Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.volkswagen.is Passat GTE Variant togar í mann. Passat GTE Variant. Dráttarbeisli fylgir. Nú fylgja dráttarbeisli með öllum Volkswagen Passat GTE Variant. Hann er jafnvígur á rafmagn og bensín. Þú kemst flestra þinna ferða á raforkunni einni saman, en í langferðum tekur sparneytin bensínvélin við. Láttu það eftir þér að krækja í nýjan Passat GTE Variant. Verð frá 4.930.000 kr. Við látum framtíðina rætast. Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skip- stjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í gær, 81 árs gamall. Dagbjartur fæddist í Grindavík 26. júní 1936. Foreldrar hans voru hjónin Laufey Guðbjörg Guðjóns- dóttir húsmóðir og Einar Jónsson Dag- bjartsson skipstjóri. Dagbjartur lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla 1953 og prófi frá farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1959. Hann var farmaður hjá Eim- skipafélaginu 1953-1955 og vann við sveitastörf 1955-1956. Var sjómað- ur á mb. Merkúr 1956-1957, stýri- maður á Þorbirni GK 1959-1963 og skipstjóri 1963-1965. Eftir það var Dagbjartur útgerðarmaður og skip- stjóri á ýmsum bátum Fiskaness hf. 1966-1971 að hann fór í land. Hann var forstjóri Fiskaness hf. 1971-2001. Fyrirtækið var burðarás í atvinnulífinu í Grindavík og gerði út stór fiskiskip, rak frystihús og verkaði skreið og síld. Fiskanes var um árabil í hópi stærstu saltfisk- framleiðenda á landinu. Dagbjartur var í janúar 1991 valinn fyrsti mað- ur ársins á Suðurnesjum hjá Víkur- fréttum. Dagbjartur tók mikinn þátt í fé- lagsmálum. Hann sat í bæjarstjórn Grindavíkur fyrir Sjálfstæðisflokk- inn 1970-1982 og sat einnig í ýmsum nefnd- um bæjarins. Þá var hann formaður Út- vegsmannafélags Suð- urnesja í tvö ár, í stjórn SÍF 1981-1983 og formaður 1983- 1993. Auk þess sat hann í ýmsum nefnd- um á vegum sjávar- útvegsins. Dagbjartur var einn helsti stuðn- ingsmaður knatt- spyrnunnar í Grinda- vík. Hannr var frí- stundabóndi með kindur og hesta og var á meðal frumkvöðla í hestamennsku í Grindavík. Þá var hann forðagæslu- maður í bænum. Eftirlifandi eiginkona Dagbjarts er Birna Óladóttir. Þau gengu í hjónaband 1960. Börn þeirra eru Einar flugstjóri, Elín Þóra starfs- maður Isavia, Eiríkur Óli útgerð- arstjóri, Jón Gauti umboðsmaður hjá Olís og Sigurbjörn Daði við- skiptafræðingur og sjómaður. Barnabörn þeirra Dagbjarts og Birnu eru átján og barna- barnabörnin tíu talsins. Dagbjartur og Birna keyptu Svefneyjar á Breiðafirði ásamt fleirum og áttu þar sinn sælureit. Einnig byggðu þau upp æskuheim- ili Birnu í Grímsey og dvöldu þar oft. Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts og birt- ist hún í bókinni Það liggur í loft- inu, sem Skrudda gaf út árið 2009. Andlát Dagbjartur Einarsson, fv. útgerðarmaður Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum sköflum efst í Gunnlaugs- skarði. „Sýnist að óhætt sé að slá því föstu að skaflinn fari ekki þetta árið,“ segir í frétt á heimasíðu Veð- urstofunnar. Í gegnum tíðina hafa Reykvík- ingar fylgst spenntir með því ár hvert hvort skaflinn í Gunnlaugs- skarði í Esjunni hverfi alveg. Í hlýjum árum bráðnar skaflinn áður en snjór tekur að safnast þar fyrir aftur að hausti en á köldum tímabilum helst hann allt árið. Fram undir aldamót hvarf skaflinn yfirleitt ekki. Eftir árið 2000 hefur hann undantekningalítið horfið al- veg. Hann hvarf haustið 2012 en var mjög stór 2013. Síðan hefur skaflinn ekki horfið en farið minnk- andi ár frá ári. Páll Bergþórsson veðurfræðingur hefur skrifað fróðleik um fannir í Esju, meðal annars um skaflinn í Gunnlaugsskarði og hvaða vísbend- ingu fyrri athuganir gefa um breyt- ingu á lofthita. Hann segir skaflinn ágætan mælikvarða á hitasveiflur. Frá síðari hluta 19. aldar fram til 1929, eða þar um bil, hafi skaflinn aldrei bráðnað. Fram til 1960 hafi hann horfið mörg árin, en síðan aldrei fram til aldamóta. Frá alda- mótum hafi hann oftast bráðnað. sisi@mbl.is Skaflinn í Gunnlaugs- skarði lifði af sumarið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lifði af Skaflinn í Gunnlaugsskarði vestan við Kistufell hverfur ekki í ár. Í fésbókarhópnum Bakland ferða- þjónustunnar er greint frá kín- verskum ferðamanni sem var að taka ljósmyndir við Arnarstapa á númeralausu ökutæki. Sá sem birti ljósmyndirnar af ökutækinu segist hafa spurst fyrir um af hverju það voru engar númersplötur á bílnum og hafi ferðamennirnir tjáð honum að þeir hefðu fengið bílinn sendan frá Kína. Þórhildur Elínardóttir, sam- skiptastjóri Samgöngustofu, segir að að sjálfsögðu megi ekki vera á númeralausum bílum en það er undir einstaklingum komið að skrá þá. Samgöngustofa þekkir ekki hvort ferðamenn séu í auknum mæli á númeralausum bílum en lög- reglan sér um eftirlit á vegum. „Þetta er náttúrlega skráning- arskylt ökutæki og það að vera á númeralausum bíl er í raun lög- reglumál,“ segir Þórhildur. „Okkar starf hérna á Samgöngu- stofu snýst fyrst og fremst um að skrá bíla, að því gefnu að fólk sé að flytja inn bílana sjálft. Ein- staklingar sem flytja inn bíla þurfa að skila inn öllum pappírsgögnum til að fá bílinn forskráðan og geta fengið þá bráðabirgðaplötur til að koma bílunum í upphafsskoðun,“ segir Þórhildur en að skoðun lok- inni fær bíll númeraplötur að því gefnu að bíllinn sé tryggður. Ferðamenn við Arnarstapa á númeralausum kínverskum bíl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.