Morgunblaðið - 12.05.2016, Síða 53

Morgunblaðið - 12.05.2016, Síða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 14 sönghópar keppa í Norðurljósum 13. maí kl. 16.00 Kvartetta- keppni Dagana 12.–14. maí standa Fóstbræður fyrir norrænu karlakóramóti í Hörpu í samvinnu við Norræna karlakórasambandið og með stuðningi Sambands íslenskra karlakóra. Mótið er haldið í tengslum við 100 ára afmæli kórsins á þessu ári. Alls eru 23 karlakórar frá Íslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Sviss skráðir til þátttöku. Karlar sem elska Sex súper karlakórar, Egill Ólafsson og Stórsveit Reykjavíkur í Eldborg 13. maí kl. 20.30 Fóstbræður og félagar í Hörpu: Akademiska Sangforeningen┃Muntra Musikanter┃Den norske Studentersangforening Männerstimmen Basel┃Karlakór Reykjavíkur ┃Fóstbræður┃Egill Ólafsson & Stórsveit Reykjavíkur Miðasala á tix.is og harpa.is Þúsund kallar Tónleikar karlakóra í sölum Hörpu 14. maí yfir daginn. Aðgangur ókeypis Norrænt mót karlakóra Hátíðartónleikar 23 karlakóra í Eldborg 14. maí kl. 18.00 Aðalstyrktaraðili mótsins: Kæri ráðherra menntamála, Illugi Gunnarsson. Er mjókurfræði for- tíðin? Vinnur fagmað- ur mjólkina þína og smjörið þitt í framtíð- inni? Sú staða er stað- reynd og þekkt víða um heim að mjólkur- vörur frá Íslandi þykja gæðavörur og eftirsóttar til útflutn- ings. Það er varla tilviljun þar sem þekking í faginu er með afbrigðum góð og sókn fyrirtækja í greininni hefur aukist og hróður okkar vöru samhliða úti um allan heim. Sú staða er einnig staðreynd og fáum kunn, utan iðngreinarinnar, að nám í mjólkurfræði er á krossgötum og engin endurnýjun er í stéttinni. Í dag eru starfandi í greininni rúm- lega 90 mjólkurfræðingar, flestir menntaðir í Danmörku. Á næstu tíu árum er útlit fyrir að um 14% þeirra mjólkurfræðinga sem starfandi eru í dag muni hætta, einungis vegna ald- urs. Enginn, ég endurtek enginn, er á leið í mjólkurfræðinám frá árinu 2012. Þegar bíða um 5-6 ein- staklingar sem vilja mennta sig í faginu en halda að sér höndum vegna kostnaðar og eru að skoða aðra menntunarmöguleika. Þess ut- an er þegar vöntun á fagfólki til starfa í greininni vegna aukinnar framleiðslu og útflutn- ings á mjólkurvörum og skyldum afurðum. Skiptir þekking í faginu einhverju máli eða er okkur alveg sama um þessa iðn- grein? Mjólkurfræði, sem löggild iðngrein hér á landi, nýtur engrar fyrirgreiðslu frá ís- lenskum stjórnvöldum. Eftir að skólayfirvöld í Danmörku lögðu þá byrði á íslenska nema að greiða fullt skólagjald frá og með árinu 2013 hefur enginn kosið að mennta sig í þessu fagi. Allar umleitanir við danska skólann Kold College sem og hjá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu af hálfu fagráðs mjólkuriðn- aðarins (áður fræðsluráðs mjólkur- iðnararins) og fleiri hagsmunaðila, hafa engan árangur borið. Skila- boðin úr ráðuneyti eru einfaldlega, „námslán“! Námslán eru ekki einföld lausn, kæri ráðherra. Af hverju ætti ungur Íslendingur að mennta sig í iðnnámi og kosta til þess aukalega 2-3 millj- ónum í skólagjöld sem annars eru greidd af íslenska ríkinu í iðnnámi kenndu hérlendis? Hvar er sann- girnin og jafnræðið í því að hinar fá- mennu iðngreinar eins og bólstrun, úrsmíði, mjólkurfræði o.fl. iðngrein- ar sem ekki eru kenndar hér á landi skuli kostaðar af nemanum sjálfum. Skilaboðin úr ráðuneyti mennta- mála eru köld, mönnum þar virðist alveg sama um þessar iðngreinar. Getur það verið, herra ráðherra? Undangengin ár hefur mikið verið reynt til lausnar á þessu máli hjá skólayfirvöldum í Danmörku sem og hjá menntamálaráðuneytinu hér- lendis án árangurs. Fjöldi hags- munaaðila hefur talað fyrir daufum eyrum. Fyrir þinginu núna er til annarrar umræðu þingsályktunar- tillaga um eflingu náms í mjólkur- fræði en óvíst hvort þetta mál nær á dagskrá á þessu þingi sökum fjölda mikilvægari mála sem þarf að koma í gegn. Málið ætti því að vera þing- heimi og ráðamönnum vel kunnugt. Það er von okkar og trú að það finnist farsæl lausn á þessum mál- um. Meðan ekkert er að gert er ástandið óbreytt og grafalvarlegt. Þekking í mjólkuriðn mun minnka og í versta falli glatast ef ekkert er að gert. Viljinn er allt sem þarf, herra ráðherra. F.h. Fagráðs mjólkuriðnaðarins. Er mjókurfræði fortíðin, Illugi Gunnarsson? Eftir Anton Tómasson »Nám í mjólkurfræði er á krossgötum. Áhugi ráðuneytis menntamála er lítill sem enginn. Aðgerða er þörf. Anton Tómasson Höfundur er mjólkurfræðingur og formaður fagráðs mjólkuriðnaðarins. Því heyrist nú fleygt, að sálmabók- arnefnd Þjóðkirkj- unnar sé að hugsa um að fella úr bókinni sálminn nr. 256: Lát þennan dag, vor Drottinn, nú. Hann er snilldarþýðing sr. Valdimars Briem, vígslubiskups á Stóra- Núpi, á sálmi eftir norska biskupinn Johan Nordahl Brun (1745–1816). Fyrsta erindið hljóðar svo: Lát þennan dag, vor Drottinn, nú oss dýran ávöxt færa. Ó, besti faðir, blessa þú vorn barnahópinn kæra. Nú frammi fyrir þér, vor faðir, stöndum vér, þín eldri’ og yngri börn, þín elska líknargjörn vor hjörtu virðist hræra. Þessi sálmur er mörgum einkar kær og hefur lengi verið sunginn við fermingar í kirkjum landsins. Mun raunar erfitt að finna þá fermingar- athöfn, að hann hafi þar ekki verið um hönd hafður. Það eru því ólítil tíðindi ef sálmurinn skal burt úr sálmabókinni; ég sel það ekki dýrar en ég keypti. En sé þetta rétt, er hætt við að fleira gott verði látið fjúka. Nú er það engin nýlunda og raun- ar sjálfsagt, að sumir gamlir sálmar víki fyrir nýjum. Í nýrri Sálma- bók íslensku kirkjunnar verður væntanlega fjöldi nýrra sálma. En sporin hræða. Löngu látinn prófastur lét svo um mælt í ævi- minningum sínum: „…harmaði ég það, hvernig tókst til með sálmabókina síðustu, að nefndarmenn ráku úr bókinni sumar perlur séra Matthías- ar til þess að tylla glertölunum sín- um í þeirra stað.“ Vinur minn gamall sagði við mig: „Ósköp er eitthvað lítill kristin- dómur í þessum nýju sálmum núna; þetta er mestallt um sólina, fuglana og blómin. Næstum, að manni detti í hug vísan eftir danska mjólkurfræð- inginn: Blessuð litla lóan labbar út á tún. Og ég labbar líka, labbar eftir hún.“ Lát þennan dag, vor Drottinn, nú Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » Þessi sálmur er mörgum einkar kær og hefur lengi verið sunginn við fermingar í kirkjum landsins. Höfundur er pastor emeritus.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.