Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2001, Page 69
Bækur og
bæklingar
Downs-heilkenni
Bókin fjaliar um flestar hliðar Downs-
heilkennis, svo sem hvernig er að
verða foreldri barns með Downs-
heilkenni, sögulega þætti,
litningafrávik, greiningu á fósturstigi,
greindarþróun, læknisfræðileg
vandamál og meðferð þeirra, hvernig
standa beri að þjálfun í hreyfifærni og
boðskiptum og ennfremur um félagsleg réttindi barnsins,
hins fullorðna og fjölskyldunnar. Bókin er ætluð mörgum
lesendahópum, fyrst og fremst foreldrum, aðstandendum,
fagaðilum og starfsfólki sem sinnir einstaklingum með
Downs-heilkenni. Hún getur einnig nýst í menntun lækna
og starfsfólks við umönnun fatlaðra og sem uppflettirit
handa þeim sem vilja fá nánari upplýsingar um einstök
atriði. Bókin er þýdd úr sænsku, kom fyrst út í Svíþjóð
1996 og er gefin út af Pjaxa ehf. í samvinnu við Félag
áhugafólks um Downs-heilkenni, 2000. Höfundar eru
Göran Annerén, Iréne Johansson, Inga-Lill Kristiansson
og Friðrik Sigurðsson, en Þorleifur Hauksson þýddi úr
sænsku. Bókin er 120 síður.
Sygeplejens grundlæggende
principper
Dansk Sygeplejerád hefur gefið út bók
Virginiu Henderson „Sygeplejens grund-
læggenge principper". í fréttatilkynningu
frá útgefenda segir að þó margt hafi
breyst á þeim 40 árum, eða frá því
bókin kom út í fyrsta sinn þá séu þau
grundvallarlögmál sem þar komi fram enn í fullu gildi.
Bókin kom út í fyrsta sinn á dönsku árið 1967 en frá þeim
tíma hafa orðið þó nokkrar breytingar á notkun fag- og
fræðiorða innan hjúkrunar svo og breytingar á danskri
Tungu. Því réðst Dansk Sygeplejerád í að gefa bókina út
aftur.
í þessari endurútgáfu er auk upphaflegs texta kafli um
æviágrip Virginíu Henderson og sagt frá skrifum hennar,
skrifað af dr. Ingegerd Harder. Bókin er 60 síður og hægt
að panta hana í gegnum netfang dsr@dsr.dk.
ICN
Sygeplejens
grundlæggende
principper
ö o
k
Við framleiðslu á springdýnum eru notaðar lokaðar fjaðrir sem koma í
veg fyrir að klæðning springdýnunnar skemmist við áralanga notkun.
Allt eftir þínum óskum
Rétt lengd, breidd og hæð rúmsins eykur þægindin. Stífleiki spring-
dýnunnar fer einnig eftir þínum óskum. Látið fagfólk leysa vandann.
RflGnnR BJöRnsson M
Sérhæfing í framleiðslu og hönnun springdyna.
220 Hafnarfirói I Sími: 555 03 97 Fax:565 17 40 I www.rbrum.is
þú imi í
soefhmtp
í '1£J8
rwmis
íslensku springdýnurnar frá Ragnari Björnssyni endast lengur
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 77. árg. 2001
149