Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Á VELLINUM Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Fjögur lið eru efst eftir tvær um- ferðir í Pepsi-deild karla í fótbolta og eitt þeirra eru nýliðar Víkings frá Ólafsvík. Víkingar hafa unnið bæði Breiðablik og Val, lið sem spáð var góðu gengi en nýliðunum var spáð falli af flestum spámönnum. „Mér líst vel á liðið í ár,“ segir Björn Arnalds hafnarstjóri í Snæ- fellsbæ sem hefur lengi mætt á völl- inn í Ólafsvík og var meðal 712 áhorfenda sem hvöttu Ólafsvíkinga áfram í fyrsta heimaleik ársins gegn Val sem heimamenn unnu 2:1. Alls búa um 1.800 manns í Snæfellsbæ en um 1.100 í Ólafsvík. Uppgangur Víkinga hefur verið magnaður og eftir að hafa verið yfirleitt í neðri deildum fóru þeir upp í efstu deild árið 2014 sem þótti mikið afrek. Þeir féllu með sæmd og í fyrra settu þeir stigamet í 1. deildinni og ruku beint aftur upp í efstu deild. „Ég nennti ekkert á leiki í gamla daga. Svo smitaðist maður af þess- um köllum Jónasi Gesti og félögum sem hífðu starfið upp, þá fékk mað- ur aftur áhuga á að fara á völlinn. Ég hef alltaf haft áhuga á fótbolta alla mína ævi og held með Liverpool í enska fótboltanum. Ég átti heima á Akureyri í gamla daga og var Þórs- ari en eftir að ég varð sjómaður þá hætti ég að sparka sjálfur,“ segir Björn. Hátíðarstemning Krafturinn er mikill í Ólafsvík og það var hátíðarstemning í bænum þegar fyrsti heimaleikur sumarsins fór fram. En krafturinn er einnig á öðrum leikvöllum því töluverður fjöldi fer á útileiki. „Mér fannst vel mætt á sunnudag því það voru ekki margir Valsarar á leiknum. Það er svakaleg stemning hjá okkur á úti- leikjum. Það kemur fullt af brott fluttum Ólsurum á útileikina. Það er ekkert endilega fólk sem var á leikj- um hér í Ólafsvík enda var þá ekki þessi uppgangur. Ég fór í fyrra á fjóra eða fimm útileiki og mér er svo minnisstætt þegar við spiluðum við Hauka að þar voru engir stuðnings- menn heimaliðsins, það voru bara Ólsarar. Í Grindavík sömuleiðis átt- um við stúkuna enda unnum við þann leik stórt.“ Björn hefur farið á marga útileiki í gegnum tíðina en einn stendur upp úr. „Það var bikarleikur gegn FH. Ég er viss um að það voru um þús- und manns í bláu þann dag. Ég sá mynd og þar voru tveir þriðju í stúk- unni í bláu og einn þriðji var hvítur. Það var haldin svakaleg grillveisla á trésmíðaverkstæði í Hafnarfirði hjá manni sem er ættaður úr Ólafsvík. Það var yfirfullt á planinu og brjáluð stemning. Svo fóru menn á leikinn og við töpuðum honum eins og við var búist en þetta var alveg ofboðs- lega skemmtilegur dagur. Það er magnað hvað það er flottur hópur sem styður liðið á höfuðborgarsvæð- inu. Það gerir mikið fyrir liðið.“ Aðeins þrjú lið eru af landsbyggð- inni í efstu deild og segir Björn að það sé oft styttra fyrir stuðnings- menn Víkinga að sjá sitt lið í Reykjavík en fyrir stuðningsmenn Reykjavíkur liðanna að koma í Ólafsvík. „Það er ekki minni stemn- ing á útileikjunum. Okkur finnst ekkert mál að keyra til Reykjavíkur. Það eru ekki nema tveir klukku- tímar hvora leið. Ég gæti þess vegna farið í bíó og heim aftur, þetta er svo lítið mál. Eftir að göngin komu er lítið mál að skutlast. Það er alltaf þannig að það er lengra úr Reykja- vík út á land en frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.“ Draumabyrjun Björn segir að fótboltinn skipti bæjarfélagið máli og sé góð auglýs- ing fyrir Ólafsvík. „Alveg eins og körfuboltinn er góð auglýsing fyrir Stykkishólm. Það er stemning hér, grill fyrir leik, fólk er að koma klukkutíma fyrir leik til að fanga stemninguna og hér er haldin hátíð fyrir hvern leik.“ Sama stuðið á heima- og útivelli  Lengra frá Reykjavík út á land en frá landsbyggðinni til Reykjavíkur  Margir styðja Víking Ólafsvík  Brottfluttir mæta á leiki á höfuðborgarsvæðinu  Mikilvægt fyrir bæjarfélagið Spekingar spjalla Björn hér í miðjunni á leiknum gegn Val á sunnudaginn. Hann hefur mætt á völlinn frá því krafturinn í starfinu var efldur. Krafturinn hefur smitað marga aðra Ólafsvíkinga sem mæta jafnvel klukkutíma fyrir leik til að fanga stemninguna og láta vel í sér heyra á meðan á leik stendur. „Það skiptir máli að byrja vel. Þegar við vorum síðast í úrvalsdeildinni gekk okkur illa í byrjun og við féllum eiginlega út af henni. En núna erum við reynslunni ríkari. Þetta er draumabyrjun og það væri algjör draumur að taka ÍA annan í hvítasunnu,“ segir Björn. Spurður um minnisstæðasta leikinn í Ólafsvík nefnir hann án þess að hika bikarleikinn gegn Stjörn- unni fyrir nokkrum árum. „Það var magnaður leikur. Fór fram við frábær- ar aðstæður. Það var logn, kvöldsól, rosalegur fjöldi á vellinum og við unnum í vítakeppni. Ég get svarið það að ég missti röddina eftir leikinn. Þetta var eitt af þessum ógleymanlegu kvöldum.“ Yrði draumur að vinna ÍA DRAUMABYRJUN Í DEILDINNI EN 20 LEIKIR EFTIR Taplausir Víkingur frá Ólafsvík er taplaust eftir tvo leiki. Hefur spila við Val og Breiðablik. Í dag mæta þeir ÍBV og svo er grannaslagur gegn ÍA. Morgunblaðið/ Alfons Finnsson Reykjavíkurborg og BSRB standa fyrir málþingi í Ráðhúsi Reykjavík- ur í dag, fimmtudaginn 12. maí, frá klukkan 14-16, þar sem kynntar verða niðurstöður tilraunaverkefnis um styttri vinnuviku. Flutt verða sex erindi. Reykjavíkurborg fór af stað með tilraunaverkefni um styttri vinnu- viku án þess að skerða laun í mars í fyrra. Skipaður var starfshópur til að útfæra verkefnið og voru valdir heppilegir vinnustaðir í tilraunina. 25 starfsmenn Þjónustu- miðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og 40 starfsmenn á skrifstofu Barnaverndar unnu í 35 stundir á viku í stað 40 stunda og urðu þessir vinnustaðir fyrir valinu því þar er oftar en ekki unnið undir miklu álagi. „Nú er tilraunaverkefninu lokið og niðurstöður liggja fyrir. Þar kem- ur meðal annars fram að með styttri vinnuviku er andleg og líkamleg líð- an starfsmanna betri, starfsánægja eykst og tíðni skammtímaveikinda lækkar. Að mati stýrihópsins er mikilvægt að halda áfram og afla fleiri gagna og niðurstaðna,“ segir í tilkynningu. Nánar verður fjallað um niðurstöður á málþinginu í dag. Málþingið er öllum opið og er að- gangur ókeypis. Málþing um styttri vinnu- viku hjá Reykjavíkurborg GARÐAR OG GRILL PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstud. 13. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur 20. maí gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um Garða og grill. Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.