Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 54
MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? NÝ SENDING AF UMGJÖRÐUM Traust og góð þjónusta í 20 ár Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14 ÚTSKRIFTog gjafir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Það sem fólk kaupir hjá okkur til útskriftargjafa hefur mikið til verið á sömu nótunum síðustu árin, en samt finnst mér að í auknum mæli sé verið að kaupa praktískar gjafir sem hugsaðar eru til langs tíma, ekki síst ef fólk er að fara búa eða hyggur á búskap,“ segir Kjartan Páll Eyjólfs- son, framkvæmdastjóri Epal, þegar talið berst að því sem vinsælast er í versluninni til útskriftargjafa. „Það er algengt að kaupa eitthvað fallegt til heimilisins og það er þá oft fyrir dömur sem eru að útskrifast. Það er eins í þessu sem öðru að það er yf- irleitt erfiðara að finna gjafir fyrir herrana en samt sem áður eigum við til ýmislegt sem hefur ratað í út- skriftargjafir fyrir herrana.“ Orðabækur á undanhaldi Kjartan bendir á í þessu sambandi að í eina tíð hafi hlemmstór orðabók nánast verið skyldugjöf þegar kom að út- skriftum; varla hafi verið hægt að tala um að viðkomandi nemi hafi verið útskrifaður nema hann fengi minnst eina væna orðabók að gjöf við það tilefni. Nú sé öldin önnur. „Orðabækur eru komnar á netið og eru þar aðgengilegar öllum sem nota á annað borð tölvur. Þar af leið- andi leiðir fólk gjarnan hugann að öðrum praktískum hlutum til heim- ilisins, einhverju sem fólk getur átt alla ævi ef því er að skipta. Mér finnst ákveðin langtímahugsun vera í þessu núorðið og það kemur viðtak- endunum, útskriftarnemunum, bara til góðs.“ Meðal þess sem Kjartan hefur merkt að er vinsælt til útskriftar- gjafa eru tveir hlutir sem eru, vel að merkja, íslensk hönnun. „Mér dettur einna fyrst í hug Sho- rebird-fuglarnir hans Sigurjóns Pálssonar, sem framleiddir eru af Normann Copenhagen. Þeir eru eigulegir hlutir, sígild hönnun sem hentar fullkomlega fyrir bæði kyn ásamt því að vera á fínu verðbili til gjafa við þetta tækifæri. Svo erum við með ákaflega falleg rúmföt eftir Ingibjörgu Hönnu, sem eðli máls samkvæmt eru gjafir sem bók- staflega allir geta notað, og henta báðum kynjum. Þau hafa líka verið mjög vinsæl til brúðkaupsgjafa.“ Klassík á klassík ofan Kjartan bætir því svo við að af nægu sé að taka þegar kemur að því að velja fallega gripi handa dömum sem eru að útskrifast enda að mörgu leyti auðveldara að finna gjafir handa þeim. „Skartgripaskrín eigum við til í nokkrum útgáfum og þau hafa verið gríðarlega vinsæl enda notagildið ótvírætt og verðið hag- stætt en þau eru flest á bilinu 5-15 þúsund krónur. Svo eru vírkörf- urnar frá Ferm Living mikið stáss og hafa verið mjög vinsælar enda fást þær í ýmsum stærðum. Þær hafa verið vinsælli til gjafa fyrir dömurnar en engu að síður gætu herrarnir vel fundið not fyrir þær til að mynda sem framúrskarandi flott karfa fyrir óhreina þvottinn,“ bætir Kjartan við og kímir.“ Í framhaldi bendir Kjartan á að áðurnefndir vaðfuglar eftir Sigurjón Pálsson, Shorebird, og önnur álíka trédýr til skrauts, séu einmitt svo vinsæl því hægt sé að gefa þau í þeirri fullvissu að þau passa nokkuð örugglega inn á hvaða heimili sem er, án tillits til þess í hvaða stíl er innréttað á viðkomandi heimili. „Dýrin pluma sig á hvaða hillu sem er og eru þannig fullkomlega frí- standandi prýði í hvaða híbýlum sem vera skal. Sama má segja um Design Letter-línuna okkar, sem sam- anstendur af margs konar fallegum munum sem skreyttir eru með bók- staf úr leturgerð sem sjálfur Arne Jacobsen hannaði á sínum tíma. Lín- an inniheldur drykkjarkrúsir, minn- isbækur og margt fleira sem hefur verið gríðarlega vinsælt og þá er iðu- lega valinn gripur sem skartar upp- hafsstaf þess sem er að útskrifast. Þetta er eins og annað sem ég nefndi, sígild hönnun sem hentar vel til gjafa og er til þess fallin að koma að gagni og gleði um ókomna tíð.“ Tímalaus hönnun er sígild gjöf  Það færist í vöxt að fólk velji fallega hönnunargripi til heimilisins  Prakt- ískt og hefur nota- gildi til framtíðar  Skammtíma- hugsun á undanhaldi í útskriftargjöfum Morgunblaðið/Styrmir Kári Notagildi Fólk kaupir í auknum mæli útskriftargjafir með praktíkina í huga. „Mér finnst ákveðin langtímahugsun vera í þessu núorðið og það kemur viðtakendunum, útskriftarnemunum, bara til góðs,“ segir Kjartan í Epal. Sígilt Design Letters línan skreytt tímalausri leturhönnun eftir Arne Jacob- sen inniheldur margs konar gagnlega hluti og hentar vel í tækifærisgjafir. Vaðfuglinn Shorebird eftir Sigurjón Páls- son er sí- vinsæll til gjafa. Stællegt Körfurnar frá Ferm Living eru stáss sem passar á hvert heimili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.