Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Page 27
mjög mikilvægt að við sem hópur finnum leið til þess að geta áttað okkur á því sem er að gerast í þjóðfélaginu, farið í gegnum rannsóknir á heilbrigðisþáttum, líffræðilegar og faraldursfræðilegar breytingar á þjóðinni og skoðað hvernig við getum komið til móts við þarfir fólks. En ég hef miklar áhyggjur af hjúkruninni þegar stofnanaþjónusta verður minni og fólk er að flytjast heim, fólk er inni á sjúkrahúsi vegna þess að það þarf hjúkrun. Hver ætlar að taka þessa hjúkrun? Það er heimilið og fjölskyldan sem mun þurfa að bera þessa hjúkrun og þarna finnst mér ábyrgð okkar vera alveg gífurlega mikil við að hafa afger- andi áhrif á stefnumörkun varðandi þá þjónustu sem fjölskyldur munu þurfa að fá. Mig langar aðeins að koma inn á sérfræðiþekkinguna. Ég held að þessi almenna nálgun okkar sé farin að vera okkur mikill fjötur um fót, ég held að það skipti miklu máli að fjögurrra ára háskólanám í hjúkrun sé almennt nám og menn hafi góðan og yfirgrips- mikinn grunn. Hins vegar finnst mér það há okkur að við hugsum ekki um að við ætlum að sérhæfa okkur þegar við Ijúkum námi og okkur finnst við alltaf geta tekist á við hjúkrun alls staðar, hvar sem er. Ég held það sé eitthvað sem við verðum að fara að takast á við varðandi viðbótar- menntun og símenntun, það að sérhæfa sig í starfi, að veita góða hjúkrun á tilteknum sviðum og efla þá hjúkrun. Anna: Kjarninn í hjúkrun en almenn kunnátta en þar sem hjúkrun er að færast inn á heimilin held ég að við getum frekar markaðssett okkur þar ef við höfum þessa miklu dýpt sem sérfræðiþekkingin býður okkur upp á. Við byggjum sérfræðiþekkinguna einnig á rannsóknum og þær skipta mjög miklu máli varðandi samstarf hjúkrunar- fræðideildar og háskólasjúkrahúss og við byggjum þá hjúkrun sem við erum að veita á þeim. Mig langar aðeins að koma inn á fjölmenningarlegt samfélag. Ég tel að við munum innan mjög fárra ára sjá fjölmenningarlegt hjúkr- unarsamfélag þar sem okkur vantar fleiri hjúkrunarfræð- inga til starfa. Ég held við verðum að undirbúa okkur mjög vel undir það. Ragnheiður: Ég held að á sama hátt og heilbrigði skiptir einstaklinginn mestu máli, þá skipti heilbrigðisþjón- ustan mestu máli fyrir hvert samfélag. Og hjúkrunarfræð- ingar eru burðarás í heilbrigðisþjónustunni hér. Þeir eru það ekki vegna þess að við höfum verið svo duglegar í valdabaráttu, heldur ekki vegna þess að við séum svo duglegar í stéttabaráttu, heldur vegna þess að okkur hefur tekist að afla okkur trausts og viðhalda því með því að vinna faglega og bera virðingu fyrir störfum okkar. Ég held að ef okkur tekst að halda þessu trausti, þá séu okkur allir vegir færir í framtíðinni við að móta nákvæmlega þá þjónustu sem við hjúkrunarfræðingar viljum sjá hér. Valgerður. Þetta voru síðustu lokaorðin, ég þakka ykkur kærlega fyrir. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001 ICELAND www.bluelagoon.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.