Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Síða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Síða 19
fiilA. WíðÍR i Ásta Steinunn Thoroddsen Eins og komið hefurfram í viðtölum við hjúkrunarfrœðinga hér í blaðinu um hina hlið þeirra, er þeim margt til lista lagt. Hér kemur einn þeirra okkur enn á óvart. Asta Thoroddsen, lektor í hjúkrunarfrœði, sem er okkar lielsti sérfrœðingur í sárameðferð, hjúkrunargreiningum og tölvu- vœðingu hjúkrunarskráningar, er jafnframt slíkur listakokkur að sögur fara af. Hún tók vel í að sýna lesendum Tímarits hjúkrunarfrœðinga nýja hlið á sér og ákvað að bjóða saumaklúbbnum sínum í mat svo hœgt vœri að útbúa sœlkeraþátt fyrir blaðið. Þema kvöldsins var „karfa“. Saumaklúbburinn „Mér finnst að eí' ég á að sýna á mér hina hliðina verði ég að gera það með öðrum en hjúkrunarfræð- ingum. I saumaklúbbnum er bara einn hjúkrunar- fræðingur auk mín,“ sagði Asta. Það kom líka á dag- inn að saumaklúbburinn var meira en til í að þiggja matarboð hjá Astu sem yrði lýst í Tímariti hjúkrun- arfræðinga. „Þær skríktu þegar ég spurði þær,“ sagði hún, „þeim fannst þetta svo spennandi. Þemað hjá mér í þessu boði er karfa og allir réttir kvöldsins minna á það.“ 1 saumaklúbbnum hennar Astu eru 8 vinkonur. Upphaf hans má rekja til þess að þrjár þeirra héldu saumaklúbb í barnaskóla. Þó að fjöldi saumafunda væri nokkuð stopull framan af bættist smám saman í hópinn. Það er ekki alveg á hreinu hvenær þær fóru að hittast reglulega en líklega var það einhvern tím- ann á 8. áratugnum. Síðan þá liafa þær hist u.þ.b. á þriggja vikna fresti yfir veturinn, þannig að klúbb- urinn fer einn hring á ári. Eins og gengur og gerist um saumaklúbba fer lítið fyrir handavinnunni en þó kemur fyrir að J)að glamri í prjónum. Þegar J)ær hitt- ast er yfirleitt heimal)akað bakkelsi á borðum, bæði l)rauð og kökur. Það er undantekning að hafa matar- boð eins og Asta gerði að J)essu sinni en stundum eru haldin partý með eiginmönnunum. „Það er enginn opinber metnaður í hópnum en allir mjög duglegir. Mér finnst |)að eiginlega einkenna jieniian hóp. Ein vantreysti bökunarhæfileikum sínum mjög í upphafi en er löngu komin yfir J)að núna,“ sagði Asta. A myndunum hér að ofan eru vinkonurnar í saumaklúbbnum taldar að ofan frá vinstri til hægri: Ásta, Anna Kristín Einarsson, flugfreyja hjá Flug- leiðum, Anna Stefánsdóttir, sem er nú í hvíld frá störfum en starfaði áður hjá Urval-Utsýn, Ásta Frið- jónsdóttir, sem starfar hjá Þroskahjálp, Björg Elling- sen, stjórnarráðsfulltrúi í menntamálaráðuneytinu, Elísabet Olafsdóttir, Ijósmóðir og hjúkrunarfræðing- ur á glasafrjóvgunardeild Landspítalans, Kristín Gísladóttir, sem rekur veitingastaðinn Tilveruna í Hafnarfirði, og Sigrún Guðjónsdóttir, sem starfar hjá Urval-Utsýn. Fjölskyldan Asta býr ásamt eiginmanni sínum Bolla Héðinssyni, og börnunum Sverri 17 ára, Atla 12 ára og Brynhildi 8 ára í Fossvoginum. Elsti sonurinn Einar er lluttur að heiman enda fulltíða maður. Brynhildi finnst hversdagsmaturinn hennar mömmu sinnar góður en ekki gestamaturinn hennar. Ef mannna hennar er með Jiannig mat finnst henni betra að fara út að borða hamborgara með pabba sínum og J)að gerði hún einmitt J)etta kvöld. Feðgarnir sögðust hins vegar vera ánægðir með matinn hjá Ástu. „Hún er ekki of föst í sama farinu og ekki heldur svo róttæk J)annig að manni hregði við í hverri viku,“ sagði Sverrir. Bolli er að sögn viðstaddra einnig liðtækur kokkur. „Eg hef sérhæft mig í ítölsku deildinni,“ sagði hann og í ljós kom að stundum eldar hann tímafreka góm- sæta ítalska rétti. Matreið sluahuginn „Eg hef mjög gaman af að elda fyrir gesti en er ekki sérstaklega mikið fyrir J)að hversdags. Þegar mikið er að gera hjá mér í lífinu og vinnunni flý ég í að bjóða heim fólki. Þetta er einhvers konar varnarháttur. Þegar ég elda er ég að gera eitthvað allt annað. Því önnum kafnari sem ég er J)ví meira hef ég fyrir. Þetta er náttúrlega í hróplegu ósamræmi livað við annað, en svona er J)að nú samt. Mér finnst gaman að lesa uppskriltir og ég prófa yfirleitt eitthvað nýtt á gest- unum. Mér mistekst yfirleitt ekki eldamennskan, TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997 267

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.