadags árið 1879. Undir forystu hans hóf félag- ið m.a. útgáfu verka á borð við Safn til sögu Íslands, Íslenskt fornbréfa- safn, Biskupasögur, Skýrslur um landshagi á Íslandi og Tíðindi um stjórnmálaefni Íslands. Afmælishátíð Útgáfustarf Hins íslenska bókmenntafélags hefur verið viða- mikið í 200 ár og stuðlað að styrkingu og stuðningi við íslenska tungu. Stiklað á stóru í 200 ára sögu  Afmælissýning Bókmenntafélagsins Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Hugmyndin var sú að vera með eitthvað í anda vorsins þannig að fólk gæti komið og notið tónlistar- innar í stuttan tíma í hádeginu og fundið vorilminn í loftinu,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir, mezzó- sópran, sem flytur vorsöngva úr ýmsum áttum ásamt Lilju Egg- ertsdóttur, píanóleikara, á hádeg- istónleikum í Fríkirkjunni í dag, þann 12. maí, kl. 12. Tónleikarnir standa í um hálfa klukkustund. Á efnisskránni eru sönglög eftir Grieg, Brahms, Schubert, R. Strauss, Atla Heimi S., Jórunni Viðar og Árna Thorsteinsson. Skreppa í hádegishléinu „Þetta er tilvalið fyrir fólk sem vill skreppa frá vinnu eða eiga góða stund saman,“ segir Hanna Dóra en færst hefur í aukana að boðið sé upp á tónleika í hádeginu víðsvegar um borgina. „Það er mikill áhugi fyrir þessu á meðal fólks en alltaf misjafnt hve margir hafa tök á að mæta hverju sinni,“ segir Hanna létt í bragði. Hanna Dóra og Lilja, píanóleik- arinn, hafa starfað saman í söng- skóla Sigurðar Demetz en Lilja stendur fyrir tónleikaröðinni „Á ljúfum nótum“ og eru hádegistón- leikar þeirra hluti af því. Nálægðin í ljóðunum Hanna Dóra hefur komið víða við á söngferli sínum og sungið við helstu óperuhús Þýskalands, meðal annars Bonn, Weimar og Gelsen- kirchen, Kassel og Berlín. Hefur hún túlkað hátt í fjörutíu hlutverk í óperuuppfærslum en hún söng meðal annars Miss Donnithorne’s Maggot eftir Peter Maxwell Davies í Staatsoper í Berlin og hlaut fyrir það mikið lof gagnrýnenda. „Mér finnst mjög gaman að velja prógramið sjálf og velja þau lög sem mér finnst falleg,“ segir hún en afar ólíkt sé að syngja ein með undirleik á tónleikum eins og þeim sem fram fara í dag eða taka þátt í stórum óperuuppfærslum með mörgum öðrum söngvurum. „Þetta er afar ólíkt form – hvernig þú nærð til áheyrenda,“ segir hún en þegar hún syngi ljóð á eigin tón- leikum sé ekkert á milli hennar og áheyrenda. „Þá geturðu sungið lægra og haft meiri blæbrigði í röddinni, leikið þér aðeins og ná- lægðin er meiri,“ segir hún. Í stóru uppfærslunum sé hins vegar meira umleikis. „Þá er mað- ur meira að koma fram með alls- konar líkamlegri tjáningu og í bún- ingum.“ Það sé þó að hennar mati langbest að gera sitt lítið af hvoru. „Sem sviðslistamaður getur maður lent í ýmsu ef maður er opinn fyrir því.“ Óhefðbundin ópera Hanna Dóra hefur verið búsett á Íslandi undanfarin tvö ár en heldur nú út til Þýskalands til að taka þátt í uppfærslu með óperukompaníinu Novoflot sem hún hefur einnig starfað með áður. Þar eru óper- urnar settar upp með óhefð- bundnum hætti. „Það veitir manni mikið frelsi og ég veit að hverju ég geng, en samt ekki,“ bætir hún við en það geri þetta að skemmtilegu og spennandi verkefni. Ljóðasöngur leyfir meiri nálægð  Hanna Dóra, mezzósópran, „Á ljúfum nótum“ í Fríkirkju Ljúfir tónar Hanna Dóra , mezzósópran, kemur fram á hádegistónleikum í dag ásamt Lilju Eggertsdóttur í tónleikaröðinni „Á ljúfum nótum“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.