Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 84

Morgunblaðið - 21.12.2016, Síða 84
Hafsteinn og Karitas lærðu að meta góða osta og vín þegar þau voru í námi á Ítalíu. og lyktin af mandarínunum og jólakertunum sem skapa þessa yndislegu jólaupplifun á okkar heimili. Það er kannski einna helst hægt að sjá hversu mínímalískur stíllinn minn er á nýja aðventustjakanum sem er að koma í búðir á næstu dögum,“ segir hún. Karitas og Hafsteinn Júlíusson, eiginmaður hennar og vinnufélagi, fluttu á árinu og í ár verða jólin svolítið öðruvísi en oft áður. „Við fjölskyldan erum að halda okkar fyrstu jól saman núna í ár. Við höfum annars alltaf skipst á að vera hjá foreldrum mínum og síðan hjá tengdaforeldrum mínum, sem hefur verið svo skemmtilegt. En okkur fannst vera kominn tími til að byrja okkar eigin jól með þeim hefðum sem við elskum mest. Svo ég er að fara að leggja í fyrsta skiptið á mitt eigið jóla- borð. Ég keypti ofsalega fallegar hörservíettur og kerti í Kaupmannahöfn sem passa svo vel við fallegu Royal Copen- hagen-diskana okkar. Ætli ég muni ekki hafa fallegar greinar í vasa úr garðinum frá mömmu og pabba og skreyta borðið með könglum og kertum,“ segir hún. Hvað finnst þér skipta máli þegar þú leggur á borð? „Mér finnst alveg ótrúlega gaman að leggja fallega á borð og ef ég er með matarboð er það oft það fyrsta sem ég geri áð- ur en við byrjum að elda. Að taka smá tíma í að leggja á borðið með servíettum, kert- um, einhverju lifandi í vasa eða smá skrauti finnst mér jafn mikilvægt eins og að elda matinn. Okkur hjónunum finnst al- veg ótrúlega gaman að vinna í eldhúsinu og gera mat fyrir okkur og aðra og það er alltaf stór hluti af þessu að gera borð- ið fínt. Að setjast við fínt borð er fyrsti þátturinn af góðri mat- arupplifun.“ Ertu að safna stelli? „Ég er að safna Royal Copenhagen, sem mér finnst svo fal- legt og klassískt og hentar að mínu mati svo vel sem bæði sparistell og hversdags.“ Karitas lagði á borð með Royal Copenhagen-stellinu sem selt er í Kúnígúnd. Svörtu stjakarnir eru frá Postulínu en hnífapörin eru úr Casa sem og glösin. Karitas og Hafsteinn eru bæði alin upp við það að það sé aspassúpa í forrétt og hamborgarhryggur í aðalrétt. „Svo hef ég lært að gera æðislegan Toblerone-ís af tengda- móður minni sem er alveg ótrúlega ljúffengur. Svo þetta verð- ur eldað á okkar heimili á aðfangadag.“ Hvað finnst þér best við jólin? „Bara allt sem tengist jólunum finnst mér æðislegt. En að pakka inn jólagjöfunum finnst mér alveg ótrúlega skemmtilegt og notalegt með góðri tónlist og kannski einu púrtvínsglasi, en ég hef lært svo mikið af mömmu minni sem hefur alltaf nostr- að svo við hvern einasta pakka og gerir þá því að listaverki undir trénu. En auðvitað er það besta við jólin að vera í rólegheitum með fjölskyldu og vinum og borða góðan mat. Svo er þetta bara tími sem ég hef alltaf elskað, því frá því ég var lítil höfum við alltaf haft svo skemmtilegar hefðir sem að gera jólin að þess- um dásamlega tíma. Í minni fjölskyldu hefur til dæmis alltaf verið hefð að fá „pabbabrauð“ með hangikjöti og heitt súkku- laði með rjóma á Þorláksmessu meðan klárað er að pakka inn síðustu pökkunum og jólatréð skreytt. Þetta brauð hefur verið hefð hjá fjölskyldu mömmu minnar um jólin í tugi ára því langamma mín hún Úlfhildur gerði þetta alltaf í gamla daga en svo tók pabbi brauðið í sínar hendur á okkar heimili. En þetta bragð er jólin fyrir mér! Svo eftir að ég kynntist Hafsteini hef- ur dásamlegi Toblerone-ísinn verið eitt af því sem ég hlakka mikið til að fá yfir jólin því hann gerum við bara á þessum tíma. Svo er þetta bara þessar góðu stundir sem maður á með vinum með góðu víni eða glöggi og piparkökum með gorgon- zola-osti. Það lærðum við hjónin á Ítalíu meðan við bjuggum þar og höfum verið svo hrifin af síðan. Furðuleg en alveg ofsa- lega góð blanda, mæli með!“ „Að pakka inn jólagjöfunum finnst mér alveg ótrúlega skemmtilegt og notalegt með góðri tónlist og kannski einu púrtvínsglasi.“ ❄ 84 Jólablað Morgunblaðsins Toblerone-jólaís ½ l rjómi 4 eggjarauður 1 bolli púðursykur 100 g Toblerone Þeytið rjómann og setjið í skál. Stífþeytið svo eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman. Brytjið 100 g af Toblerone og bætið varlega út í blönduna. Hrærið síðan rjóman- um varlega saman við. Hafið svo í frysti í a.m.k. sólarhring. Setjið á fallegan disk og skreytið með Toblerone og granatepli eða ávöxtum eftir smekk. Toblerone-ísinn er ómissandi hluti jólanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.