Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Qupperneq 12
Teikning: Anna Borg Waltersdóttir■, 29 ára. Myndirnar með greininni prýða jólakort scm Umsjónarfélag einhverfra gefur út fyrir jólin í ár. þeir hafi tilfinningu fyrir að hafa stjórn á aðstæðum og lífi barnsins (Baine og fh, 1995). Áhrif fötlunar á fjölskylduna Líðan Að eiga barn með fötlun og takast á við það í daglegu lífi vekur hjá foreldrum margþættar tilfinningar. Mæðurnar töluðu um að það að eiga barn með fötlun sé erfitt en |»ví fylgi jafnframt mikil gleði. Einnig að hver þroskaáfangi, sem þær töldu sjálfsagðan hjá heilbrigðum börnum, væri mikill sigur hjá fatlaða barninu. „Þetta er búið að vera gleði og sorg því svona börn gefa manni mjög mikið t.d. fyrstu skrefin og allt þetta... þau eru yndisleg hjá öUum en maður er ennþá hamingjusamari þegar það tekur fyrstu skrefin eða rífur út ár skápum. Þá var það áberandi að mæðurnar töluðu um mikið álag og þreytu sem skapast af því að annast barnið. Flestar mæðurnar töluðu um dofa og sljó- leika samfara þessu mikla álagi, einkum í tengslum við það þegar fötlun barnsins var að koma í ljós. „Maður verður svona dofinn...svo man ég þetta úr rœðunni [lœknisinsj að sum börn með heila- skemmd gœtu orðið góð á píanó... “ I samanburðarrannsókn, sem gerð var árið 1993 á streitu foreldra, kom í Ijós að foreldrar fatlaðra barna eru undir ineira álagi en foreldrar ófatlaðra (Dyson, 1993). Vegna þess að fatlað barn er yfirleitt mun háðara umönnun foreldra sinna en ófatlað barn kom fram að tengslin eru mjög sterk á milli þeirra. Mæðurnar töluðu einnig um að eftir fæðingu fatlaða barnsins hefðu framtíðaráætlanir þeirra lireyst og líf þeirra fór að snúast í kringum barnið. Þetta leiddi til þess að mæðurnar voru viðkvæmari gagnvart öllu sem snerti þetta barn og fundu oft fyrir miklu óöryggi varðandi heill»rigði barnsins og mikil óvissa var uin það hvað morgundagurinn bæri í skauti sér. I sama streng taka Beresford (1996) og Cherry (1989). Einnig bætir Cherry við að hluti af varnarháttum sem foreldrar barna með fötlun nota til að komast í gegnum daginn er að þeir búa sig undir það versta en vona það besta. Aðstæður foreldra Allar mæðurnar í rannsókninni töluðu um að þær bæru megin ábyrgð á umönnun barnsins sem leiddi til þess að þær væru mjög bundnar yfir barninu. Ennfremur töluðu þær um þá miklu reynslu sem þær hefðu öðlast og einnig að þær hefðu aðlagast þessum aðstæðum. I fræðilegu efni kemur fram að allur tími og athygli mæðranna beinist að barninu og sérstökum þörfum þeirra sem getur leitt til einangr- unar mæðranna. Auk þess kemur fram að misjafnt sé hvernig fjölskyldur bregðist við áfalli og þeim gangi misjafnlega vel að vinna úr streitu (Able-Boone og Stevens, 1994; Rannveig Traustadóttir, 1994, Cherry, 1989). Stuðningslierfi Fjölskyldur barna ineð fötlun þurfa á stuðningi frá hinu opinbera að halda. Sá stuðningur er óaðskiljan- legur hluti af lífi þessara foreldra og kom þess vegna alloft fram hjá viðmælendunum. Ekki er farið nánar út í þá sálma hér því þetta er bæði flókinn og viða- mikill þáttur sem vert er að taka sérstaklega fyrir. Leiðir til úrbóta Ábendingar til heilbrigðisstaifsfólks Mæðurnar voru flestar sammála um þau atriði sem betur mættu fara í samskiptum þeirra við heilbrigðis- starfsfólk. Ofarlega í huga þeirra var að heilbrigðis- starfsfólk væri meðvitaðra um andlega líðan foreldr- anna. Þessir foreldrar eru oft undir miklu til- finningalegu álagi og eru ekki í stakk búnir til að leita sér sjálfir eftir stuðningi. Þetta er í samræmi við það sem áður hefur komið fram að foreldrar barna með fötlun þurfa vegna álagsins á stuðningi að halda (Able-Boone og Stevens, 1994). Fram kom að mæðurnar þurftu sjálfar að leita eftir þjónustu. Því fannst þeim nauðsynlegt að hafa einhvern samræmingaraðila, sem myndi m.a. veita þeim upplýsingar um þá þjónustu sem þær ættu rétt á. I heimildum benda aðrir foreldrar á slíkt hið sama (Able-Boone og Stevens, 1994; Ingibjörg Auðuns- dóttir, 1996; Sloper og Turner, 1992). Ráðleggingar til annarra foreldra Mæðurnar töluðu um að þegar barnið liggur inni á sjúkrahúsi sé nauðsynlegt að skreppa frá því þær kæniu endurnærðar til baka. Þær lögðu áherslu á nauðsyn þess að heilbrigðisstarfsfólk sé vakandi fyrir 260 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.