Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Síða 47
S t o l n a r s t u n d i r
TMM 2008 · 4 47
loftnetsgreiðu á ryðguðu bárujárnsþaki. Fyrir neðan myndina stóð
þessi texti:
Himinninn var þungbúinn. Þeir biðu þar til ég smellti af. Á því augnabliki
þyrluðust þeir upp í loftið eins og óljós minning, röðuðu sér upp í oddaflug og
flugu burtu eins og tíminn. Golan strauk mér um vangann og loftið angaði af
ekki neinu sérstöku. Mér fannst ég bæði hafa fundið og glatað því sem ég þrái.
Það bjó í vængjaslætti fuglanna.
Fleiri áþekkar ljósmyndir og smátextar voru fyrir neðan.
Hann átti að halda sig við þetta. Bíltúrar, ljósmyndir, kaffihús,
fartölva og blogg. Eitthvað sem vakti ekki of mikla eftirtekt. Það
hafði ekki verið klókt að fara uppáklæddur á Hótel Holt þó að
vissulega hefði hann notið þess að sitja þar einn innan um lista-
verkin á veggjunum og ókunnuga matargestina og velta upp í hug-
anum mismunandi möguleikum á því hver hann sjálfur gæti
verið. En það var sérstaklega vandræðalegt að Ása skyldi hafa séð
hann.
Vinnuskyldan á þýðingastofunni fólst eingöngu í þeim verk-
efnum sem honum var úthlutað á hverjum morgni; það var engin
sérstök viðveruskylda. Áður hafði hann unnið sem hugmynda-
smiður á auglýsingastofu og fundist hann vera í vinnunni allan
sólarhringinn, í svefni sem vöku. Hann hafði byrjað á þýðingastof-
unni fyrir tæpu ári og þar opnaðist skyndilega fyrir þessi frítíma-
tækifæri. Hann var hraðvirkur, hélt sig stíft að verki í vinnunni og
sleppti oftast matartímanum í hádeginu. Þess vegna var hann
búinn að vinna um þrjúleytið, jafnvel allt að þrisvar í viku. Þar
með hafði hann eignast tíma sem hann gat varið fyrir sjálfan sig.
Átt stundir þar sem hann var hvorki þýðandi á þýðingastofu né
heimilisfaðir. Þar sem hann var enginn sérstakur og nú-ið var
óendanlega djúpt í gagnsleysi sínu.
Núna var Ása búin að spilla þessu. Það hafði ekki verið ætlun
hans að fjarlægjast hana, a.m.k. ekki að láta hana verða þess vara.
En þegar hann var heima á kvöldin hugsaði hann um næstu leyni-
bloggstundir, hún skynjaði hvað hann var fjarlægur og fylltist
sífellt meira óöryggi og tortryggni.
Drengurinn brosti til hans. „Hæ, má ég fara í tölvuna?“
„Eftir matinn, ekki núna, ég er í tölvunni.“