Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Page 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Page 44
Vilt þú losna víð ruslpóst? Af og til berast félaginu óskir um afnot af félagataiinu. Þessar óskir berast frá ýmsum aðilum, s.s. félagasamtökum og fyrirtækjum. í lok árs 1997 var félagsmönnum gefinn kostur á bannmerkingu, þ.e. að láta merkja við nafn sitt í félagaskrá ef þeir vildu ekki að nöfn þeirra væru notuð í markaðssetningarstarfsemi, sbr. 28. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. í samræmi við ákvörðun stjórnar og samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd er félaginu heimilt að afhenda félagaskrána til nota við dreifingu markpósts ef félagsmönnum hefur verið gefinn kostur á að andmæla því að nafn viðkomandi verði á hinni afhentu skrá. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun framvegis verða við óskum allra félagasamtaka, fyrirtækja og annarra, er þess óska, um aðgang að félagaskrá og vill því gefa félagsmönnum kost á bannmerkingu á félagatali Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þá vill félagið hvetja hjúkrunarfræðinga, sem hafa fengið bannmerkingu í þjóðskrá, að hafa samband við skrifstofu félagsins og láta einnig merkja við nafn sitt í félagaskránni. Flér fylgir eyðublað sem þeir sem vilja fá bannmerkingu eru beðnir að fylla út og senda til skrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, fyrir 10. maí 2001. Einnig má nálgast eyðublaðið á heimasíðu félagsins. Ég undirrituð óska eftir að nafn mitt verði bannmerkt í félagatali Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Nafn:_______________________________________________Kennitala:_____________ Heimilisfang:______________________________ Póstnúmer:__________________Sveitarfélag: Vinnustaður:_______________________________ Heimasími:_____________Vinnusími:_____________Netfang: Umsóknin berist fyrir 10. maí 2001 Nýr starfsmaður á skrifstofu Steinunn Helga Björnsdóttir hefur veriö ráðin til starfa á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn er fædd og uppalin á Siglufirði og útskrifaðist frá Lyfjatækniskóla íslands 1983. Hún vann um tíma á Elliheimilinu Grund og síðan sem ritari á lögmannsstofu í 10 ár. Fram að síðastliðnu hausti rak hún verslunina Stíl á Skólavörðustíg. Maki hennar er Sigurður I. Halldórsson lögmaður og eiga þau 3 börn á aldrinum 14-25 ára og eitt barnabarn. Steinunn hefur mikinn áhuga á allri útivist og byrjar flesta daga með sundferð. Þá segist hún vera nýbyrjuð að spila golf. „Mér líst mjög vel á þetta starf, verkefni mín eru fjölbreytt og skemmti- leg,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað mikil starfsemi fer fram á vegum félagsins þegar hún sótti um starfið. „Það er líka ánægjulegt að vinna hér með hressum og skemmtilegum konum." 124 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.