Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 12.05.2016, Blaðsíða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 ✝ Eggert Hauk-dal, fyrrverandi alþingismaður og oddviti, fæddist í Flatey á Breiðafirði 26. apríl 1933. Hann andaðist á Land- spítalanum 2. mars 2016. Hann var sonur hjónanna séra Sig- urðar S. Haukdal, prófasts í Flatey og síðar að Bergþórshvoli í Land- eyjum, og konu hans Benediktu Eggertsdóttur Haukdal. Sambýliskona Eggerts til 30 ára var Guðrún Bogadóttir, f. 26. nóvember 1947. Dóttir Egg- erts er Magnúsína Ósk, f. 1. des- ember 1970, og sonur hennar er Eyþór Lárusson, f. 17. maí 1991. dæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi frá 1959. Hann sat í hreppsnefnd Vestur- Landeyjahrepps og varð oddviti hennar árið 1970. Þá var Eggert sýslunefndarmaður 1974–1988 og sat í héraðsnefnd frá 1988. Hann átti sæti í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1980– 1985, þar af formaður 1980– 1983 og sat í stjórn Byggða- stofnunar 1985–1987. Einnig sat Eggert í stjórn Þríhyrnings 1988–1991 og í stjórn Hafnar- Þríhyrnings hf. frá 1991. Hann átti og sæti í stjórn Fóðurblönd- unnar hf. um tíma. Eggert var alþingismaður Suðurlands 1978–1995. Hann sat á þingi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn en var utan flokka 1979–1980. Eggert var meðal annars formaður at- vinnumálanefndar alþingis um tíma. Jarðarförin fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Eggert ólst upp í Flatey og síðar á Bergþórshvoli. Hann lauk búfræði- prófi frá Bænda- skólanum á Hvann- eyri árið 1953. Eggert varð bóndi á Bergþórshvoli 1955 og bjó í fé- lagsbúi með for- eldrum sínum til 1973. Eggert var mikill félagsmálamaður. Hann var m.a. í stjórn Héraðssam- bandsins Skarphéðins 1961– 1972. Formaður Búnaðarfélags Vestur-Landeyja 1970–1993. Hann sat um tíma í fulltrúaráði Brunabótafélags Íslands. Eggert var formaður Sjálfstæðisfélags Rangæinga 1970–1978 og í kjör- Látinn er góður vinur og fyrr- verandi samstarfsmaður á vett- vangi Héraðssambandsins Skarp- héðins, Eggert S. Haukdal. Við áttum saman langt og gifturíkt samstarf í stjórn HSK ásamt Haf- steini Þorvaldssyni, sem lést á síð- astliðnu ári. Eggert var gjaldkeri sambands- ins og leysti það starf af hendi með miklum ágætum og bar hann vel- ferð HSK jafnan mjög fyrir brjósti. Hann var kosinn formaður Umf. Njáls 19 ára gamall. Þá hafði félag- ið legið í dvala um skeið, en var endurvakið undir forystu Eggerts. Hann var formaður Njáls í 13 ár. Árið 1961 var hann kjörinn gjald- keri Skarphéðins og hélt utan um fjármál sambandsins næstu 12 ár- in. Eggert var ósérhlífinn og lagði oft nótt við dag þegar mikið lá við þegar haldnar voru stórhátíðir, svo sem héraðsmót, landsmót eða útihátíðir. Það var gott að starfa með honum að þessum málum og minnist ég margra stunda á þeim vettvangi. Honum tókst ótrúlega vel að gæta fjárhagsins, þó að starfsemin væri mikil. HSK hélt mikla útihá- tíð að Laugarvatni um verslunar- mannahelgina 1972. Fjöldi starfsmanna var í lág- marki þessa daga en allt blessaðist þetta. Man ég vel er við Eggert röltum síðla kvölds með salernis- pappírspoka á bakinu og fylltum á þar sem slíka vöru vantaði. Á eftir tókum við á móti fé- lögum sem seldu aðgöngumiða inn á hátíðina og helltum í stóra hrúgu peningaseðlum á borð og töldum og töldum, en þessi útihátíð var geysifjölmenn og vel heppnuð. Þetta bjargaði fjárhagnum ger- samlega, en Héraðssambandið hafði keypt hæð í húsi á Selfossi og skuldaði því allmikið. Gjaldkerinn var meira en lítið kátur þetta kvöld. Þannig man ég Eggert best, þegar vel gekk í starfsemi Skarphéðins. Eins man ég vel ferðir á landsmót UMFÍ, þing ÍSÍ og UMFÍ og fjöl- mörg önnur tilefni. Héraðssam- bandið þakkar Eggerti Haukdal einlæglega unnin störf í þágu þess. Eggert lét mjög til sín taka á öðr- um vettvangi, en hann var m.a. al- þingismaður um langt skeið. Eins starfaði hann á sviði sveit- arstjórnarmála um árabil og var oddviti sinnar sveitar. Þess munu aðrir minnast. Ég sendi fjölskyldu Eggerts Haukdal hugheilar samúðarkveðj- ur. Jóhannes Sigmundsson, heiðursformaður HSK. Ég hygg að um Eggert Haukdal megi segja að hann hafi verið maður sinnar sveitar. En ef til vill var hann þó fyrst og síðast maður sinna manna. Eggert Haukdal var að ýmsu leyti eftirminnilegur samferðamað- ur á vettvangi stjórnmálanna. Ekki verður beinlínis sagt að hann hafi farið ótroðnar slóðir. En hitt er að hann fór gjarnan eigin leiðir að settu marki. Hann var á sinn hátt eljusamur og iðinn við kolann. Og ég ætla að hann hafi spurt kjósendur fleiri spurninga um hagi þeirra og óskir en þeir náðu að koma á hann. Þannig þekkti hann hverja þúfu í heimahögum sínum. Með þessa upplýsingu í farteskinu var hann drjúgur við að ýta á eftir mörgu því sem þótti til framfara horfa. Af sjálfu leiddi að hann naut víða at- fylgis. Eggert Haukdal óx upp til þing- mennsku í gegnum ötult starf fyrir Héraðssambandið Skarphéðin, setu í hreppsnefnd og margvísleg önnur félagsmálastörf heima í héraði. Hann valdist til framboðs úr röðum Rangæinga og var fyrst kjörinn til setu á Alþingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á Suðurlandi. Þegar flokkurinn í kjördæminu klofnaði síðan um Þjórsá endilanga fór hann í sjálfstætt framboð og náði kjöri. Trúlega voru áhrif hans ríkust á þeim tíma. Hann tryggði ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsen setu og tókst á hendur formennsku í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. En svo fór að leiðir hans og þeirr- ar stjórnar skildi. Í framhaldi af þeim atburðum bar fundum okkar saman í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi. Hann var þá að koma til baka til setu á framboðslista flokks- ins. Ég var aftur á móti að koma nýr inn á þann vettvang. Það liggur í eðli slíkra kosninga að þær geta leitt út spennu milli manna og jafn- vel sýslna. Um flest sýnist það fremur léttvægt eftir á en varð sennilega ekki umflúið eins og þá stóð á. Eggert Haukdal var þeirrar gerðar að hafa sinn hátt á hlutun- um. Fyrir vikið var hann ekki endi- lega allra. Í héraði átti hann einarða meðhaldsmenn og að sama skapi ákafa móthaldsmenn. En framhjá því verður ekki horft að hann breikkaði framboðs- listann okkar. Og fyrir það þakka þeir sem með honum störfuðu. Það er nokkuð langt um liðið frá þessum góðu dögum. En nú er komið að leiðarlokum. Þegar Egg- ert Haukdal fór sinn hinsta spöl fylgdi honum hlýr hugur í minn- ingu þeirra gróskuríku tíma. Þorsteinn Pálsson. Eftirminnilegur samferðamað- ur og vinur, Eggert Haukdal, er látinn. Hann ólst upp í Flatey; átti í bernsku við veikindi að stríða og annaðist móðir hans um hann af mikilli umhyggju. Var enda kært með þeim mæðginum alla tíð. Eggert minntist þess, að í prestsetrinu í Flatey átti heima Kristín Guðmundsdóttir, áður húsfreyja á Sviðnum, dóttir sr. Guðmundar Bjarnasonar í Nesi í Aðaldal, og Sigríðar Jónsdóttur frá Vogum í Mývatnssveit. Sigríð- ur var móðir sr. Jóns Sveinssonar, Nonna. Sonur Kristínar var Guð- mundur Bergsteinsson, kaupmað- ur í Flatey. Snúningastrákur var Eggert hjá Jóni og Ingibjörgu á Miðhús- um í Reykhólasveit. Búfræðiprófi frá Hvanneyri lauk hann 1953. Tveimur árum síð- ar hófu þeir feðgar að búa fé- lagsbúi á Bergþórshvoli, en föður hans höfðu verið veitt Landeyja- þing vorið 1946. 1973 byggði Egg- ert íbúðarhús á Bergþórshvoli. Það hefur verið kallað fallegasta einbýlishús í sveit á Íslandi. Gegn Vestur-Landeyingur sagði samdóma álit margra, að Eggert hefði verið bestur allra oddvita hreppsins, enda hefði hann verið að sama skapi dugleg- ur og fylginn sér, sem hann hafði brennandi áhuga á viðgangi sveit- arfélagsins. Sumir telja, að ein meinsemd peningakerfisins á Íslandi sé verð- tryggingin. Átta sinnum flutti Eggert frumvarp til laga um af- nám hennar, en það dagaði uppi í efnahags- og viðskiptanefnd. Einu sinni vísaði nefndin því til ríkis- stjórnarinnar, sem allt að einu að- hafðist ekkert. Eggert minntist þriggja ánægjulegra verkefna, sem hann veitti forystu: Lagning bundins slitlags á vegi í hreppnum, bygg- ing félagsheimilisins Njálsbúðar í Akurey og leiðsla vatnsveitu. Hann var gestrisinn með af- brigðum, veitull og glaðhittinn, fróðleiksfús og spurull, og einhver allra besti hlustandi, sem völ var á. Aðkomumenn hlutu jafnan hlýjar viðtökur á Bergþórshvoli og var þeim unninn góður beini. Á meðan hann bjó einn átti Eggert ávallt tertubotna í frystikistu sinni. Greip hann til þeirra, þegar gesti bar að garði, rauð á þá sultu- taui, hellti á þá ofan allra handa ávöxtum úr niðursuðudós, þeytti síðan rjómalögg og lagði yfir og sjá: Þarna var komin unaðslegasta terta. Hann var dýravinur; átti alltaf hund, sem hann gætti þess vand- lega, að ekki væsti um. Einu sinn komum við Eggert þar að, sem kattarlæða hafði gotið. Þá var sem hann breyttist í lítinn, hrifinn dreng. Prestssonurinn átti og varð- veitti í glóð hjarta síns trúna á frelsarann, Jesú Krist. Hann vitn- aði í Heilaga ritningu og það fór ekki framhjá neinum, að það ýmist hýrnaði yfir honum ellegar hann komst við, í hvert skipti sem farið var með gott orð við hann. Hann var maður myndarlegur á velli, höfuðið gerðarlegt og hann svipmikill framaní; það sópaði að honum, og hann hélt sér einkar vel, þegar frá er talin bilun í fót- um; hann var vel farinn í andliti og sléttur á hörund allt til síðasta dags. Við Ágústa kveðjum Eggert með söknuði og biðjum Guð að blessa minningu góðs drengs. Sr. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Eggert Haukdal ✝ Halldóra Elísa-bet Jónmunds- dóttir fæddist á Ljótshólum í Svína- dal 4. ágúst 1944. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans 26. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru Jónmundur Eiríksson, bóndi í Ljótshólum í Svína- dal, og Þorbjörg Þorsteinsdóttir frá Geithömrum, sömu sveit. Halldóra átti tvo bræður. Þorstein Björgvin sem er tví- burabróðir hennar og eldri bróður, Eirík Inga, f. 3. ágúst 1940, d. 15. okt. 2004. Halldóra giftist 26. desember 1964 Ásbirni Þór Jóhannessyni, f. 24. júní 1942, d. 30. júní 1991, frá Efri-Fitjum í Fitjárdal. Eignuðust þau þrjú börn. 1) Þorbjörg, gift Guðna Þórð- arsyni, dóttir þeirra er Lára og fósturbörn Aron Kale, Daníel Ström, Berglind Hólmfríður, Þórey Hjördís. 2) Krístín Hanna í sambúð með Sigurjóni Tobíassyni. Barn þeirra er Tobías Freyr. Fyrir átti Kristín tvö börn með Hauki Gunnlaugssyni, þau eru: Ingiríður, í sambúð með Friðriki Eyjólfssyni, barn þeirra er Ríkey, og Ásbjörn Halldór í sambúð með Fjólu Hallsdóttur. 3) Jónmundur Ingvi kvæntur Jónu Guðlaugu Sigurðardóttur, börn þeirra eru Sigurbjörn Máni, Una Sól og Teitur Bjarmi. Eftir andlát Ás- björns tók Halldóra saman við Pétur Guðlaugsson, f. 21. desember 1941, d. 19. maí 2006. Þau hófu sambúð 1992 en giftu sig 12. maí 2006. Fyrir átti Pétur þrjú börn, þau eru: Valur Karl, látinn, Soffía Margrét og Guðrún Kar- ólína. Halldóra, eða Dóra eins og hún var ávallt kölluð, ólst hún upp á Ljótshólum til 8 ára ald- urs en þá flutti hún ásamt for- eldrum og bræðrum að Auðkúlu þar sem hún bjó allt til ársins 1995 er þau Pétur fluttust til Reykjavíkur. Á Auðkúlu var bú- ið með blandað bú framan af en hin seinni ár voru þar einungis kindur. Í mörg ár voru Ásbjörn og Halldóra með fósturbörn í lengri eða skemmri tíma. Það hélt áfram eftir að Pétur kom í Auðkúlu og var þar til þau fluttu til Reykjavíkur haustið 1995. Í Reykjavík stofnaði hún Saumastofu Dóru og rak hana þar til í lok nóvember sl., en þá lokaði hún saumastofunni sök- um heilsubrests. Jarðsett var í kyrrþey að hennar ósk 6. apríl 2016. Dóra frænka okkar frá Auð- kúlu er látin aðeins 71 árs að aldri. Hugurinn leitar norður á æskustöðvarnar í Svínadalnum. Í frumbernsku okkar bjuggu feður okkar í tvíbýli í Ljótshólum en á fyrri hluta 6. áratugarins fluttu foreldrar Dóru með sín börn að Auðkúlu ásamt ömmu okkar Ingiríði, sem við elskuðum og virtum öll, en hún var stórgáfuð kona með einstaka og hlýja fram- komu. Það var alla tíð mikill kærleik- ur á milli bræðranna og nutum við börnin þess mjög í uppeldinu. Dóra hafði einstaklega góða nær- veru og valdi amma okkar að vera áfram á Auðkúlu hjá henni þegar Jónmundur og Þorbjörg brugðu búi og fluttu til Reykja- víkur. Þar leið henni vel enda naut hún þar hlýju og ástúðar. Það var einstaklega vel tekið á móti okkur og okkar fjölskyldum þegar við komum í heimsókn að Auðkúlu til að líta til ömmu og frændfólksins. Dóra og Ásbjörn voru alltaf með stórt heimili en fjöldi barna úr Reykjavík dvaldi hjá þeim á búskaparárum þeirra. Þar ríkti ávallt gleði og léttleiki. Dóra var dugnaðarforkur og hélt heimili af myndarskap og mikilli eljusemi. Hún sýndi dugn- að og áræðni í verki þegar hún stofnaði fatabreytingarfyrirtæki eftir að hún flutti suður. Sauma- stofuna rak hún þar til heilsan leyfði það ekki lengur. Það var gott að koma til Dóru og fá við- gert það sem bilað hafði. Dóra lét ekki áföll og sorg buga sig en hún missti báða eig- inmenn sína. Hún sagði eftir að Pétur, síðari eiginmaður hennar lést, að henni fyndist nú að hún hefði verið búin að fá sinn skammt af áföllum. Bætti því svo við að ekki þýddi annað en takast á við lífið og halda áfram. Þannig var Dóra, dugleg og áræðin og lét ekki áföll og sorg koma sér á kné. Við þökkum fyrir að hafa átt Dóru að frænku og aðstandend- um sendum við samúðarkveðjur. Anna, Eiríkur og fjölskyldur. Halldóra Jónmundsdóttir ✝ Signý Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 20. jan- úar 1948. Hún lést 7. apríl 2016 á Líkn- ardeild Landspítal- ans. Foreldrar henn- ar voru Margrét Matthildur Árna- dóttir, f. 15.9. 1929, d. 22.12. 2014, og Magnús Stephensen Daníelsson, f. 8.4. 1919, d. 1.4. 2001. Fósturfaðir hennar var Sigur- björn Sigurðsson, f. 23. ágúst 1912, d. 20. febrúar 2002. Signý átti 7 systkini í móður- ætt og sex í föðurætt. Blönduós var hennar uppvaxt- arstaður auk þess sem hún dvaldi í sveitarsælunni í Stafni Svartár- dal og Skeggstöðum í Bólstaðar- hlíðarhreppi. Signý giftist Eðvarði Árdal Ingvasyni, f. 28.8. 1948, d. 29.5. 2011, þann 26. desember 1969. Börn þeirra eru: a) Ingvi Sveinn, f. 30. apríl 1969. Börn hans eru: Berglind Ósk, Róbert Freyr, Mikael Árdal. b) Baldur Bragi, f. 19. október 1971. Baldur er í sambúð með Svan- hildi Fanney Hjörv- arsdóttur. Börn þeirra eru: Soffía Sif , Hjördís Ágústa, Harpa Rut, Kristín Brá og Brynjar Þór. c) Hilmar Árdal, f. 10. nóvember 1979. Hilmar er kvæntur Sonju Rose Jörgensen. Börn þeirra eru Signý Íris og Ísabel Rós. d) Árni Halldór, f. 31. júlí 1984. Árni er í sambúð með Þor- gerði Þóru Hlynsdóttur, hún á börnin Sigurlaugu Máney, Ben- óný Bergmann, Hlyn og Hönnu Lísu, sem er látin. Signý vann margskonar störf þó svo að uppeldi barna og barnabarna hafi átt hennar hug allan. Hún vann í fisk- og rækju- vinnslu sem og aðra verka- mannavinnu. Hannyrðir áttu hug hennar og hafði hún alltaf gam- an af að skapa eitthvað í hönd- unum. Hún sinnti líka ýmiskonar mannúðarstörfum. Útför Signýjar fór fram 18. apríl 2016. Bréf til þín, elsku amma Signý. Núna ertu, amma mín góð, far- in frá okkur, vonandi á betri stað. Ég veit varla hvort ég vilji búa í heimi þar sem þú ert ekki til, heimi þar sem ég get ekki heyrt þig hlæja eða séð þig brosa. Ég á svo margar góðar minningar af þér, elsku amma mín, og ef ég ætti að þylja þær allar upp myndi þetta vera endalaust. Þú ert kon- an sem hélt utan um mig og hugg- aði mig þegar mér leið illa, sagðir við mig að það væri hollt að gráta og ég ætti aldrei að skammast mín fyrir það, sagðir við mig að ég gæti allt sem ég vildi, þú ert sú sem kenndi mér að sauma og prjóna, sú sem hlóst að mér þeg- ar ég fann smokka inni hjá Árna og hélt að það væri tyggjó, sú sem ég elska svo heitt. Ég mun aldrei gleyma fyrsta sumrinu sem ég var hjá ykkur afa, ein. Þegar ég spurði ykkur hvort ég mætti kalla ykkur „ömmu og afa“ og þið svör- uðuð „auðvitað, elskan mín“, ég man að ég sagði „takk“, hljóp og náði í símann minn og breytti nöfnunum ykkar úr „Signý í amma Signý og Eddi í afi Eddi“. Ég veit þú ert farin, ég vissi fyrir nokkru að þú ættir ekki langt eft- ir en ég get samt ekki áttað mig á því að þú sért í alvöru farin, en ekki heima hjá þér sofandi eða borðandi súkkulaði. Ég vona bara innilega að þú sért hamingjusöm, hvar sem þú ert, því þú átt það og svo miklu meira skilið, elsku amma mín. Ég elska þig til tunglsins og til baka. Þitt barnabarn, Hjördís Ágústa. Signý Magnúsdóttir Okkur langar til að minnast Sæ- mundar langafa okkar í nokkrum orðum. Fyrstu minningar okkar um hann eru aðallega af honum að sinna dýrunum sínum. Rölt- andi út í fjós hvort sem það var vont eða gott veður. Jólin sem við höfum alltaf haldið með langafa eru líka ógleymanleg. Hann sat alltaf á sínum stað í hæginda- stólnum við gluggann og beið ró- legur eftir jólunum. Við minn- umst þess líka þegar hann tók upp pakkana sína. Til þess notaði hann alltaf vasahnífinn sinn og opnaði varlega hvern pakka fyrir Sæmundur Þorsteinsson ✝ SæmundurÞorsteinsson fæddist 24. ágúst 1918. Hann lést 22. apríl 2016. Útför Sæmundar fór fram 30. apríl 2016. sig. Það var allt meðhöndlað svo varlega, bæði gjaf- irnar og umbúðirn- ar. Það er gott að eiga minningu um langafa sinn. Það eru ekki allir sem hljóta það. Núna er hann kominn við hlið langömmu og nýtur hvíldar eftir langa ævi. Við kveðjum góðan langafa. Nú húmi slær á hópinn þinn, nú hljóðnar allur dalurinn og það, sem greri á þinni leið um því nær heillar aldar skeið. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. (Jóhannes úr Kötlum) Sæmundur Sven, Ásgrímur Klaus og Þórhildur Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.