Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Síða 53
fæðu þar sem hlutfall fitu fyrir fullorðna sé 25-35%
orkunnar, sbr. markmið Manneldisráðs.
2. Stuðlað verði að því að neysla grænmetis og ávaxta
aukist verulega og verði í samræmi við markmið
Manneldisráðs, a.m.k. fimm skammtar á dag.
3. Allur þorri fólks sé líkamlega virkur í frítíma sínum,
stundi viðeigandi líkamsþjálfun, sem samsvarar 30
mínútna langri göngu, a.m.k. fimm sinnum í viku.
4. Öll börn á skólaskyldualdri fái a.m.k. sem samsvarar
einni kennslustund á viku í heilbrigðisfræðslu á hverju
námsári.
Markmið 12 - Dregið verði úr
skaðlegum áhrifum áfengis,
ávanalyfja og tóbaks
Evrópumarkmið:
Árið 2015 verði búið að draga verulega úr
skaðvænlegum áhrifum af neyslu vanabind-
andi efna, eins og tóbaks, áfengis og ávana-
lyfja, í öllum aðildarríkjunum.
íslensk markmið til 2010:
1. Hlutfall fólks á aldrinum 18-69 ára, sem
reykir, verði undir 15% og hlutfall barna og
unglinga 14-17 ára, sem reykja, verði
undir 5%.
2. Áfengisneysla á hvern íbúa verði ekki meiri en 5,0 lítrar
af hreinu alkóhóli á íbúa 15 ára og eldri og nánast
engin hjá þeim sem yngri eru.
3. Neysla ólöglegra ávanalyfja verði minnkuð a.m.k. um
25% og dánartíðni vegna þeirra lækki um a.m.k. 50%.
Markmið 13 - Heilsuvænt umhverfi
Evrópumarkmið:
Árið 2015 hafi fólk í aðildarríkjunum fleiri tækifæri til að lifa
í heilsuvænu efnislegu og félagslegu umhverfi, hvort sem
um er að ræða vinnustað, skóla, heimili eða nágrenni.
íslensk markmið til 2010:
1. A.m.k. 95% skólabarna fái skipulega fræðslu og þjálfun
í heilsueflingu.
2. A.m.k. 50% sveitarfélaga hafi sett sér markmið á sviði
heilsueflingar.
3. A.m.k. 20% stórra og meðalstórra fyrirtækja hafi skuld-
bundið sig til þess að vinna að heilsueflingu starfsfólks.
Markmið 14 - Þverfagleg ábyrgð á
heilsufari
Evrópumarkmið:
Árið 2020 eiga allir þjóðfélagsgeirar að hafa gert sér grein
fyrir ábyrgð sinni á heilsufari og viðurkennt hana.
íslensk markmið til 2010:
1. Sérstaklega verði kveðið á um í lögum, og því fylgt eftir,
að allir samfélagsgeirar beri ábyrgð á heilsufari.
2. Skipulegt umhverfismat fari ávallt fram á hugsanlegum
áhrifum allra stærri iðnþróunarverkefna, framkvæmda
og samfélagsaðgerða á heilsufar fólks.
3. Aðgerðir á sviði menntunar, upplýsingamála og rann-
sókna beinist í ríkara mæli að því að gera einstaklinga
og þjóðfélagsþegnana í heild betur meðvitaða um
samábyrgð sína í heilbrigðismálum.
Markmið 15 - Samhæfður
heilbrigðísgeiri
Evrópumarkmið:
Árið 2010 eigi fólk á Evrópusvæðinu að hafa betri aðgang
að fjölskyldu- og samfélagsmótaðri heilsugæslu með
sveigjanleika og virka sjúkraþjónustu að bakhjarli.
íslensk markmið til 2010:
1. Starfsemi heilbrigðiskerfisins byggist meira á teymis-
vinnu og samfellu í þjónustu.
2. Heilbrigðisþjónusta utan sem innan stofnana fylgi sam-
hæfðum starfsreglum.
Markmið 16 - Aukin
gæði og árangur
Evrópumarkmið:
Árið 2010 eiga aðildarríkin að vera
búin að tryggja að stjórnun heil-
brigðisgeirans beinist að því að ná
árangri, hvort sem um er að ræða aðgerðir sem ná til
fjöldans eða einstaklingsbundna klíníska meðferð.
íslensk markmið til 2010:
1. Allar heilbrigðisstofnanir þrói með sér árangursmæli-
kvarða og meti starf sitt á þeim grunni og/ eða með
hliðsjón af viðurkenndum gagnagrunnum.
2. Allar heilbrigðisstofnanir komi sér upp formlegu gæða-
þróunarstarfi og fylgi eigin áætlunum í gæðamálum.
3. Yfir 90% sjúklinga séu ánægðir með þá heilbrigðis-
þjónustu sem þeir fá.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
133