Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.10.2017, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eitt af því sem gefur mér mest í líf- inu er að fara hingað upp að Elliða- vatni og sjá gróðurinn taka við sér og fylgjast með fuglunum. Vera hér á sumrin á fallegum dögum þegar krakkarnir geta leikið sér hér í flæð- armálinu og róið út á vatnið á bát og svo verið hér þegar haustlitirnir fær- ast yfir. Nú er eins og einni megin- stoðinni í lífinu hafi verið kippt undan mér,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. Í síðustu viku sýknaði Hæstiréttur Orkuveitu Reykjavíkur af kröfu Hrafns Gunnlaugssonar um að af- notaréttur hans af sumarhúsalóð við Helluvatn – sem fellur úr Elliðavatni – yrði viðurkenndur með dómi. Áður hafði héraðsdómur dæmt að Hrafn fengi að nota húsið á lóðinni til næstu fimmtán ára, en nú er sú niðurstaða úr gildi fallin. Leyfin virtust valdaðir reitir Hæstiréttur vísaði til þess að vilji hefði staðið til þess af hálfu fyrir- svarsmanna Orkuveitunnar að yfir- færa réttindi sem Þórði Sveinssyni, yfirlækni á Kleppi, afa Hrafns, eigin- konu hans og börnum voru tryggð með afsali frá 1927 til barna þeirra og barnabarna. Hins vegar hefði aldrei verið gengið frá samningi um þessi réttindi. Þá var ekki fallist á að sam- þykki byggingaryfirvalda í Reykja- vík til að endurbyggja sumarhúsið hefði falið í sér samþykki á afnotum Hrafns af lóðinni til framtíðar. Nið- urstaðan er því sigur Orkuveitunnar og Hrafn þarf að greiða málskostnað. Þórður Sveinsson á Kleppi lést ár- ið 1946 og eftir það tóku Ellen kona hans og þeirra stóri barnahópur við; einkum Gunnlaugur lögfræðingur, faðir Hrafns. Gunnlaugur lét reisa sumarhús við vatnið um 1960 en eftir að leiðir hans og Herdísar Þorvalds- dóttir, leikkonu og eiginkonu hans til fjölda ára, skildi varð húsið hennar. Umrætt sumarhús eyðilagðist í elds- voða árið 2004, en seinna á sama ári var reist nýtt steinsteypt hús á sökkli þess eldra. Öll formleg atriði varð- andi leyfi og lóð virtust þá vera vald- aðir reitir. „Móðir mín, Herdís Þorvalds- dóttir, sem var ástsæl leikona með þjóðinni, var hér mikið alla tíð. Rækt- aði hér skóg en gróðurvernd var hennar stóra hugsjónamál. Og þegar hún var að læra hlutverk sem hún fékk í Þjóðleikhúsinu var hún löngum stundum á þessum griðastað. Móðir mín er mörgum minnisstæð sem fjall- konan á Austurvelli 17. júní, enda birtust margar myndir af henni í því hlutverki. Enn í dag sé ég á sveita- bæjum úti á landi kökubox með þess- ari mynd á. Því var stungið að mér að segja mætti að húsið hér við Elliða- vatn, sem á að víkja, væri í vissum skilningi bústaður íslensku fjallkon- unnar. Það hljómar fallega.“ Samkomulagið var orðin tóm Síðasta barn Þórðar læknis og Ell- enar á Kleppi féll frá árið 2013, Sverrir, lengi blaðamaður á Morgun- blaðinu. Sama ár lést svo Herdís Þorvaldsdóttir. Málum er svo háttað að Hrafn, sem er elstur fjögurra systkina, hefur nánast einn nýtt sér sumarhúsið góða og á tímabili stóð hugur hans til þess að flytja upp að Elliðavatni; vildi þá reisa svefnálmu við húsið á þeim hluta byggingar- reitsins sem hafði ekki verið notaður. Það kom hins vegar babb í bátinn þegar leyfa var óskað og því borið við af hálfu Orkuveitunnar að gildur lóðasamningur væri ekki fyrir hendi. Afnotaréttur hefði verið bundinn Þórði Sveinssyni og börnum hans, sem nú væru öll látin. – „Ég gat ekki gert neitt annað í stöðunni en láta reyna á þetta fyrir dómstólum.“ Var í því málaströggli sem síðar kom lítið gefið fyrir góð orð fyrrverandi for- svarsmanna Orkuveitunnar um að afnotaréttur af lóðinni væri Herdísar og afkomenda að henni genginni. Nýir stjórnendur litu allt öðruvísi á málið og töldu að lægra settur embættismaður fyrri stjórnenda hefði vanrækt að skrifa niður sam- komulagið við Herdísi og það væri því orðin tóm. Málshöfðunin fór af stað árið 2015 en þar krafðist Hrafn afnotaréttar af lóðinni ótímabundið en 75 ára til vara. Niðurstaðan varð hins vegar sem fyrr segir að Orku- veitan fær afnotaréttinn. „Þetta umhverfi og hús hér við Elliðavatn er mjög bundið tilfinn- ingum mínum og þegar dómurinn var kveðinn upp var það mikið högg á lífsgleðina. Húsið er sennilega best heppnaða verk móðurbróður míns, Þorvaldar S. Þorvaldssonar arki- tekts. Það er elegans yfir þessari byggingu sem hönnuð var sam- kvæmt því sem móðir mín vildi og ég velti fyrir mér hvort Orkuveitan ætli virkilega að láta rífa þetta hús,“ segir Hrafn og bætir við að síðustu í þessu viðtali: Offari við að koma mér burt „Ég velti fyrir mér til dæmis hversu haldbær sjónarmiðin um vatnsvernd raunverulega séu. Vatns- bólin í Gvendarbrunnum eru hér austan við okkur og ofar í landinu og ættu að vera örugg húsanna hér vegna. Ekki rennur vatn upp í móti! Þá segja fróðir menn mér að innan ekki margra ára verði neysluvatn fyrir borgina sótt austur í Þingvalla- vatn. Mér finnst því farið offari við að koma mér og öðrum sem hér eiga dvalarstað burt. Tilgangurinn á bak við þetta allt er ærið sérkennilegur.“ Hús fjallkonunnar verður að víkja  Afnotaréttur af lóð við Elliðavatn felldur úr gildi  Dvalarstaður Herdísar  Högg á lífsgleðina, segir Hrafn Gunnlaugsson, eigandi hússins  Undarleg sjónarmið Orkuveitunnar um vatnsvernd Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sæluland Sumarhúsið er við Helluvatn í norðurjarðri Heiðmerkur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Feðgar Hrafn Gunnlaugsson og Anton Ariel, sonur hans, við húsið góða, sem stendur í fallegum trjálundi. Morgunblaðið/Ómar Systkin Herdís heitin og Þorvaldur, bróðir hennar, arkitekt hússins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitu Reykja- víkur, sagði á mbl.is í síðustu viku að mat fyrirtækisins væri að byggð og vatnsvernd færu ekki saman. „Okkar langtíma- sýn er sú að þessi byggð víki,“ sagði Eiríkur. Hann segir Orku- veituna hafa verið í sam- skiptum við eigendur húsa við Elliðavatn til að ná sátt. Þeim hafi verið boðið að leigja lóðir fyrirtækisins á þessum slóðum til næstu fimmtán ára og fjar- lægja hús sín að þeim tíma liðnum. „Niðurstaðan styrkir þau vatnsverndarsjónarmið sem OR hefur haft uppi með Elliða- vatnsjörðina, Heiðmörk og þetta svæði,“ sagði Eiríkur á mbl.is um dóminn. Langtímasýn að byggð víki FJARLÆGT EFTIR 15 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.