Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Síða 26
26 sport Helgarblað 26. janúar 2018 Ísland á góðan möguleika á að komast á næsta EM n Um er að ræða nýja deild n Flókið fyrirkomulag útskýrt Í gær var í fyrsta sinn dregið í nýja keppni landsliða, hina svoköll- uðu Þjóðadeild. Ísland dróst í riðil 2 í A deild ásamt Belgíu og Sviss. Liðin munu mætast heima og heiman en leikirnir fara fram í september, október og nóvember á þessu ári. Ísland verður að telj- ast nokkuð heppið með mótherja því liðið hefði getað dregist gegn enn sterkari liðum, þó að mörg- um hefði eflaust hugnast betur að mæta „frægari“ þjóðum en Belgíu og Sviss. Sagan er þó ekki með Ís- lendingum því liðið hefur aldrei sigrað Belga eða Svisslendinga í 15 tilraunum og aðeins einu sinni náð jafntefli, gegn Sviss árið 2014. Sá leikur var sögulegur, lokatöl- ur leiksins voru 4-4 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum undir í leiknum. Hvað er Þjóðadeildin? Þjóðadeildin er ný af nálinni en keppnin hefur verið í vinnslu í mörg ár. Fyrirkomulagið er ný- stárlegt og nokkuð flókið. Til út- skýringar þá er öllum landsliðum Evrópu skipt upp í fjórar deildir (A, B, C og D), upphaflega eft- ir styrkleika. Hverri deild er skipt niður í fjóra riðla með þremur eða fjórum þjóðum. Þau mætast inn- byrðis heima og heiman og kepp- ast um sigur í sínum riðli. Sú þjóð sem sigrar sinn riðil færist upp um deild en neðsta liðið fellur um deild. Sigurvegarar riðlanna í A deildinni færast eðlilega ekki upp heldur keppa þær þjóðir innbyrðis um titilinn Þjóðadeildarmeistari. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti eða eftir hvert stórmót í knattspyrnu. Tenging við undankeppni EM Utan þessa fyrirkomulags þá gef- ur Þjóðadeildin landsliðum einnig færi á að tryggja sér sæti í loka- keppni Evrópumótsins (EM). Úr hinni hefðbundnu undankeppni EM, sem heldur áfram að mestu óbreytt, geta 20 lið tryggt sér keppnisrétt í lokakeppninni. Þá standa eftir 4 laus sæti og um þau munu bítast í umspili 16 lið úr Þjóðadeildinni, sigurvegarar allra riðlanna úr deildunum fjór- um. Enn flækjast þó málin, því lík- lega munu margir af sigurvegur- um riðlanna þegar hafa tryggt sér þátttökurétt í lokakeppninni með frammistöðu sinni í undankeppni EM. Þá er reglan sú að næsta lið þar á eftir í riðlinum sem ekki hef- ur tryggt sér sæti í lokakeppninni fái sæti í umspilinu. Nánast öruggt að Ísland komist að minnsta kosti í umspil um EM Möguleikar Íslands á að komast í lokakeppni EM eru því tvíþættir. Annars vegar samkvæmt hinni hefðbundnu leið, með góðum ár- angri í undankeppni EM. Lík- urnar á því verða að teljast nokk- uð góðar, bæði hefur liðinu tekist að komast úr undankeppni í síð- ustu tvö skipti auk þess sem staða liðsins á heimslistanum eykur lík- urnar á að dragast í auðveldari riðil í undankeppninni. Ef Ís- landi myndi hins vegar mistak- ast að tryggja sæti sitt þar er nán- ast öruggt að liðið fengi tækifæri til að taka þátt í umspili um laust sæti vegna Þjóðadeildarinnar. Þó að andstæðingar Íslands í Þjóða- deildinni séu sterkir og líklegri en Ísland að sigra riðilinn þá er jafn- framt mjög líklegt að þær þjóð- ir nái að tryggja sér sinn farseð- il í lokakeppni EM í gegnum undankeppnina. Þannig er lík- legt að umspilssætið muni falla í skaut Íslendinga, óháð því hvernig liðinu gengur í Þjóðadeildinni. Hver er tilgangurinn? Guðfaðir deildarinnar er Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, en hugmynd hans var meðal annars að útrýma tilgangslausum og óspennandi æfingaleikjum milli landsliða og auka vægi land- sleikja. Tilgangurinn er því að búa til fleiri alvöru landsleiki fyrir lið um alla Evrópu en oft hefur ver- ið kvartað yfir að æfingaleikir landsliða séu tilgangslausir og óspennandi. Þá hefur verið bent á að leikmenn mæti oft með hálfum hug í slíka leiki, meðal annars hræddir um að meiðast, og að fé- lagslið landsliðsmannanna beiti af sömu ástæðum ýmsum brögð- um til að koma í veg fyrir að lands- liðsmenn mæti í æfingaleiki. Með tilkomu Þjóðadeildarinnar munu landsleikir því bæði skipta meira máli og auk þess munu þar alla jafna mætast landslið af svip- aðri getu, sem ætti að gera leikina skemmtilegri og meira spennandi. Má að mörgu leyti líkja fyrirkomu- laginu við skiptingu liða í yngri flokkum hér á landi, þar sem hvert félag sendir til dæmis A, B og C lið til leiks þegar farið er á mót. Þá gefur fyrirkomulag Þjóðadeildar- innar varðandi umspilssæti slak- ari þjóðum meiri möguleika á að komast inn á stórmót. Endalok æfingaleikja landsliða? Það er þó ekki svo að með tilkomu Þjóðadeildarinnar heyri æfinga- leikir landsliða sögunni til, það mun áfram verða gert ráð fyrir slíkum leikjum, þó þeim fækki verulega. Áfram verða gluggar fyrir æfingaleiki í aðdraganda stór- móta en Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) telur þó ekki að álagið á leikmenn aukist við þess- ar breytingar. UEFA hefur bent á að hið nýja fyrirkomulag muni fremur draga úr álagi og ferðalög- um, það muni verða færri tilefni til að ferðast utan Evrópu þegar æfingaleikir fara fram, ferðalögin verði styttri og leikmenn komi fyrr aftur til baka til sinna félagsliða. Þjóðadeildin verður sýnd á Stöð2 Sport þar sem hægt verður að sjá alla leiki Íslands, heima og heiman. n Í stuttu máli n Þjóðadeildin er ný keppni hjá UEFA n Undankeppni Evrópumótsins gefur 20 sæti í lokakeppni n Þjóðadeildin gefur 4 sæti á Evrópumótið í gegnum umspil n Ef efsta lið Þjóðadeildar náði sæti í gegnum undankeppni EM, færist umspilsmiðinn í Þjóðadeild á liðið fyrir neðan og þannig koll af kolli. n Um er að ræða fjórar deildir, allar deildir hafa lið af svipuðum styrkleika og því verða leikirnir oftast jafnir Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Leikir Íslands í Þjóðadeildinni n Sviss-Ísland - 8. september n Ísland-Belgía - 11. september n Ísland-Sviss - 15. október n Belgía-Ísland - 15. nóvember Íslenska liðið þarf að gera mörg mistök til að komast ekki á EM 2020. MyNdir davÍð Þór Hvað er Þjóðadeildin?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.