Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Page 29
Tímavélin 29Helgarblað 26. janúar 2018 Nirði sökkt af þýskum kafbát Þó að Íslendingar væru á pappírunum hlutlaus þjóð í fyrri heimsstyrjöldinni, líkt og herraþjóðin Danmörk, var ís- lenskum skipum ekki vært á Atlantshafinu innan um beitiskip og kafbáta stórveld- anna. Togarinn Njörður RE 36 var á siglingu vestan við eyna St. Kildu í Skotlandi þann 18. október árið 1918, aðeins þremur vikum fyrir stríðslok, þegar hann mætti þýska kaf- bátnum U-122. Kafbáturinn skaut níu skotum að Nirði án þess að hitta og tólf manna áhöfn hafði því tíma til að kom- ast í björgunarbát. Tíunda skotið hæfði og Njörður sökk. Áhöfnin velktist um sæ í þrjá daga uns breskur togari fann hana og færði til Londonderry á Norður-Írlandi. Ísland fullvalda ríki Vorið 1918 lýstu dönsk stjórn- völd því yfir að samið yrði við Íslendinga um samband landanna tveggja að ósk Ís- lendinga. Frá 2. til 18. júlí sátu samninganefndir landanna í Háskóla Íslands í Alþingis- húsinu og skrifuðu upp samn- ing sem kvað á um að Ísland yrði fullvalda ríki en myndi áfram lúta konungi og utan- ríkisstefnu Danmerkur. Þann 19. október var samningurinn samþykktur í þjóðaratkvæða- greiðslu með 12.500 atkvæðum gegn 1.000 og var hann einnig samþykktur á danska þinginu með nokkrum yfirburðum. Þann 1. desember tók hann gildi en fögnuður Íslendinga var lágstemmdur vegna hinnar skæðu spænsku veiki. I nflúensa gengur yfir á hverju ári og sjaldnast þarf að hafa teljandi áhyggjur af henni. Einstaka sinnum kemur fram nýr stofn sem almenningur hef- ur ekkert uppbyggt ónæmi fyrir. Skæðasta inflúensa sem vitað er um reið yfir árið 1918 og kostaði um 100 milljónir mannslífa, þar af um 500 á Íslandi. Tók ungt fólk Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir í samtali við DV að um tíu sinnum fleiri hafi smitast af spænsku veikinni en árstíðabund- inni inflúensu og dánartíðnin hafi verið miklu hærri. „Það sorglega í þessu er að þetta var ungt fólk, milli tvítugs og fertugs.“ Að miklu leyti er það ráðgáta hvers vegna eldra fólk slapp betur. En kenningar eru uppi um að svipaður inflúensustofn hafi gengið yfir á 19. öld. Spænska veikin kom fram vor- ið 1918 og þótti þá frekar væg. Síð- sumars varð hún skæðari og að svokölluðum heimsfaraldri. Sam- kvæmt sögunni kom hún hing- að til lands með tveimur skipum, Botníu og Willemoes, þann 19. október, sama dag og fullveldið var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu. Haraldur bendir þó á að væga flensan hafi verið komin hingað í júlí og mögulega hafi hún breyst hér eins og annars stað- ar. „Þeir sem fengu júlíflensuna, fengu ekki spænsku veikina.“ Verðir á Holtavörðuheiði Í lok október skall spænska veik- in á Íslendingum með fullum þunga en gekk að mestu leyti yfir á þremur til fjórum vikum. Neyðar- ástand skapaðist og öll sjúkrarúm Franska spítalans og Landakots- spítala fylltust. Miðbæjarskólan- um var breytt í sjúkraskýli til að bregðast við. Götur Reykjavíkur tæmdust af fólki en dánartilkynn- ingar blaðanna fylltust. Dauðdaginn var skelfilegur. Haraldur segir: „Þegar veikin var sem svæsnust dó fólk vegna blæð- inga í lungum og í meltingarvegi. Hún lagðist á öll líffæri. Menn hóst- uðu upp blóði, blóð gekk niður af mönnum og var í þvagi. Sumir lifðu fyrstu dagana af en fengu síð- an lungnabólgu í kjölfarið og dóu. Einnig bar á miðtaugakerfisein- kennum, heilabólgu og þess hátt- ar. Fólk blánaði, varð ruglað og lést jafnvel af þeim sökum.“ Þá seg- ir hann að margir sem lifðu af hafi hlotið varanlegt tjón í lungum eða öðrum líffærum og að kenningar séu uppi um að veikin hafi valdið síðkomnum taugavandamálum. Guðmundur Björnsson land- læknir var gagnrýndur fyrir að bregðast seint við en þegar veik- in var skollinn á var gripið inn í til að vernda landsbyggðina. Ferðir yfir Jökulsá á Sólheimasandi voru bannaðar og einnig yfir Holtavörðu- heiði þar sem verðir gættu vegar- ins. Veikin breiddist hins vegar út á Vesturlandi og Vestfjörðum með skipum. Á Norður- og Austurlandi var sett á hafnbann og skip fengu ekki að koma að nema eftir tilskil- inn tíma til að tryggja að veiran væri ekki um borð. Haraldur segir: „Þetta er með fáum dæmum í ver- aldarsögunni þar sem tókst að hefta útbreiðslu heimsfaraldurs með því að hindra mannaferðir.“ Skyld svínaflensunni 2009 Haraldur segir erfitt að bera þessa veiki saman við nokkuð annað en svarta dauða sem reið yfir á miðöld- um. Um þrjú til fimm prósent jarðar- búa létust af hans völdum. „En in- flúensan árið 2009, hin svokallaða svínaflensa, var að mörgu leyti skyld faraldrinum 1918 og nokkuð þung. Gjörgæsludeildirnar á Landspítal- anum voru þá alltaf fullar af fólki með inflúensu. Sumir af þessum einstaklingum voru í öndunarvélum og þeir hefðu allir dáið ef við hefðum ekki haft þau tæki.“ Nýr stofn inflúensu getur komið upp hvenær sem er og verið mjög skæður. En að sögn Haraldar eiga Íslendingar miklar birgðir af lyfjum sem geta haldið einkennunum niðri og stytt veikindatímann. n U m klukkan þrjú síðdegis þann 12. október hófst eldgos í Kötlu með mikl- um dynkjum og látum. Katla hefur að meðaltali gosið um tvisvar á hverri öld og eru gosin nú orðin um 20 talsins síðan landið byggðist. Þetta gos var með þeim allra stærstu og mikil mildi að manntjón varð ekki. Fólk á hlaupum undan flóðinu Mesta hættan sem stafaði af Kötlu- gosinu var hversu hratt flóðið úr Mýrdalsjökli ruddist fram. Um hálftíma eftir gos var flóðið kom- ið til sjávar vestan megin og um- kringdi Hjörleifshöfða. Austan megin fór það yfir byggð og náði hlaupið hámarki um sex leytið. Flóðið skiptist í margar kvíslir og bar með sér aur og ísjaka, bæði stóra og smáa. Upphaflega var talið að þorpið Vík í Mýrdal væri í hættu en svo reyndist ekki vera. Engu að síð- ur flúði fólk þaðan og bátum var komið úr höfninni. Austan megin fóru bæirnir Sandar, Sandasel, Rofabær og Melhóll undir flóð- ið og húsin gereyðilögðust. Þetta gerðist það hratt að fólk þurfti að flýja á hlaupum en sumir héldu til í útihúsum sínum. Réttamenn þurftu einnig að flýja á hlaupum þegar þeir sáu flóðið koma. Einn náði að komast yfir brúna yfir Hólmsá áður en flóðið hrifsaði hana með sér. Skepnurnar voru hins vegar ekki jafn heppnar og mannfólkið. Eftir að flóðið rénaði fundust um 70 dauðar kindur og nokkur hross. Fjölmargar skepnur fundust aldrei og hafa þær vafalaust skolast út í sjó. Óbyggilegar jarðir Gosstrókur Kötlu stóð um fjórt- án kílómetra upp í loft með miklu eldingaskýi og sást hann víða á landinu. Miklir dynkir heyrðust í marga daga á eftir og loftið varð þykkt af ösku. Gjóskan dreifðist yfir hálft landið en mest af vikrinum og öskunni dreifðist yfir nærliggj- andi sveitir austan megin við Kötlu vegna vindáttar. Þurftu sumir íbúar þar að flýja vegna öskunnar. Vegna frostanna vetrarins á undan var heyöflun lítil. Þegar eitruð askan lagðist yfir túnin urðu margir bæirnir óbyggilegir um margra ára skeið. Nálægt hund- rað manns fluttust úr sveitinni og fjöldi býla fór í eyði. Gosinu í Kötlu lauk 4. nóvember og hefur hún ekki gosið síðan. n kristinn@dv.is Býli eyddust og skepnur drápust í Kötlugosi Úr fréttum Flugufregn hefur borist hér út um það, að Svarti dauði gangi í Kaup- mannahöfn. Er fregn þessi höfð eftir mönnum á Íslands Falk, en hvernig sem hún er til komin, þá er áreiðan- legt, að hún er alveg tilhæfulaus. - Vísir, 19. nóvember 1918 FImm hUNdrUð deyja úr spæNskU veIkINNI Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Miðbæjarskólinn í Reykjavík Kennslustofum var breytt í sjúkrarými. Haraldur Briem „Það sorglega í þessu er að þetta var ungt fólk, milli tvítugs og fertugs“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.