Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 50
- heildræn húðmeðferð án skurðaðgerðar
Þeim hjúkrunarfræðingum fjölgar sem setja á stofn eigin
fyrirtæki. Ein þeirra er Díana Oddsdóttir sem opnaði Húð-
fegrunarstofuna á liðnu ári ásamt Soffíu Kristjánsdóttur,
sjúkraliða og listakonu. Þær Díana og Soffía unnu áður á
bruna- og lýtadeild Landspítalans. Það var Þower-Peel
kristalhúðslípunartækið sem kveikti hugmynd að fyrirtæk-
inu. Tækið var kynnt á ráðstefnu sem haldin var hér á landi
um lýtalækningar. í kjölfarið fóru þær Díana og Soffía til
Bandaríkjanna og lærðu að nota tækið. Þar sem tækið er
mjög öflugt fá einungis aðilar, sem hafa menntun á heil-
brigðissviði, leyfi framleiðenda til að starfa við það og þurfa
auk þess að gangast undir próf í notkun tækisins.
En hvað er Power-Peel? Með tækinu er unnið á
ýmsum húðvandamálum, svo sem öldrunarblettum, sólar-
skemmdum, fínum hrukkum, æðasliti, flagnandi húð og
örum eftir bólur og skurði. Meðferðin er sársaukalaus og
líkist því þegar lítilli ryksugu er rennt yfir hörundið. Þessi
meðferð er þekkt í Bandaríkjunum og víða í Evrópu og er
Myndirnar eru teknar fyrir og eftir meðferð.
130
Soffía Kristjánsdóttir og Díana Oddsdóttir reka
Húðfegrunarstofuna ehf.
talin mjög árangursrík og örugg þar sem notuð er nýjasta
tækni á sviði húðmeðferðar án skurðaðgerðar. Meðferðin
byggist á því að ysta lag húðarinnar er fjarlægt með
notkun örsmárra kristalla og samhliða eru notuð smyrsl
sem eiga að auka árangurinn. Hver tími tekur um 20-45
mínútur og þar sem engar sýrur eru notaðar þarf ekki að
taka sér frí frá störfum eftir meðferð. Húðin fær ferskari
blæ strax eftir fyrstu meðferð, verður mýkri, hreinni og
unglegri enda vinnur Power-Þeel gegn öldrun og er örugg
fyrir allar húðgerðir.
Á stofunni, sem er til húsa í Lágmúlanum, er einnig
boðin meðferð við háræðasliti og rauðum vörtum. Díana
segir ýmsar nýjungar kynntar á næstunni, t.d. verður
boðið upp á að sprauta silikonfyllingu í hrukkur til að slétta
húðina og hugsanlega verður einnig boðið upp á
leysigeislameðferð við appelsínuhúð. -vkj
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 77. árg. 2001