Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 2. M A Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  110. tölublað  104. árgangur  AÐ VERÐMÆTI 30 MILLJÓNIR HVER!51.000 VINNINGAR DREGNIR ÚT Á ÁRINU! GLEÐUR GESTI MEÐ LEIK UM GRÁSKINNU HOPANDI MARKAÐS- RISAR ÓTTAR GÆGIST UNDIR REKKJUVOÐIR VIÐSKIPTAMOGGINN FRYGÐ OG FORNAR HETJUR 12GEIR KONRÁÐ 14 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fyrirtæki hér á landi þurftu að af- skrifa útistandandi viðskiptakröfur upp á 5.455 milljarða kr. eða hálfa sjöttu billjón á aðeins þremur árum um og eftir hrunið, þ.e.a.s. frá 2008 til 2010. Til samanburðar var landsfram- leiðslan um 1.860 milljarðar á árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá Ríkisskattstjóra, í Tíund, frétta- blaði embættisins. Þó að afskriftir hafi minnkað mikið voru þær 102 milljarðar á árinu 2013 og 20 millj- arðar árið 2014. Í greininni, sem byggð er á skoðun á nýjustu skattframtölum fyrirtækja, segir að rekstur virðist vera að færast í eðlilegt horf og rekstrartekjur fyr- irtækja aukist þó að enn vanti tæpa 739 milljarða upp á að tekjurnar nái tekjum ársins 2007. Fram kemur að samanlagt greiddu fyrirtæki 2,7 milljarða í gjafir og framlög til menningarmála á árinu 2014. Gagnrýna notkun skattaskjóla Í Tíund fara Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri hörðum orðum um aflandsfélög og notkun skattaskjóla í leiðara sem ber yfirskriftina Aflandsbælin. Segja þeir að nú sé að koma skýrar í ljós en áður að íslenskir athafnamenn hafi ekki dregið af sér við að fela fjármuni og eignarhald fyrir íslenskum yfirvöld- um. „Svo virðist sem ekki aðeins skattyfirvöld hafi verið blekkt, heldur einnig samkeppnis- og fjármálayfir- völd,“ segja þeir. Þegar yfirvöld kröfðust óþægilegra upplýsinga hafi gjarnan verið „gripið til gamalkunn- ugra aðferða, tefja, fara undan í flæmingi, jafnvel að gera yfirvöld tor- tryggileg og þegar öll sund lokast að hóta starfsmönnum skattyfirvalda“. Hálf sjötta billjón afskrifuð  Fyrirtæki greiddu 2,7 milljarða í gjafir og til menningar 2014  „Aflandsbælin“ gagnrýnd í Tíund þar sem sagt er að starfsmönnum skattyfirvalda hafi verið hótað MGreiddu 215 milljarða í arð »18 Á tjaldsvæðinu í Laugardal er hvítskeggjaður maður á sjötugsaldri, Ed Arnold, að gera sig kláran fyrir ferðalag um Ísland, nýkominn hingað frá Bandaríkjunum. Ætlun hans er að ganga hringinn í kringum landið með allt sitt hafurtask í lítilli barnakerru. „Mér finnst þetta frábær ferðamáti og ég er sko ekkert að flýta mér,“ segir Ed, en hann á bókað flug heim til Oregon í byrjun ágúst. Hann segist hafa gengið um flest ríki Bandaríkj- anna en eiga það til að taka lestina þess á milli. Ísland er fyrsta landið sem hann heimsækir í þessum tilgangi. „Ég ætlaði að ganga Jakobsveginn á landamærum Frakklands og Spánar en eftir kynningarfund sá ég að þar var allt of margt fólk. Hér ætti ég að hafa meiri frið,“ segir hann og hlær. Íslandsganga með hafurtaskið í barnakerru Morgunblaðið/Golli Gönguhrólfur hætti við að ganga Jakobsveginn og sótti í friðsældina á Íslandi  „Undanfarna mánuði höfum við orðið vör við aukinn fjölda til- kynninga um svikastarfsemi frá viðskipta- vinum okkar,“ segir Siggeir Vil- hjálmsson, for- stöðumaður viðskiptalausna fyrir- tækja hjá Landsbankanum. Vísar hann í máli sínu til þess að óprúttnir einstaklingar notist nú við tölvupóstföng sem líkist póst- föngum yfirmanna þess fyrirtækis sem verið er að blekkja til að fá starfsmenn til að millifæra peninga yfir á bankareikning svikarans. »ViðskiptaMogginn Vara við svikastarf- semi í tölvupósti  Fiskistofa ætl- ar framvegis að birta ársfjórð- ungslega upplýs- ingar um hlutfall íss í lönduðum afla hjá nafn- greindum vigtunarleyfis- höfum og veiði- skipum. Búast má við að þetta verði gert strax í lok sumars, að sögn Eyþórs Björnssonar fiski- stofustjóra. Jafnframt verða birtar upplýs- ingar um íshlutfall þegar vigtun afla og íss fer fram að viðstöddum eftirlitsmanni Fiskistofu. Svo virð- ist sem nærvera eftirlitsmanns geti haft áhrif á skráð íshlutfall. »4 Nafngreina báta og þá sem vigta aflann  Í síðasta mán- uði var auglýst eftir 115 týndum hundum á ýms- um vefsíðum. Guðfinna Krist- insdóttir, sem hefur umsjón með vefsíðunni Hundasam- félagið, hefur tekið saman slíkar auglýsingar og m.a. komist að því að flestir hundar týnast á laugar- dögum. Talsverður munur er á því gjaldi sem sveitarfélög taka fyrir að handsama hunda og er stundum hærra gjald fyrir „síbrotahunda“ sem týnast oft. »4 Flestir hundar týn- ast á laugardögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.