Morgunblaðið - 19.10.2017, Page 37

Morgunblaðið - 19.10.2017, Page 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 raun tekið að rigna! Mike staðfesti það að frásögnin væri sönn en þessi staða kæmi ólíklega upp í dag þar sem gerðar hefðu verið sérstakar ráðstafanir um loftræst- ingu á staðnum. Hefur hin óvænta skýjamyndun án efa haft sín áhrif á það. Mike benti þó á að í bygging- unni er ekkert kyndikerfi. „Það hefur ekki reynst nauðsynlegt að kynda bygginguna með beinum hætti. Gríðarstórar hurðir eru stjórnbúnaðurinn. Í miklum hita er hér allt opið upp á gátt. Þegar kalt er í veðri lokum við bygging- unni og hitinn frá starfsfólki og vélbúnaði dugar til að ná hitastigi upp í þægilegt og eðlilegt horf.“ Tvöföld íbúatala Garðabæjar Í Everett-verksmiðjunni eru leystar af hendi milljónir verkefna á hverjum einasta degi og með því móti þokast hinar gríðarstóru breiðþotur eftir framleiðslulínunni. Í dag eru þar framleiddar fjórar stærstu vélarnar sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum upp á. Það eru hin fyrrnefnda 747- Júmbóþota, 767, 777 (þrefalda sjöan) og nýjasta tækniundrið, 787-vélin, sem hlotið hefur nafnið Dreamliner sökum byltingar- kenndrar hönnunar. Og til þess að leysa allan þenn- an fjölda verkefna af hendi þarf margar vinnufúsar hendur. Í verk- smiðjunni starfa því að jafnaði um 30 þúsund manns á þrískiptum vöktum. Starfsmannafjöldinn jafn- gildir því yfir tvöföldum íbúafjölda Garðabæjar og að jafnaði yfir dag- inn eru jafn margir einstaklingar að störfum í verksmiðjunni og skrásettir íbúar sveitarfélagsins suður af Reykjavík. Hinn mikli fjöldi starfsfólks kallar á mikla innviði og af þeim sökum svipar verksmiðjunni að mörgu leyti til lítils þorps, fremur en hefðbundins vinnustaðar. Þar er rekið sjálfstætt slökkvilið og öryggisgæsla, nokkur veitinga- og kaffihús, gjafavöruverslun, heilsu- gæslustöð, leikskóli og íþrótta- miðstöð svo eitthvað sé nefnt. Erfiður markaður fyrir fjögurra hreyfla vélar Líkt og áður kom fram þykir 747 Júmbó-þotan einstök á marg- an hátt og það segir sína sögu um framleiðslu vélarinnar að hún er samsett úr sex milljónum hluta. Af þeim er um helmingur festingar og skrúfur af ýmsu tagi. Í eina vél þarf einnig að rekja og tengja um 250 kílómetra af rafmagnsvírum og leiðslum af fjölbreyttu tagi. En þótt vélin búi yfir ákveðinni dulúð vegna sérstaks sköpulags og veki eftirtekt víðast hvar er fram- leiðsla vélarinnar í ákveðinni kreppu. Því ráða ýmsir þættir en einkum sú staðreynd að mun minni eftirspurn er eftir breiðþot- um sem keyra á fjórum hreyflum. Í dag hefur tækninni fleygt fram og því er hægt að framleiða breið- þotur með mikla burðargetu sem keyra á tveimur hreyflum. Á það við m.a. um 767-, 777- og 787- vélarnar frá Boeing. Það var ekki reyndin á sjöunda áratugnum þeg- ar 747 var sett í framleiðslu og því hafði vélin yfirburði yfir allar aðr- ar hvað varðaði fjölda farþega og burðargetu almennt. Af þessum sökum hefur eftir- spurn eftir 747-vélunum dregist verulega saman og sé litið yfir pantanabók Boeing kemur í ljós að engin ný pöntun hefur borist fyrirtækinu það sem af er þessu ári. Pantanabókin nær þó nokkur ár fram í tímann og því hefur fyr- irtækið skilað nokkrum vélum af sér það sem af er ári. Boeing er ekki eitt um að takast á við þetta vandamál. Hin volduga Airbus A380-vél sem tekin var í almenna notkun fyrir sléttum ára- tug hefur ekki reynst sá lukku- gripur sem helsti og eini keppi- nautur Boeing vonaðist eftir. Hefur eftirspurn eftir þeirri vél verið langt undir væntingum. Veðja á flutningamarkaðinn Þrátt fyrir hinn breytta veru- leika þar sem tveggja hreyfla vél- ar virðast að miklu leyti vera að taka yfir markaðinn sem fjögurra hreyfla vélarnar sátu einar að áð- ur hefur Boeing ekki gefið 747- vélarnar alveg upp á bátinn og eru nú framleiddar um sex vélar á ári. Því ræður ekki síst flutningamark- aðurinn. „Þessar vélar hafa reynst gríðarlega vel á þeim markaði. Margar þeirra sem nú eru í notk- un hjá stærstu flutningafyrirtækj- unum eru hins vegar komnar á aldur og gera má ráð fyrir að end- urnýjunar verði þörf á komandi árum. Af þeim sökum höfum við m.a. haldið framleiðslunni áfram og viðhöldum með því verkþekk- ingu og slíku. Innan fárra ára ger- um við ráð fyrir fjölgun pantana úr þessum geira,“ segir Mike sposkur á svip. Og jafnvel þótt ekki yrði af því að framleiðslu 747 yrði haldið áfram er Boeing ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að flutninga- markaðnum því 767-vélinni sem fyrirtækið framleiðir einnig í Everett-verksmiðjunni er einungis beint að kaupendum á þessu til- tekna sviði flugrekstrar. Fleiri magnaðar vélar Þótt starfsemin í Everett- verksmiðjunni verði ætíð tengd Júmbó-þotunni órjúfanlegum böndum eru hinar vélarnar sem þaðan koma ekki síðri á margan hátt. Þannig er 777-vélin einnig stórbrotin, ekki síst þegar litið er til þess að hún flýgur á helmingi færri hreyflum en 747. „Þrennu- sjöan“ eins og hún er gjarnan nefnd manna í millum tók fyrst á loft árið 1994 og ári síðar var hún afhent fyrsta flugfélaginu sem veðjaði á hinn stóra skrokk. Á meðan 747 getur borið (miðað við tvö farrými) allt að 410 far- þega er burðargeta 777-300ER-vélarinnar litlu minni eða 396 farþegar. Þá er drægni 777-200LR, sem tekur 317 farþega í sæti, meiri en 747. Drífur hún allt að 15.800 km meðan 747 hefur drægni sem er um 1.000 km minni. Ekkert slær þó lengd 747 við en í dag er hún 76,3 metrar að lengd. Lengri útgáfan af 777 er 2,5 metr- um styttri. Boeing framleiðir að jafnaði fimm vélar af þessari tegund í mánuði hverjum. Draumur um loftin blá Sú vél sem einna mestar vonir eru bundnar við á vettvangi Boeing er hin svokallaða Dream- liner-vél sem ber einkennistölur- nar 787. Er hún ólík fyrri vélum Boeing að því leyti að skrokkur hennar er búinn til úr nautsterkri koltrefjablöndu sem gerir fram- leiðandanum kleift að hverfa frá hinu klassíska skrokklagi sem ein- kennt hefur nær allar stærri flug- vélar frá upphafi. Með hinni nýju tækni gefst Boeing tækifæri til að auka innanrými vélarinnar til muna og til marks um byltingar- kenndar breytingar sem fylgja 787 eru gluggar í farþegarými umtals- vert stærri en á hefðbundnum vél- um. Þá þykir vélin ein sú spar- neytnasta á markaðnum. Hún er framleidd í þremur út- gáfum og taka þær frá 242 farþeg- um og upp í 330 og mest getur drægni vélarinnar orðið 14.100 km. Boeing framleiðir um 12 vélar af gerðinni Dreamliner 787 í mán- uði hverjum. Framleiðslan fer þó fram á tveimur stöðum, bæði í Everett eins og áður er getið en einnig í verksmiðju fyrirtækisins í Suður-Karólínu. Hreyflar Eitt af síðustu verkum vélsmiðanna er að festa gríðarstóra hreyflana undir vængi vélanna. Samsetning Skrokkar vélanna eru settir saman á hvolfi en þegar þeir eru komnir á „réttan kjöl“ hefst vinnan við að festa fram- og afturhluta þeirra saman, auk þess að tengja vængi vélanna við skrokkinn. Ferlið er nokkuð tímafrekt. Val Boeing framleiðir ekki sætin í vélar sínar en úr mörgu má þó velja. Meðal þess sem vekur sérstaka eftirtekt þeirra sem sækja Everett- verksmiðjuna heim eru afar öflugir kranar sem tengdir eru við mikla járnbita í lofti hússins. Þeirra hlutverk er að flytja þyngstu hluta vélanna til og frá framleiðslulínunum allt þar til vélarnar geta staðið undir eigin þunga á sjálfum lendingarbúnaðinum. Mike Murray bendir blaðamanni sérstaklega á að til þessa dags hafa skrokkar vélanna verið settir saman á þar til gerðum „snældum“ sem eru bláar að lit og þótt hugtakið vísi gjarnan til smáhluta þá eru snæld- ur þessar engin smásmíði. Ummál þeirra er jafnt ummáli vélarskrokk- anna og eru því tröllvaxnar. Snældurnar hafa þjónað mikilvægum til- gangi því það hefur reynst heppilegra frá verkfræðilegu sjónarhorni að smíða skrokkana á hvolfi. Mike bendir hins vegar á að það muni senn breytast. „Jafnt og þétt erum við að auka sjálfvirkni framleiðslunnar og með nýjum búnaði er okkur gert kleift að smíða boli vélanna á réttum kili. Það er vissulega hentugra, krefst minna pláss og hraðar framleiðslunni.“ Og það fer ekki fram hjá þeim sem aka eftir framleiðslugólfinu að sjálfvirkni er að aukast því verið er að setja upp vélmenni sem jafnt og þétt munu geta leyst fleiri og fleiri þætti við samsetningu vélanna. Það var ekki úr vegi að spyrja Mike hver afstaða starfsfólksins væri til þessarar þróunar þar sem tæknibúnaður tekur yfir sífellt fleiri þætti framleiðslunnar og fækkar þar með þeim handtökum sem krafist er af mennskum starfskröftum. „Það fagna í raun allir þessari þróun. Fyrir því eru einkum tvær ástæður. Vélmennin taka yfir þau verkefni sem eru bæði hættulegust og líkamlega erfiðust. Því hljóta allir að fagna. En aukin tækni kallar einnig á aukna sérhæfingu og sérhæfðara starfsfólk getur krafist hærri launa. Þess vegna er rík menning fyrir því hjá okkur að fólk sæki sér aukna þekkingu og menntun og þessi þróun mun leiða til þess að hver og einn starfsmaður verður í raun verðmætari fyrir fyrirtækið.“ Tæknin fækkar handtökum AUKIN SJÁLFVIRKNI EKKI Í ANDSTÖÐU VIÐ STARFSFÓLK Stórt í sniðum Hjólabúnaður 777-vélanna er engin smásmíði og mennirnir virka mjög litlir við hlið hans. Risadekkin eru 14 undir hverri og einni vél.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.