Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 12.05.2016, Qupperneq 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2016 Soffía Auður Birgisdóttir ver doktorsritgerð sína við íslensku- og menningar- deild Háskóla Ís- lands sem nefnist Ég skapa – þess vegna er ég. Sjálfsmyndir, sköpun og fagur- fræði í skrifum Þórbergs Þórðarsonar í dag kl. 13 í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðal- byggingu. Andmælendur eru dr. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, pró- fessor við Háskóla Íslands, og dr. Jürg Glauser, prófessor við Háskól- ann í Zürich. Dr. Gunnþórunn Guð- mundsdóttir, varaforseti íslensku- og menningardeildar, stjórnar at- höfninni. Rannsóknartilgáta ritgerðar- innar er sú að með skrifum sínum hafi Þórbergur kynnt til sögunnar nýja tegund bókmennta á Íslandi, bókmenntagrein sem sterk rök eru fyrir að kenna við skáldævisögu, og hafi þannig haft mikil áhrif á ís- lenskar bókmenntir, ekki síst frá- sagnarbókmenntir síðastliðinna tuttugu ára. Rýnt er meðal annars í hinar fjölbreyttu sjálfsmyndir Þór- bergs. Soffía Auður Birgisdóttir Doktorsvörn Soffíu Auðar um skrif Þórbergs Í síðustu viku var opnuð í hinu virta Tibor de Nagy-galleríi í New York sýning á verkum tveggja íslenskra listakvenna. Sýnd voru verk úr dán- arbúi Louisu Matthíasdóttur (1917- 2000), sem galleríið annast um, og ný verk eftir Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson, sem starfar bæði í Clevel- and í Bandaríkjunum og hér á landi að handlituðum vefnaðarmálverkum sínum. Fjöldi gesta mætti á opnun sýn- ingarinnar og virtu þeir fyrir sér verk sem Hildur hefur ofið úr hand- lituðu silki og sækir listakonan myndefnið í íslenska náttúru. Eftir Louisu voru sýnd verk frá níunda og tíunda áratugnum þar sem mynd- efnið var sótt til íslensks landslags og Reykjavíkur. Sýna verk Hildar og Louisu Morgunblaðið/Ásdís Sýning Bæði stór og lítil verk eftir Louisu voru til sýnis á veggjum Tibor de Nagy gallerísins í New York. Verk Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson stendur við verk sín og spjallar við gesti sýningarinnar. Verkin kallar Hildur málverk þó að þau séu ofin á vefstól. List Fjölmennt var á opnuninni og mætti Temma Bell (fyrir miðju), dóttir Louisu. Íslenskt landslag var áberandi í verkum sýningarinnar.  Verkin sýnd hjá Tibor de Nagy í New York Hljómsveitarstjórinn JoAnn Fall- etta og píanóleikarinn Orion Weiss, sem eru í hópi virtra tónlistarmanna vestanhafs, koma fram á tónleik- unum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í kvöld kl. 19.30. Gagnrýnandi The New York Tim- es hefur sagt Falletta einn besta stjórnanda sinnar kynslóðar. Hún er aðalstjórnandi Fílharmóníuhljóm- sveitarinnar í Buffalo og Sinfóníu- hljómsveitar Virginíu. Píanóleikarinn Orion Weiss leikur einleik í hinu sívinsæla verki George Gershwin, Rhapsody in Blue. Hann hefur komið fram með öllum helstu hljómsveitum Bandaríkjanna og er annálaður fyrir fágaðan og listræn- an flutning sem hefur aflað honum alþjóðlegrar viðurkenningar. Rhapsody in Blue er eitt af merk- ustu bandarísku tónverkum 20. ald- arinnar. Forleikur Leonard Bern- stein að óperettunni Candide sem einnig verður fluttur á tónleikunum hefur verið vinsælt upphaf tónleika frá frumflutningi hans árið 1956. Önnur verk á efnisskránni eru Þrír dansþættir úr On the Town eftir Bernstein, Adagio fyrir strengi eftir Barber og Appalachian Spring eftir Aaron Copland . Stjórnar banda- rískum verkum Stjórnandinn JoAnn Falletta er sögð með helstu stjórnendum í dag. ANGRY BIRDS 3:50, 5:50 ÍSL.TAL ANGRY BIRDS 3D 4:15 ÍSL.TAL ANGRY BIRDS 5:50, 8 ENS.TAL BAD NEIGHBORS 2 8, 10 CAPTAIN AMERICA 7,10 RATCHET & CLANK 3:50 ÍSL.TAL MAÐUR SEM HEITIR OVE 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 3:50 TILBOÐ KL 3:50 TILBOÐ KL 4:15 á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.