Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 112
102
Orð og tunga
jafnvel fyrr) ekki lengur hvernig tvíkvæða myndin hafði áður verið
borin fram, þ.e. hvort hún hafði framburðinn [ijarn] eða [eearn] (sbr.
nmgr. 20).
Hreinn Benediktsson (1972:155-59) skýrir vafann um hvort réttara
hafi verið að tengja hið framgómmælta hálfsérhljóð stígandi tvíhljóða
við hljóðgildi atkvæðisbærs i [i] eða e [e] þannig að nálægt sérhljóð
og miðlægt sérhljóð hafi ekki verið aðgreind hljóðkerfislega í þessari
stöðu. Hann treystir orðum höfundar fyrir því að hin tvíkvæða mynd
orðsins iárn hafi verið borin fram með miðlægu e í framstöðu en ekki
i. Hann gerir því ráð fyrir myndinni earn20 sem við samdrátt hafi orðið
aðjárn. Til stuðnings þessari skoðun nefnir hann að í elztu handritum
er hið framgómmælta hálfsérhljóð stígandi tvíhljóða stundum ritað
e, sbr. t.d. <eafn> og <fealfr> í Islenzku hómilíubókinni (Sthm perg 15
4to, frá um 1200). Aðrir málfræðingar hafa einnig lagt trúnað á orð
höfundar FMR og reikna því með að forníslenzka hafi haft hina mál-
raunverulegu mynd éarn (earn).
Miklu líklegra er þó að hér sé einungis um ritháttarfyrirbæri að
ræða. Skýring þess að höfundur kýs að rita orð eins og iárn og iór með
e í stað i, þ.e. <eárn>, <eór>, er sennilega sú að hér gæti áhrifa frá orð-
myndum eins og féar, séa, séom og tréom sem við samdrátt urðu að fiár,
siá, sióm ('sjáum') og trióm ('trjám'). Þessi samdráttur virðist almennt
hafa orðið á fyrri hluta 12. aldar (sbr. Bugge 1891:391-401, einkum 394
o.áfr.) og því hefur höfundur þekkt mörg dæmi bæði ósamandreg-
inna og samandreginna mynda. Hann vissi sem sé að iá og ió voru
oft orðin til úr éa og éo. Þá má gera ráð fyrir að sökum íhaldssemi í
stafsetningu hafi margir haldið gömlum rithætti orðmynda eins og
féar, séa og tréom eftir að þær höfðu dregizt saman ífiár, siá og trióm.
Og úr því að hálfsérhljóðið [j] í stígandi tvíhljóðum eins og iá og ió
var oft ritað e mátti alhæfa þessa ritun þannig að hún næði til allra
stígandi tvíhljóða sem hófust á [j], óháð uppruna þeirra. Afleiðingin
var þá sú að orðmyndir eins og iárn, gigf ogfliótr, þar sem iá var orðið
til við samdrátt úr ía, íq orðið til við klofningu úr e og ió hafði þróazt
20 Þetta er annar ritháttur fyrir éarn sem stafar af því að í norrænu var hljóðkerfislega
langt áherzlusérhljóð í stöðu á undan öðru sérhljóði bragfræðilega stutt. Orð-
myndir eins og búa og séa höfðu því tvö stutt atkvæði. Þetta skýrist af því að
seinni móra langa áherzlusérhljóðsins myndaði skriðhljóð á milli fyrri mórunnar
og eftirfarandi sérhljóðs; þetta skriðhljóð var stuðull síðara atkvæðisins (búa =
/bua/ [bu.ua], séa = /séa/ [se.ga]. - í útgáfu sinni af FMR hefur Hreinn (1972:222)
myndina earn (án lengdarmerkis yfir a-inu) í stað eárn. Greinilegt er að höfundur
ritgerðarinnar á við samandregnu myndina (iárn), en ekki hina ósamandregnu,
og því er rétt að rita eárn.