Morgunblaðið - 21.12.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.12.2016, Qupperneq 8
Þ að var þannig að ég var oft með fjölskylduna í mat á gamlárs- kvöld og stundum vorum við að tala um hvað við ætluðum að gera á næsta ári. Árið 2006 keypti ég stílabók og bað alla fjölskylduna að skrifa eitthvað sem þau lang- aði að gera á næsta ári, alveg sama hversu ómerkilegt það væri. Allir skrifuðu og ég lét bókina inn í skáp og leit aldrei á hana,“ segir Aðalheiður. Allt árið 2007 var stílabókin geymd inni í skáp þangað til hún var tekin fram í næsta gamlársboði. „Næsta ár tók ég bókina upp og las upphátt hvað hver hefði skrifað og það var rætt fram og til baka hvað fólk hafði gert og ekki gert. Eftir þetta varð það að hefð að skrifa í bókina og allir bíða spenntir eftir þessu,“ segir hún og bætir við: „Það sem kom á óvart var að allir urðu duglegri við að gera sem þeir höfðu skrifað.“ Stílabókin sem býr alltaf til góða stemningu Aðalheiður Ingadóttir kom óvart upp ómissandi áramótasið þegar hún keypti stílabók árið 2006. Óskir eiga það nefnilega til að rætast þegar þær eru skrifaðar niður. Marta María | martamaria@mbl.is Aðalheiður Ingadóttir. gjöf . Til dæmis tíma. Til að vera með sjálf- um sér á uppbyggjandi námskeið fyrir lík- ama og sál eða loforð um 20 mínútur dag- lega í þögn. Það er líka hægt að gefa sjálfri sér að jólin í ár séu streitulaus og pakka fullkomnunaráráttunni niður í kassa og setja upp á loft. Þú getur alltaf náð í hana aftur ef þú þarft á henni að halda. Mundu að skrifa niður það sem þú gefur og pakka inn í jólapappír. Endurunninn að sjálf- sögðu. Tölum aðeins um mat og sykur. Það er almennt við- urkennt að með jólaæðispakkanum fylgir fríkort til að borða hvað sem er og hvenær sem er. Engrar spurn- ingar spurt um hollustu, uppruna eða nytsemi fyrir líkamann. Það eru sterkir kraftar á kreiki og getur verið afar erfitt að ögra; „þetta erum við vön að gera um jólin“. Við dettum í það saman: jólasmákökur, jólarandalínur, jólakonfektið, jólaölið, jólabjórinn og jólaskinkuna og jólasteikina og í allt hitt jóla mig hér og jóla mig þar! Æ! ég segi þetta með bros á vör og frá kærleiksríku hjarta. En engu að síður með smá alvöru því mér er kunnugt um ekki fáar innlagnirnar á bráðavaktina sökum ofáts! En magakveisurnar, uppþemban, brjóstsviðinn og hægða- teppurnar, í fylgd með ógleði og ónotum sem enda í lang- legu á sófanum, allt annað en kósítíma á klósettinu, eru miklu fleiri. V eturinn er kominn og með honum fylgja blessuð jólin sem mér þykir allt- af svo vænt um. Ég elska öll kósíheitin, jólaseríurnar úti um allt og konfekt í hverri skál. „Jólaæðið“ með tilheyr- andi kaupæði og sykuræði stimplar sig inn og fer á flug á núll einni. Mér finnst það ekki alveg eins sjarmerandi, en það er bara ég. Sennilega er það jóginn í mér sem spornar við græðginni og leitar í nægjusemina og sem er reyndar erindi mitt í þessum pistli. Jógi eður ei, er ekki einmitt nægjusemin ágæt að hafa með í veganestið, eða alla vega á bak við eyrað, svona fram að áramót- um til að byrja með? Það er dásamlegt að gefa. Reyndar er til á vís- indum byggð innistæða fyrir því, að það gerir okkur hamingjusöm. Hvað maður þarf að gefa mikið til að tryggja hamingjuna virðist ekki vera eins mikilvægt og hugarfarið og tilgangur með gjöfinni en sá gjörningur framkallar ham- ingjuboðefnin í heilanum. Það er ekki endilega gefið, að jólagjafir fram- kalli gleði og hamingju, hvorki hjá gefanda né þiggjanda. Hver þekkir ekki að æða í búðir á síðustu stundu og kaupa eitthvað tilfallandi og allt of dýrt og hver þekkir ekki að sitja uppi með einhvern hlut eða flík sem okkur langar ekkert í eða hvað þá höfum not fyrir. Gerum uppreisn – gefum okkur sjálfum ró Spurningin er hvort við ættum að vera huguð í ár og gefa með meðvitund. Sleppa kaupæðinu, gefa minna og setja alúð í að velja gjöfina. Gefum til dæmis einungis endurnýtt, notað eða „fair trade“. Gott súkkulaði eða vítamín. Spennandi matar- uppskrift og allt í hana. Ullarsokka eða fallegt ljóð. Kort í jóga eða bíómiða. Og hvernig væri að skrifa alvöru jóla- kort? Svo finnst mér alltaf góð hugmynd að gefa sjáfum sér Gerum uppreisn – gefum okkur sjálfum ró Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti veit hvernig við eigum að komast í gegnum jólin án þess að líða illa líkamlega. Í þessum pistli gefur hún þeim góð ráð sem vilja setja heilsuna í fyrsta sæti. Marta María | martamaria@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg 8 Jólablað Morgunblaðsins Sérhönnuð og myndskreytt spil þar sem hver tegund hefur sinn einkennislit. Innblástur myndskreytinga er sérstaða íslensku dýranna. Spilin eru hönnuð bæði fyrir rétt- og örvhenta. Þau koma í gjafaumbúðum ásamt bæklingi á íslensku, ensku og frönsku með ýmsum fróðleik um dýrin og fjölbreytta notkun spilanna. Spilin alltaf geymd á sínum stað! – Sérhannaður kubbur fylgir með í pakkanum. Falleg og einstök íslensk hönnun sem fæst aðeins á cooldesign.is og á POP-UP markaði 10. des í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Spilaðu með einstökum íslenskum spilum  Byrjaðu daginn með glasi af vatni og safa úr ½ sítrónu eða 1 msk. af eplasíder-ediki.  Hugsaðu vel um flóruna og taktu daglega góða gerla; ég tek sjálf Probi Mage LP299v. Þegar þú „dettur í það“ og borðar þungan mat, taktu hann þá 2-3 sinnum á dag.  Drekktu staup af sykurlausum ananas- og greipávaxtasafa. Hann auðveldar þér meltingu á þungum og fituríkum mat.  Drekktu 1,5 -2 l af vatni daglega. Hafðu það með þér.  Hafðu einn dag í viku fljótandi dag á súpum og söfum.  Hreyfðu þig. Ef þú gerir það alla vega 5 sinnum í viku, t.d. jóga, gönguferðir, sund eða fitness, þá get- urðu leyft þér meira af jólagottinu.  Taktu meðvitundina og hjartað með í ráðum í vali á jólagjöfum í ár.  Slökktu á jólaseríunum á nóttunni. Fyrir jörðina.  Og ekki gleyma að njóta. Það er dásamlegur tími fram undan og hann verður það ef þú ákveður það. Hér fylgja nokkrar fyrirbyggjandi ráðleggingar sem gagnast þér strax, bæði líkamlega og andlega. Klipptu þær út og festu á ísskápinn. Probi Mage meltingargerlar.  Ætla að vera duglegri að hringja í fólk  Hætta að borða majónes  Eyða meiri pening og vera skemmtilegri  Skjóta 9 tófur  Nota ekki setninguna „ég er að hugsa um“  Fara í detox til Jónínu Ben  Vinna í lottó  Sleppa að sofa í rúmi í mánuð  Labba sem oftast úr og í vinnu Þegar Aðalheiður er spurð út í ára- mótaheitin fyrir 2017 stendur ekki á svarinu. „Taka allverulega til í fataskápnum, fara til Raufarhafnar í þrjá daga, kaupa mér nýjan síma því ég er með eldgamlan Nokia, bjóða oftar fólki í mat og fara á námskeið.“ Nokkur dæmi sem hafa verið skrifuð af mismunandi fjölskyldumeðlimum:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.