Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2018, Page 80
Helgarblað 26. janúar 2018 4. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Allir eru að fá sér! HELGAR- TILBOÐ Þú mátt ekki missa af þessu!25.-29. janúar FRÁBÆR Auðvelt að versla á byko.is RÚÐUVÖKVI 5 lítra og þolir -18°C. 595kr. 90503840 Almennt verð: 865kr. 5 l. Fyrir bílinn RAFHLÖÐUBORVÉL EASY1200 2 x 1,5Ah raf- hlöður. 10.995kr. 74864070 Almennt verð: 17.995 kr. 39% AFSLÁTTUR KAFFIVÉL 1000W. 1,2 lítra, svört. 4.895kr. 65103496 Almennt verð: 6.995kr. 30% AFSLÁTTUR Au glý sin gin er b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl. Ti lb oð gi ld a 2 5. - 29 . ja nú ar og á m eð an b irg ði r e nd as t. 31% AFSLÁTTUR Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST RÚÐUSKAFA 60-90cm með kústi. 1.295kr./stk 84589046 Almennt verð: 2.695 kr. 52% AFSLÁTTUR „Ég er kátur að vera lifandi“ Þ orsteinn Árnason má teljast heppinn að vera á lífi eftir að ökumaður, sem grunað- ur er um að hafa verið und- ir áhrifum áfengis, ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bifreið Þorsteins sem var með unga frænku sína sér við hlið. Slys- ið átti sér stað skammt frá Hádeg- ismóum. Þorsteinn er lærleggsbrotinn og var leggurinn negldur saman með pinna og boltum. Pinninn nær frá mjöðm að hné. Til að lina sárar kvalirnar tekur Þorsteinn verkja- stillandi lyf. Þá er hann marinn og aumur víða um líkamann. Þor- steinn kveðst hafa haft lítinn tíma til að bregðast við. „Ég man greinilega eftir að sjá bílljósin og finna bílinn í fram- haldinu skella á okkur. Allt gerð- ist eftir það í „slow motion“,“ seg- ir Þorsteinn sem kveðst hafa séð loftpúðana þenjast út og glerbrot og hluta úr innréttingunni þeytast um bílinn. Þá hentist hann fram og aftur eins og tuskudúkka, slíkt var höggið. „Ég man hvað ég var feginn þegar bíllinn nam staðar og ég heyrði mig og litlu frænku gefa frá okkur sársaukastunur. Bara það að við vorum lifandi var frábært.“ Ertu heppinn að vera á lífi? „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar bíllinn skall á okkur er að nú væri ég dauður. Það gekk sem betur fer ekki eftir. Það hefði get- að farið verr og mér finnst ég vera heppinn að vera á lífi,“ segir Þor- steinn sem furðar sig nokkuð á hversu léttur í lund hann er þessa daga. „Ég er kátur að vera lifandi.“ Þorsteinn dvelur á sjúkrahúsi á Selfossi, enn rúmliggjandi. Hann vonast til að komast heim til fjöl- skyldu sinnar sem fyrst en óvíst er hvenær það verður. Þorsteinn telur nauðsynlegt að herða viðurlög við ölvunarakstri og segir áhyggjuefni hversu margir lyfjaðir og drukkn- ir ökumenn séu í umferðinni. Lög- reglan þurfi að vera sýnilegri. Sérðu lífið í öðru ljósi eftir slysið? „Það voru enginn ljós eða göng sem birtust mér, nema þá bara bíl- ljósin sem skullu á okkur!“ seg- ir Þorsteinn glettinn en bætir svo við: „Ég geri mér nú betur grein fyrir því hvaða ábyrgð við berum sem bílstjórar gagnvart öðrum vegfarendum. Slys geta alltaf gerst en að vera valdur að slysi á öðru fólki vegna þess að þér fannst þú geta keyrt ölvaður eða á einhverj- um lyfjum er allt annað mál að mínu mati. Þá ertu að taka áhættu með líf annarra í umferðinni og það hefur enginn rétt á því.“ n kristjon@dv.is Safna hári undir höndum Gabríela Sif Beck eða Mia Flawless er formaður rollerderby-félags Ís- lands en sú hjólaskautaíþrótt er Íslendingum ekki að góðu kunn. Gabríela lýsir íþróttinni sem „harðri contact-íþrótt“ sem fer fram á spor- öskjulaga braut. Í hvoru liði eru fimm leikmenn inni á í einu og fjór- ir af þeim eru svokallaðir blokkar- ar sem spila vörn en aðeins einn frammi sem sér um stigaskorun- ina. Sá er kallaður djammari. Fyrir hvern blokkara sem djammarinn kemst fram hjá fær hann eitt stig. Á Íslandi eru um 30 rollerderby- iðkendur og flestir konur. Af þeim eru 20 í landsliðinu sem heldur nú á heimsmeistaramótið í fyrsta skipti en mótið verður haldið í Manchester á Englandi og hefst 1. febrúar. Alls eru 26 manns í teym- inu sem fer út. Ísland spilar gegn Kostaríku og Team Indigenous (lið innfæddra Bandaríkjamanna) í riðlakeppninni. „Ég verð ánægð- ur ef við verðum einhvers staðar um miðbikið,“ segir landsliðsþjálf- arinn, Snorri Emilsson, sem kallar sig Flaming Moe. Félagið var stofnað árið 2011 af íslenskum konum sem höfðu kynnst íþróttinni úti í Bandaríkj- unum. Gabríela segir: „Til að byrja með vissu þær ekkert hvað þær voru að gera. Voru til dæmis á línuskautum en ekki hjólaskautum og spiluðu í bílakjöllurum.“ Nú æfa þær í Kaplakrika í Hafnarfirði. Það verður seint sagt að iðk- endur íþróttarinnar taki sig sjálfa mjög alvarlega. Allir nota þeir viðurnefni á borð við Bitchblade, Grim Creeper og Top Gunn-ur. Merki íslenska liðsins er lukkutröll með hár undir höndum og því hófu landsliðsmennirnir að safna hári í handarkrikunum í fyrrahaust í til- efni heimsmeistaramótsins. DV óskar þeim góðs gengis. Gabríela og Snorri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.