Orð og tunga - 01.06.2011, Side 112

Orð og tunga - 01.06.2011, Side 112
102 Orð og tunga jafnvel fyrr) ekki lengur hvernig tvíkvæða myndin hafði áður verið borin fram, þ.e. hvort hún hafði framburðinn [ijarn] eða [eearn] (sbr. nmgr. 20). Hreinn Benediktsson (1972:155-59) skýrir vafann um hvort réttara hafi verið að tengja hið framgómmælta hálfsérhljóð stígandi tvíhljóða við hljóðgildi atkvæðisbærs i [i] eða e [e] þannig að nálægt sérhljóð og miðlægt sérhljóð hafi ekki verið aðgreind hljóðkerfislega í þessari stöðu. Hann treystir orðum höfundar fyrir því að hin tvíkvæða mynd orðsins iárn hafi verið borin fram með miðlægu e í framstöðu en ekki i. Hann gerir því ráð fyrir myndinni earn20 sem við samdrátt hafi orðið aðjárn. Til stuðnings þessari skoðun nefnir hann að í elztu handritum er hið framgómmælta hálfsérhljóð stígandi tvíhljóða stundum ritað e, sbr. t.d. <eafn> og <fealfr> í Islenzku hómilíubókinni (Sthm perg 15 4to, frá um 1200). Aðrir málfræðingar hafa einnig lagt trúnað á orð höfundar FMR og reikna því með að forníslenzka hafi haft hina mál- raunverulegu mynd éarn (earn). Miklu líklegra er þó að hér sé einungis um ritháttarfyrirbæri að ræða. Skýring þess að höfundur kýs að rita orð eins og iárn og iór með e í stað i, þ.e. <eárn>, <eór>, er sennilega sú að hér gæti áhrifa frá orð- myndum eins og féar, séa, séom og tréom sem við samdrátt urðu að fiár, siá, sióm ('sjáum') og trióm ('trjám'). Þessi samdráttur virðist almennt hafa orðið á fyrri hluta 12. aldar (sbr. Bugge 1891:391-401, einkum 394 o.áfr.) og því hefur höfundur þekkt mörg dæmi bæði ósamandreg- inna og samandreginna mynda. Hann vissi sem sé að iá og ió voru oft orðin til úr éa og éo. Þá má gera ráð fyrir að sökum íhaldssemi í stafsetningu hafi margir haldið gömlum rithætti orðmynda eins og féar, séa og tréom eftir að þær höfðu dregizt saman ífiár, siá og trióm. Og úr því að hálfsérhljóðið [j] í stígandi tvíhljóðum eins og iá og ió var oft ritað e mátti alhæfa þessa ritun þannig að hún næði til allra stígandi tvíhljóða sem hófust á [j], óháð uppruna þeirra. Afleiðingin var þá sú að orðmyndir eins og iárn, gigf ogfliótr, þar sem iá var orðið til við samdrátt úr ía, íq orðið til við klofningu úr e og ió hafði þróazt 20 Þetta er annar ritháttur fyrir éarn sem stafar af því að í norrænu var hljóðkerfislega langt áherzlusérhljóð í stöðu á undan öðru sérhljóði bragfræðilega stutt. Orð- myndir eins og búa og séa höfðu því tvö stutt atkvæði. Þetta skýrist af því að seinni móra langa áherzlusérhljóðsins myndaði skriðhljóð á milli fyrri mórunnar og eftirfarandi sérhljóðs; þetta skriðhljóð var stuðull síðara atkvæðisins (búa = /bua/ [bu.ua], séa = /séa/ [se.ga]. - í útgáfu sinni af FMR hefur Hreinn (1972:222) myndina earn (án lengdarmerkis yfir a-inu) í stað eárn. Greinilegt er að höfundur ritgerðarinnar á við samandregnu myndina (iárn), en ekki hina ósamandregnu, og því er rétt að rita eárn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.