Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Side 68
68 fólk Helgarblað 26. janúar 2018 Stendur uppi sem sigur- vegari eftir ofbeldisfulla æsku n Var 117 kíló og er nú einkaþjálfari n Flutti að heiman sextán ára S veindís Guðmundsdóttir er 25 ára einkaþjálfari. Hún átti mjög erfiða æsku en stendur uppi sterkari fyrir vikið. Sveindís lýsir æskuheimil- inu sem ofbeldisfullu. Hún þurfti að horfa upp á móður sína beita föður sinn líkamlegu og andlegu ofbeldi. Móðir Sveindísar yfirfærði síðar ofbeldið á hana, að sögn Sveindísar. Sveindís var sextán ára þegar hún flutti að heiman. Sveindís var alltaf í mikilli bar- áttu við þyngd sína þegar hún var yngri. Eftir að hafa misst tvær bestu vinkonur sínar í hræðilegu bílslysi þegar hún var átján ára missti Sveindís öll völd. Hún var 117 kíló þegar hún ákvað að breyta um lífsstíl. Í dag stendur Svein- dís uppi sem sigurvegari. Hún er hamingjusöm, á heilbrigt sam- band við hreyfingu og mat, er út- skrifuð sem einkaþjálfari og er stolt af manneskjunni sem hún er. Ofbeldisfullt og spennuþrungið æskuheimili Hvernig var æskuheimili þitt? „Það var ekkert heimili, held það sé best að lýsa því þannig. Ekki allavega eins og þessi hefð- bundnu fjölskylduheimili. Ég mátti ekki gera neitt sem barn, eins og fá vini heim. Ef mamma var heima var andrúmsloftið mjög þungt og spennuþrungið, eins og maður væri alltaf að gera eitthvað rangt af sér. Mamma beitti pabba andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ég sofnaði oft með puttana í eyrun- um vegna þess að mamma var að öskra á pabba minn og berja hann. Ég var mjög mikill kvíðasjúklingur út af þessu. Ég vaknaði stundum á næturnar og gat ekki andað,“ segir Sveindís. Foreldrar Sveindísar skildu þegar hún var tíu ára gömul. „Mamma fékk forræði yfir mér en þetta var manneskja sem ég í raun þekkti ekki. Eina sem hún gerði var að ganga með mig, hún var ekki með neitt móðureðli gagnvart mér sem barni. Þegar mamma og pabbi skildu fór allt ofbeldið, sem hún var vön að beita pabba, yfir á mig. Það var alltaf eitthvað á hverj- um degi. Hún lamdi mig mjög oft og reglulega en andlega ofbeldinu beitti hún mig á hverjum degi. Mér fannst eins og ég gæti ekki neitt. Hún var alltaf að líkja mér við föð- ur minn og snúa mér gegn honum. Maðurinn sem var ljósið mitt í líf- inu þegar ég var barn. Það er al- gjörlega honum og systrum mín- um að þakka að ég átti einhverja æsku,“ segir Sveindís. Sveindís á tvær eldri systur sem voru báðar fluttar út þegar foreldrar hennar skildu. „Ég hitti ekkert pabba frá því að foreldrar mínir skildu þangað til ég var sextán ára. Í þessi sex ár sem ég bjó með mömmu hugs- aði ég um hana. Hún var mik- ill sjúklingur og lét mig sjá um að sprauta sig og gefa sér lyf. Fjór- ir innikettir bjuggu á heimilinu. Þeir voru allir inni í mínu her- bergi og kattasandurinn þeirra einnig. Lyktin var óbærileg. Ég vaknaði oft á næturnar og grát- bað mömmu um að leyfa mér að setja kettina út í skúr svo ég gæti sofið vel í eina nótt. En henni var alveg sama. Ég tel mig vera lungnasjúkling í dag út af þessu.“ Fékk nóg Sveindís rifjar upp örlagaríkt kvöld þegar hún var sextán ára. Kvöldið sem hún flutti út frá móður sinni. Hún hefur ekki talað við móður sína síðan. „Mamma lamdi mig í hnakk- ann með handarbakinu þegar ég sat hágrátandi á gólfinu að reyna að laga þvottagrind. Ég fékk nóg á þessu augnabliki og ákvað að þetta yrði ekki líf mitt áfram, mitt líf væri mikilvægara en þetta. Ég flutti inn til eldri systur minnar þetta kvöld. Ég hef ekki talað við móður mína síðan þá, það verða komin tíu ár í sumar.“ Sveindís segir að móðir sín hafi sent sér nokkur skilaboð yfir árin, en hún hafi engan áhuga á að svara þeim. „Það sem mér finnst verst af þessu öllu er að enn þann daginn í dag lætur mamma eins og ekkert af þessu hafi gerst. Hún heldur því fram að ég hafi búið þetta allt til.“ Sveindís hefur ekki talað við föður sinn í þrjú ár. „Stundum er maður betur staddur án foreldra, eins og í mínu tilviki. Í raun á ég enga foreldra, en ég hef það bet- ur þannig. Það var enginn vilji að vera foreldri, ég hef þurft að sjá um mig sjálfa allt mitt líf. Ég stend uppi sterkari fyrir vikið.“ Baráttan við þyngdina Sveindís glímdi lengi við þyngd sína. „Frá því ég var lítið barn var ég mjög þung. Þar sem mér var ekki sinnt heima fyrir borðaði ég mikið af óhollum mat þegar ég var barn. Ég var í körfubolta þegar ég var yngri en hætti, í kjölfarið hætti ég að hreyfa mig alveg. Ég fitnaði og fitnaði en skildi ekkert í því. Ég kunni ekki að borða rétt. Þegar ég var átján ára missti ég tvær bestu vinkonur mínar í bílslysi. Eftir það missti ég algjörlega stjórn,“ segir Sveindís. Þegar Sveindís var 16 ára var hún um 80 til 90 kíló. Eftir að hafa misst vinkonur sínar þyngdist hún um 30 kíló. „Ég var 117 kíló þegar ég sá mynd af mér á djamminu. Myndin breytti öllu. Ég sá mig sjálfa í fyrsta sinn eins og ég var. Þetta var í kringum 2012. Í kjöl- farið fór ég í átak og prófaði alls konar megrunarkúra. Næstu árin sveiflaðist ég upp og niður í þyngd. Ég fann aldrei neitt sem hentaði mér. Ég var alltaf að leita að einhverri töfralausn, en í raun var ekkert heilbrigt við það sem ég var að gera.“ Árið 2015 skráði Sveindís sig í hóptíma í Sporthúsinu. Síðan þá hefur líf hennar tekið miklum breytingum. „Þarna fann ég loks- ins eitthvað sem mér fannst ótrú- lega gaman. Ég fór loksins að sjá árangur. Hugarfarið fór að breyt- ast til hins betra og mataræðið fylgdi. Þetta leiddi svo til þess að ég fékk mikinn áhuga á hreyfingu og því sem við kemur henni. Ég fór í einkaþjálfaranám hjá ÍAK og er útskrifuð þaðan. Ég starfa nú sem einkaþjálfari og finn algjörlega að ég er að vinna á mínu sviði. Ég vil læra meira tengt hreyfingu og heilsu.“ Stolt Vinkonumissirinn tók mikið á Sveindísi og fór hún í kjölfarið að djamma og drekka mikið. „Ég leiddist út í eitthvert rugl sem er skrifað fyrir krakka sem upp- lifa það sem ég hef upplifað. Út af minni æsku þá bjóst ég einhvern veginn alltaf við því að mín saga yrði þannig að ég myndi verða ein- hver dópisti og eiga enga framtíð. Það hefði verið svo auðvelt fyrir mig að fara þessa leið ef ég hefði ákveðið að vera fórnarlamb. En ég hafði móður mína sem fyrirmynd í því hvernig er að vera fórnarlamb og kenna öllum öðrum en sjálfum sér um. Eina sem ég tók frá þessu uppeldi var hvernig ég ætlaði ekki að vera,“ segir Sveindís. „Það var ákveðinn vendipunkt- ur í lífi mínu þegar ég tók mig sjálfa í gegn. Ég trúi að það sé ástæða fyrir öllu. Það er ástæða fyrir því að ég gekk í gegnum þetta allt og þetta hefur mótað mig í mann- eskjuna sem ég er í dag. Ég er mjög stolt af manneskjunni sem ég er í dag, því ég get sjálfri mér þakkað fyrir hver ég er í dag,“ segir Svein- dís. n „Ég sofnaði oft með puttana í eyrunum vegna þess að mamma var að öskra á pabba minn og berja hann. 117 kíló Mynd af Sveindísi á djamminu frá 2012. Þessi mynd varð til þess að Sveindís gjörbreytti um lífsstíl. Sveindís Guðmundsdóttir „Ég fékk nóg á þessu augnabliki og ákvað að þetta yrði ekki líf mitt áfram, mitt líf væri mikilvægara en þetta,“ segir Sveindís um síðasta skiptið sem móðir hennar lagði hendur á hana. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is pílukast er fyrir alla! Síðumúla 35 (gengið inn að aftan) - Sími 568 3920 & 897 1715

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.