Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Page 50
Starfsáætlim stjómar 1997-1999 Starfsáætlun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1997-1999 eins og hún var lögð fram og samþykkt á fulltrúaþingi félagsins 15.-16. maí 1997 er sem hér segir: Menntun, fagmennska 77 Iga ngur félags ins: • Að stuðla að l>róun hjukrunar sem frœðigreinar • Að vinna að bættu heilbrigðisástandi landsmanna með j>ví að stuðla að góðri hjúkrun og betri og hag- kvœmari heilbrigðisþjónustu í landinu. Marhmið 1 Að styðja við og styrkja fagmennsku í hjúkrun. Framkvæmd • Félagið skipuleggi faglega ráðstefnu 1998. • Hjúkrunarþing verði haldið haustið 1998. • Nýjar siðareglur hjúkrunarfræðinga verði kynntar hjúkrunarfræðingum með umfjöllun í Tímariti hjúkrunarfræðinga og nieð námskeiðum. Stefna félagsins í hjúkrunar- og heilbrigðismálum verði kynnt hjúkrunarfræðingum. • Félagið standi fyrir sérstakri umfjöllun um hlutverk hjúkrunarfræðinga í sálgæslu. • Félagið leiti leiða til að koma heilhrigðisfræðslu á fram- færi við almenning. • Félagið standi vörð um lagalega stöðu hjúkrunar- fræðinga innan heilbrigðiskerfisins. • Vísindasjóður félagsins styrki áfram rannsóknir íslenskra hjúkrunarfræðinga. • Starfsmenntunarsjóður styrki framhalds- og viðhótar og endurmenntun hjúkrunarfræðinga. Mqrhmið 2 Að stuðla að gæðum í hjúkrunarþjónustu ineð hjúkrun- armenntun í háum gæðaflokki. Framkvæmd • Félagið hafi stefnumarkandi áhrif á menntunarmál hjúkrunarfræðinga. • Félagið beiti sér fyrir stefnumótun í endurmenntunar- málum hjúkrunarfræðinga í samvinnn við mennta- stofnanir hjúkrunarfræðinga. • Félagið beiti sér fyrir auknu framhoði á viðhótarnámi fyrir hjúkrunarfræðinga. • Félagið stuðh að því að íslenskum hjúkrunarfræðing- um standi til hoða meistaranám í hjúkrnnarfræði á Islandi. • Félagið leiti leiða til að stuðla að því að hjúkrunar- fræðingar fari í doktorsnám í hjúkrun. • Félagið vinni að því í gegnum kjarasamninga að hæta ákvæði um endurmenntun og námsleyfi hjúkrunar- fræðinga. Marhmið 3 Að hafa samskipti við erlend samtök hjúkrunarfræðinga Framkvæmd • Félagið taki virkan þátt í samstarfi hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og í Alþjóðasamtökum hjúkrunar- fræðinga. • Félagið meti á hverjum tíma þátttöku í öðru erlendu samstarfi hjúkrunarfræðinga með hliðsjón af fjárhag félagsins og ávinningi samstarfs. • Félagið leitist við að koma þekkingn og reynslu íslenskra hjúkrunarfræðinga á framfæri í erlendu samstarfi félagsins. • Félagið styrki fagdeildir lélagsins í erlendu samstarfi skv. reglum stjórnar félagsins. Kjara- og réttindamál Tilga ngur félagsin s: • Að semja við vinnuveitendur um kaup og kjörfyrir félagsmenn og um önnur atriði sem samingsumboð félagsins nœr til á hverjum tíma. • Að gœta að öðru leyti hagsmuna og réttinda félags- manna varðandi störf þeirra að lijúkrun og koma framfyrir jjeirra hönd. Marhmið 1 Að kjör hjúkrunarfræðinga taki mið af menntun, sérhæfni og áhyrgð og að þau séu sambærileg við kjör annarra háskólamanna. Framkvæmd • Vinna að breytingum á launakerfi hjúkrunarfræðinga sem hyggja á eftirfarandi forsendum: grunnlaun taki mið af stöðu og áhyrgð og tryggi ákv. framgang m.v. menntun; sveigjanleika í launaákvörðunun umfram grunnlaun m.v. ákv. forsendur; tryggt verði fjármagn til launaákvarðana; gegnsæi launaákvarðana. • Vinna að hættum kjörum hjúkrunarfræðinga ineð að- stoð til hjúkrunarfræðinga við gerð ráðningarsamninga á vinnustöðum. • Félagið vinni að því að aðlaga vinnuumhverfi hjúkrun- arfræðinga með liliðsjón af hugmyndum um breytingar í rekstri heilbrigðisstofnana og veita þeim ráðgjöf og aðstoð til að taka virkan Jiátt í slíkum breytingum með hagsmuni hjúkrunarfræðinga að leiðarljósi. Marhmið 2 Að nýta hugmyndir um jafnrétti til að hæta kjör hj úkrunarfræðinga. Framkvæmd • Safna upplýsingum um og kynna kynbundið misrétti sem hjúkrunarfræðingar eru heittir. • Gera athugun á hvort hjúkrunarfræðingar geti nýtt sér jafnréttislög í baráttu fyrir bættum kjörum. • Gera athugun á hvort liægt sé að nota starfsmat sem ta:ki til að hæta kjör hjúkrunarfræðinga. • Stol'na karlanefnd innan félagsins sem er stjórn til ráðgjafar varðandi stöðu karla innan hjúkrunarstéttarinnar. 298 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA S.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.