Morgunblaðið - 19.10.2017, Page 2

Morgunblaðið - 19.10.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 6. nóvember í 9 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. MAROKKÓ Sólarferð til Frá kr. 94.995 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Kunnugleg andlit hafa sést á ferðinni á Siglufirði und- anfarna daga en tökur standa nú yfir á annarri þátta- röð sjónvarpsþáttarins Ófærðar. Alls starfa um 100 manns við tökurnar á Siglufirði. Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Ólafur Darri Ólafsson snúa öll aftur í hlutverkum lögregluþjónanna Hinriku, Ásgeirs og Andra. Þættirnir verða frumsýndir í Ríkis- sjónvarpinu að ári. Landsþekktir leikarar sjást á Siglufirði Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Tökur hafnar á annarri þáttaröð Ófærðar Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhalds- skóla,“ sagði Þórður Hjaltested, for- maður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Ís- lands með frambjóðendum stjórn- málaflokkanna. Þórður talaði um nauðsyn þess að auka nýliðun kenn- ara með skilgreindum aðgerðum í samstarfi við menntamálaráðuneyt- ið, sveitarfélögin, Kennarasamband- ið og háskóla sem mennta kennara en í því samhengi yrði að horfa á laun kennara. „Í þessu sambandi er ekki hægt að horfa framhjá því að gera þarf laun kennara samkeppnishæf við laun annarra háskólamenntaðra sérfræð- inga og stórbæta þar starfsaðstæður kennara og skólastjórnenda til að þróa menntun og skólastarf til hags- bóta fyrir nemendur og samfélagið. Góð og gegn menntun fyrir alla Ís- lendinga er fjöregg þjóðarinnar,“ sagði Þórður. Fjármögnun loforða ekki rædd Aðalbjörn Sigurðsson, útgáfu- og kynningarstjóri Kennarasambands- ins, var fundarstjóri. Í upphafi fund- arins bað hann frambjóðendur um að halda sig við skólamál. Hann sagðist treysta því að ef frambjóðandi lofaði einhverju á fundinum væri búið að tryggja fjármagnið. „Við ætlum ekki að eyða mestum tíma í að ræða skattahækkanir,“ sagði Aðalbjörn við upphaf fundarins og hlaut lófa- klapp fyrir. Frambjóðendur fengu þrjár mínútur hver til að kynna stefnumál sín í menntamálum. Það var samhljómur meðal allra fram- bjóðenda um að það þyrfti að auka fjármagn í menntakerfið. Mikið var rætt um styttingu framhaldsskól- anna og langvarandi starfsmanna- vanda leikskólanna. Grunnlaun á bilinu 480-650 þús. Aðalbjörn bað alla frambjóðendur um að rita á blað hversu há þeim fyndist að grunnlaun kennara ættu að vera og sýna svo salnum. Loforð frambjóðenda um grunnlaun voru á bilinu 480 þúsund á mánuði til 650 þúsund. Páll Valur Björnsson í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og Kjartan Þór Ragnarsson í 2. sæti á lista Fram- sóknar í sama kjördæmi buðu hæst en báðir vildu að grunnlaun myndu hækka upp í 650 þúsund krónur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var með lægstu töluna á lofti, 480 þúsund í grunnlaun. Ókeypis menntun keppikefli  Formaður Kennarasambands Íslands segir að menntun barna eigi að vera foreldrum og nemendum að kostnaðarlausu  Ekki er hægt að horfa framhjá launum í umræðunni um nýliðun í kennarastéttinni Morgunblaðið/Golli Loforð Frambjóðendur á fundinum voru beðnir um að skrifa á blað og sýna salnum hversu há þeim fyndist að grunnlaun kennara ættu að vera. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikil tæring hefur komið í ljós í leiðslum í veltitanki og á vinnuþilfari rannsóknaskipsins Bjarna Sæmunds- sonar. Skipið verður úr leik í einhverjar vikur af þess- um sökum, jafnvel fram að áramótum, og hafa tafir orðið á rannsóknaverkefnum Hafrannsóknastofnunar. Skipið var upphaflega smíðað í Vestur-Þýskalandi 1970. Fyrr í haust bilaði stýritölva fyrir eina vél skipsins en það var lagað til bráðabirgða. Þá tók tíma að finna varahluti og urðu tafir á loðnuleiðangri og leiðangri sem var á áætlun þar á eftir. Brýnt að taka ákvörðun um nýtt skip Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofn- unar, segir mjög brýnt að sem fyrst verði tekin ákvörðun um nýtt rannsóknaskip. Ekki sé lengur hægt að treysta á Bjarna og fjármagni sem varið sé í viðgerðir á svo gömlu skipi sé ekki sérstaklega vel varið. Fyrir um viku átti að leggja af stað í margþættan leiðangur þar sem m.a. átti að kanna ástand rækju og smásíldar og gera umhverfisrannsóknir í fjörðum og veiðarfæratilraunir. Þegar hefur verið leigt skip til rækjurannsókna og hluta umhverfisrannsóknanna. Hægt er að mæla síld fram eftir vetri og stefnt er að því að það verði gert í byrjun næsta árs. Þessar ráðstafanir hafa í för með sér viðbótarkostn- að vegna leigu skips, auk kostnaðar við viðgerðina. Mikil tæring í leiðslum tefur rannsóknir Hafró  Bjarni Sæmundsson gæti verið úr leik fram að áramótum Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Úr leik Óljóst er hve langan tíma tekur að gera við rannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson RE. Hraða þarf nýlið- un hjúkr- unarfræðinga í heilbrigðiskerf- inu á næstunni. Þetta er niður- staða nýrrar stjórnsýsluút- tektar Ríkisend- urskoðunar um mönnun, mennt- un og starfsum- hverfi hjúkrunarfræðinga. Í úttektinni kemur fram að í lok síðasta árs hafi um 225 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið ómönnuð í heilbrigðiskerfinu og að auki þurfi að fjölga stöðugildum um 180. Áætlað er að um 570 hjúkrunar- fræðinga vanti til starfa í heilbrigð- iskerfinu. Bent er á að fimmtungur starf- andi hjúkrunarfræðinga muni öðl- ast rétt til töku lífeyris á næstu þremur árum. Nýliðun hefur að jafnaði verið 127 hjúkrunarfræð- ingar árlega, sé horft til útskrifta frá háskólum. Í skýrslunni er hvatt til þess að mótuð verði stefna um mönnun, og heilbrigðisstofnanir gerðar sam- keppnishæfar. Telja að 570 hjúkrunar- fræðinga vanti Hjúkrun 570 vantar til starfa. Sjálfstæðisflokk- urinn er með mest fylgi stjórn- málaflokka sam- kvæmt nýrri könnun MMR, 19,9%. Vinstri græn fylgja þar á eftir með 19,1%. Báðir flokkar missa fylgi frá síðustu könnun. Samfylking er á uppleið og mælist með 15,8%, Píratar fá 11,9% og Miðflokkurinn 11%. Framsókn mælist með 8%, Viðreisn með 6,7% og Flokkur fólksins 5,3%. Gagnaöflun stóð yfir dagana 17. til 18. október. 1.007 manns, 18 ára og eldri, svöruðu. Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi Bjarni Benediktsson Þriðji fundur Flugvirkjafélags Ís- lands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í gær og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Lögbundinn fundur hefur verið boðaður innan hálfs mánaðar hjá ríkissáttasemjara nema önnur krafa komi fram frá viðræðu- aðilum. Árangurslaus fund- ur flugvirkja og SA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.