Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 22
Aðalréttur
Kjuklingaréttur með hvítlauk
(Pulet aux quarante gousses cPail)
1/2 bolli ólífuolía
4 stilkar sellerí
2 msk.Jint ktippt fersk steinselja
1 msk. estragon
1 kjúktingur, hlutaður í sundur
salt og nýmalaður pipar
1/2 tsk. múskat
40 (fjörutíu) afhýdd hvítlauksrif
1/2 dl. koníak
3/4 bolli hveiti
vatn
Selleríbitarnir, steinseljan og estragon mýkt í
ólífuolíunni (má alls ekki brenna). Tekið af pönnunni
og sett í eldfast ílát með þéttu loki.
Kjúklingabitarnir kryddaðir og steiktir í oliunni á
pönnunni og síðan bætt út í grænmetið. Hvítlauks-
geirunum og koníakinu einnig bætt út í. Ilátinn
lokað, búinn er til þykkur jafningur úr liveitinu og
vatninu og smurt á samskeytin á ílátinu til að þétta
þau vel. Bakað í 190°C heitum ofni í eina og hálfa
klst. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og
brauði (snittubrauði eða ristuðu brauði), sem er
síðan smurt með hvítlauknum og grænmetinu, sem
fór með kjúklingnum í ofninn og eru nú orðin að
bragðmildu, ljúffengu mauki.
270
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73. ÁRG. 1997