Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 44
Erlent sanistaif. Stjórn Félags norska hjúkrunarfrœðinga í heimsókn ó Islandi. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunafræðinga hafa á undanförnum 2 árum m.a. starfað í eftirtöldum nefndum á uegum stjornualda: • Nefnd um framtíðarhróun f íslenska heilbrigðiskerfinu; endurskoðun íslensku heilbrigðisáætlunarinnar. • Nefnd um forgangsröðun f íslenskum heílbrlgðismálum. • Starfshópur um stefnumótun fyrir hcilhrigðisfijonustuna. • Vinnuhópur sem á að skoða starfssuið og starfsleyfi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga • Nefnd sem gera á tillögur um með hvaða hætti best sé að kynna heilbrigðisstéttum og sjúklingum rétt siúklinga. • Nefnd um lifeyrisrétlindi opinberra starfsmanna. 292 Nýlega var tekin ákvörðun um að veita auk þess 45000 kr. til formlegs náms í hjúkrunarfræði úr sjóðnum. Sjá nánar um starfsmenntunarsjóð á bls. 282. A-liluti vísindasjóðs: Allir hjúkrunarfræðingar í félaginu, sem starfa samlcvæmt kjarasamningi þess, eiga rétt á styrk úr A-hluta vísindasjóðs félagsins árlega og er hann greiddur út í mars ár livert. Upphæðin er í réttu hlutfalh við starfshlutfall en hæst um 15000 kr. fyrir þá sem eru í fullu starfi. íbúðir: íbúð félagsins á Suðurlandsbraut í Reykjavílt og íhúðin í Furu- lundi á Akureyri eru leigðar út frá degi til dags hámark viku í senn. Töluvert er sótt í gistingu í þessum íbúðum á vegum félagsins. Hvisnæðið að Suðurlandsbraut er leigt út til félagsstarfa, funda og fræðslu. Fundaraðstaða er þó endurgjaldslaus vegna félagsstarfa hjúkr- unarfræðinga sjálfra. I október 1997 voru bókaðir 20 fundir á vegum fagdeilda og nefnda félagsins. Orlofssjóður: Tilgangur hans er að auðvelda félagsmönnum að njóta orlofa sinna. Hægt er að sækja um orlofsstyrk fyrir 3 tímabil á ári, þ.e. 1. jan. til 30. apríl, 1. maí til 30. september og 1. okt. til 31. des. Umsóknareyðublöð birtast í tímaritinu fyrir hverja úthlutun. Arið 1997 voru 215 orlofsstyrkir til útlilutunar en uinsóknir voru á áttunda hundrað. Samtals voru orlofshús á vegum félagsins leigð lit í 111 vikur yfir sumartímann sl. sumar. Kvennabrekka í Mosfellsbæ er leigð út eins og íbúðirnar og er mikil aðsókn þangað, t.d. er vinsælt að vinnustaðir hittist þar til að liorða og fara í gönguferðir. Félagið á auk þess sumarhús við Ulíljótsvatn og tvö hús í Húsafelli. Hagsmunagæsla Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur m.a. að vera málsvari hjúkrun- ar og lijúkrunarfræðinga. Félagið gætir hagsmuna hjúltrunarfræðinga á tvennan hátt. Annars vegar með því að vinna að framgangi hjúkrunar í stefnumótun og ákvarðanatöku í heilbrigðismálum og hins vegar með því að semja um og tryggja réttindi og kjör félagsmanna gagnvart vinnu- veitanda og yfirvöldum. Starfsáætlun stjórnar, sem samjiykltt var á full- trúaþingi félagsins í maí 1997 - 1999 birtist hér í blaðinu á bls. 298-299. Faglegir hagsmunir Félagið vinnur að liættu heilbrigðisástandi landsmanna með |iví að stuðla að góðri hjúlcrun og betri og hagkvæmari heilbrigðisþjónustu í landinu. Þessi vinna fer fram á breiðum vettvangi í Jijóðfélaginu. Við þróun og stöðuga endurskoðun heilbrigðiskerfisins er mikilvægt að af- staða hjúkrunarfræðinga í hverju máh komi skýrt fram. lljúkrunar- fræðingar verða Jjví að fylgjast vel með og hafa áhrif Jiar sem fjallað er um málefni hjúkrunar. I Jiessu felst mikil vinna sem felst í samráði við hjúkrunarfræðinga og aðrar heilbrigðisstéttir, undirbúningi mála, bréfa- og greinaskrifum, skýrslugerð, fundahöldum og viðtölum við ráðamenn Jiar sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gegnir ómetan- legu hlutverki. Á vegum félagsins liafa margir hjúkrunarfræðingar starfað í nefndum sem vinna að stefnumótun heilbrigðismála á Islandi. Erlend samskipti: Félagið á aðild að Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) og Aljijóðasambandi hjúkrunarfræðinga (ICN). Þátttaka íslenskra hjúkrunarfræðinga í starfi þessara stofnana skiptir máli til að gæta hagsmuna íslenskra hjúkrunarfræðinga á aljijóðavett- vangi. Innan vébanda þeirra íá íslenskir hjúkrunarfræðingar tækifæri til að kynnast stöðu hjúkrunarmála í öðrum löndum og Jiar gefst þeim tækifæri til að láta rödd sína hljóma á jafnréttisgrundvelli við aðrar og stærri þjóðir. TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.