Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 19.10.2017, Qupperneq 49
Skattar hafa verið lækkaðir undanfarin ár undir forystu Sjálfstæðisflokksins og ýmis frítekjumörk verið hækkuð. Sér- stakur 40% tekju- skattur sem vinstri- stjórnin taldi tekjur á bilinu 230-780 þúsund krónur verðskulda var afnuminn og þrepin tvö sem eftir standa bæði lækkuð. Trygging- argjald var lækkað á síðasta kjör- tímabili úr 7,68% í 6,85%. Þá var efra þrep virðisaukaskatts lækkað úr 25,5% í 24% í ársbyrjun 2015. Sjálfri finnst mér síðan mikilvæg- ust sú kerfisbreyting sem Sjálf- stæðisflokkurinn náði fram með afnámi almennra vörugjald og tolla. Sú breyting ein og sér hefur leitt til lækk- unar smásöluverðs og aukinnar fjölbreytni í verslun og skilað sér beint í vasa neytenda, eins og fram kemur í nýrri skýrslu Hag- fræðistofnunar Há- skóla Íslands um áhrif afnáms þessara gjalda. Það var gott að losna við tollana og vörugjöldin. Þrátt fyrir árangur síðustu ára þarf að gera betur. Mikið verk er fyrir höndum við einföldun ýmissa gjalda, fækkun skatta og lækkun. Við höfum ekki enn afnumið erfða- fjárskattinn sem vinstristjórnin hækkaði. Launþegar og fyrirtækin þurfa nauðsynlega á því að halda að tryggingargjaldið lækki frekar. Á rekstrarkostnað heimilisbílsins leggjast sex mismunandi skattar fyrir utan virðisaukaskatt. Neyt- endur hafa litla tilfinningu fyrir þeim sköttum sem þar um ræðir og stjórnsýslan varla heldur. Samt er þessi skattheimta einn drýgsti tekjupóstur ríkissjóðs, skilar rúm- um 51 milljarði á ári og er um leið stór hluti af rekstrarkostnaði heimilanna. Þessa skattheimtu þarf að minnka og einfalda. Vinstriflokkarnir allir, hvaða nöfnum sem þeir kunna að nefnast þessi dægrin, boða stórfelld ríkis- útgöld á næsta kjörtímabili. Ég held að þeim sé full alvara. Ekki vilja þeir þó gangast við því að ætla að hækka skatta á almenning til þess að fjármagna þessi auknu útgjöld. Frambjóðendur vinstri- flokkanna tala í fullri einlægni um að fjármagnið finnist með því að hræra einhvern veginn í skatta- súpunni, „hliðra til sköttunum“ eins og þeir orða það og nefna há- tekjuskatta og sjávarútveg til sög- unnar, rétt eins og fólk með góðar tekjur eða fólk sem starfar í sjáv- arútvegi tilheyri ekki almenningi. Vandinn sem vinstrimenn standa þá frammi fyrir er að hvergi á Norðurlöndunum er jöfnuður tekna og eigna meiri en hér á landi. Enn hærri skattur en þau 46% sem þegar eru heimt af háum tekjum mun því skila litlum tekjum í ríkissjóð og svo sann- arlega ekki svo nokkru nemi upp í útgjaldaáform vinstrimanna. Það er því ekkert sem bendir til ann- ars en að ný vinstristjórn muni fara í sama farið og sú síðasta sem við kynntumst með skattahækk- unum vítt og breitt. Sjálfstæðisflokkurinn er og verður eini stjórnmálaflokkurinn sem telur mikilvægt að halda sköttum lágum, skattkerfinu ein- földu og gagnsæju og að jafnfræði sé meðal skattgreiðenda. Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar að halda áfram að lækka skatta. Skattar eru enn of háir Eftir Sigríði Ást- hildi Andersen » Sjálfstæðisflokkur- inn er og verður eini stjórnmálaflokkurinn sem telur mikilvægt að halda sköttum lágum og skattkerfinu einföldu og gagnsæju. Sigríður Ásthildur Andersen Höfundur er dómsmálaráðherra og leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Enn einn snúningur gegn þjónustu sér- fræðilækna í heilbrigð- iskerfinu er nú tekinn. Hafa margir lagst á sveifina og fundið þess- ari þjónustu í einka- rekstri allt til foráttu. Hafa þar lýst skoð- unum sínum m.a. þing- menn, ráðherrar og sérfræðingar í heil- brigðismálum svo nokkrir séu nefnd- ir og hafa hamast gegn einkarekstri og vilja, að því er virðist, leggja hann niður eða flytja þessa starfsemi ann- að. Í því sambandi hefur verið nefnt að betra og hagkvæmara væri að færa starfsemina inn á sjúkrahúsin og auka göngudeildarstarfsemi og aðgerðir þar. Hefur landlæknir lýst yfir þeirri skoðun sinni að slíkt fyrir- komulag væri hagkvæmara og betra en það sem hefur verið unnið eftir undanfarna áratugi. Hefur því verið haldið fram að misnotkun hafi átt sér stað og ástæðulausar og of margar aðgerðir verið framkvæmdar á starfsstöðvum sérfræðinga utan sjúkrahúsa. Hafa þar einkum verið nefndir bæklunarlæknar og háls-, nef- og eyrnalæknar. Á fundi undir- ritaðs og landlæknis í vor lýsti land- læknir því yfir að liðspeglanir á hnjám sjúklinga eftir miðjan aldur væru fleiri hér á landi en t.d. í Sví- þjóð. Við þennan samanburð var ekki tekið tillit til þess að tíðni slitgigtar, biðlistastaða og fleiri þættir eru aðrir hér á landi en í Svíþjóð. Þetta gerir því allan slíkan samanburð marklít- inn. Hnéspeglanir of margar? Í könnun Embættis Landlæknis 2017, „Tíðni aðgerða í einkarekinni þjónustu 2007-2016“, sem kom út í september 2017, er m.a. fjallað um speglanir á hnélið og segir í skýrsl- unni að sterkar vísbendingar séu í þá átt að liðspeglun á hné sé ofnotuð á Íslandi og ekki sé fylgt gagnreyndri læknisfræði hjá einstaklingum 50 ára og eldri. Vitnað er í læknisfræðilegar vísindagreinar í þessu sambandi og dreifibréf landlæknis nr. 7/2009 þar sem bent var á mikilvægi þess að ástunda gagnreynd vinnubrögð. Þessi ábending Landlæknis var ekki nýjar fréttir fyrir bæklunar- lækna. Þegar árið 2002 hafði birst grein í hinu þekkta blaði New Eng- land Journal of Medicine þar sem umfjöllunarefni var hið sama. Var þá nokkru síðar vakin athygli allra fé- laga í Íslenska bæklunarlækna- félaginu á þessari grein af formanni félagsins. Íslenskir bæklunarlæknar hafa því verið og eru vel meðvitaðir um tak- markaðan árangur þegar liðspeglun er gerð eingöngu vegna slitgigtar í hné. ESSKA eru samtök hnéskurðlækna í Evr- ópu. Eftir yfirferð og skoðun vísindagreina um greiningu/meðferð/ hnéspeglanir vegna lið- þófaskemmda slits gaf ESSKA út leiðbein- ingar um ábendingar fyrir hnéspeglun. Í þeim leiðbeiningum kemur hvergi fram að aldurstakmark sé við aldur hærri en 50 ár. Ábending fyrir hné- speglun er byggð á því hve lengi verkir hafa varað og önnur meðferð hafi ekki skilað árangri Landlæknir hefur samkvæmt lög- um m.a. það hlutverk að vera ráðgef- andi fyrir stjórnvöld í heilbrigðis- málum. Hann tekur hins vegar ekki ákvarðanir um stefnumótun. Það hef- ur komið skýrt fram í málflutningi hans að hann telur að breyta þurfi núverandi fyrirkomulagi sérfræði- þjónustu og flytja inn á sjúkrahúsin. Virðist það vera markmið hans að svo verði og verður ekki annað séð en hann telji sig vera þann sem tekur ákvörðun um slíka stefnubreytingu. Sérfræðingar utan sjúkrahúsa Löng hefð er fyrir starfsemi sér- fræðilækna utan sjúkrahúsa. Þrjár meginstoðir heilbrigðiskerfisins hafa verið sjúkrahús, heilsugæsla og svo starfsemi sérfræðilækna utan sjúkra- húsa. Þetta fyrirkomulag hefur við- gengist í marga áratugi og gefist mjög vel. Með bættri tækni og fram- förum í læknisfræði hafa gefist möguleikar á að gera fleiri og flókn- ari aðgerðir utan sjúkrahúsa án inn- lagnar á sjúkrahús með styttri legu- tíma. Hefur það létt á sjúkrahúsunum, sem glíma við langa biðlista og eiga fullt í fangi með að sinna hlutverki sínu eins og lög mæla fyrir um. Þessi framþróun og fram- farir hafa ráðið miklu um það að starfsemi sérfræðilækna utan sjúkra- húsa hefur farið vaxandi,enda hefur sýnt sig að þetta fyrirkomulag er hagkvæmt og kostnaður fyrir hverja komu til sérfræðings lægri en á sjúkrahúsunum. Fjöldi aðgerða á stöðvum sérfræðinga er nú um 18.000 á ári og komur sjúklinga um 38.000 á ári.1 Allar bæklunarskurðaðgerðir voru fyrir nokkrum áratugum gerðar á sjúkrahúsum, þ.e. í Reykjavík á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspít- alanum. Fjölgun stærri aðgerða, s.s. liðskipta, hryggaðgerða og fleiri stærri aðgerða, leiddi til þess að ekki varð „pláss“ fyrir minni aðgerðir á bæklunardeildum eða skurðstofum. Reynt var að leysa þetta með því að nota skurðstofur á Landakoti, sem voru eftir sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala nýttar fyrir minni bæklunaraðgerðir sem ferli- verk. Fljótlega kom þó að því að Landakot var tekið undir starfsemi öldrunardeilda og skurðstofu- starfsemi þar lögð niður. Sjúkrahús Reykjavíkur hafði enga lausn á þeim vanda sem skapaðist við þessar breytingar. Sjúklingar héldu áfram að leita til bæklunarlækna til að fá úrlausn vegna vandamála sinna, en engin aðstaða var til aðgerða. Engin lausn var í sjónmáli af hálfu sjúkra- hússins. Það varð því úr að bækl- unarlæknar opnuðu Læknastöðina í Álftamýri til að geta sinnt þeim sjúk- lingum sem leituðu til þeirra. Fleiri starfsstöðvar bæklunarlækna voru einnig opnaðar í sama tilgangi. Biðlistar, hvað er ásættanleg bið? Eins og fram kemur á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands er bið eftir læknisþjónustu og ýmsum bækl- unarskurðaðgerðum á sjúkrahúsum Íslandi mjög löng. Ræður þar mestu að of fáar aðgerðir eru gerðar miðað við þörf og virðist sem innskráning- um hafi fjölgað. Samkvæmt könn- unum Embættis landlæknis bíða meira en 80% sjúklinga lengur en tvö ár eftir mjaðmaskiptum eða hnjá- skiptum. Upplýsingar um biðlista- stöðu liggja ekki á lausu og hafa aðr- ar tölur heyrst. Erlendis hafa gilt þau viðmið að meira en 80% sjúk- linga skuli komast í þessar aðgerðir innan þriggja mánaða. Því fer fjarri að þau viðmið gildi hér á landi. Landlæknisembættið hefur ákveð- ið viðmiðunarmörk um það sem talist Eftir Ragnar Jónsson » Greint er frá einka- rekstri á stofum bæklunarskurðlækna og breytingum undan- farin ár. Fullyrðingum landlæknis um oflækn- ingar og meinta snið- göngu bæklunarskurð- lækna við gagnreyndri læknisfræði svarað. Ragnar Jónsson Höfundur er formaður Íslenska bækl- unarlæknafélagsins og varaforseti Norrænu bæklunarlæknasamtakanna. Oflækningar – landlæknir á villigötum? getur ásættanleg bið eftir heilbrigð- isþjónustu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands eru þau eftirfarandi: 1. Samband við heilsugæslustöð sam- dægurs. 2. Viðtal við heilsugæslulækni innan fimm daga. 3. Skoðun hjá sérfræðingi innan 30 daga. 4. Aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi innan 90 daga frá greiningu. Biðtími eftir m.a. liðskiptaaðgerð- um er miðað við þetta óviðunandi. Biðtími eftir slíkum aðgerðum er m.a. annars staðar á Norðurlönd- unum mun styttri en hér á landi. Aðrar lausnir Fyrir allmörgum árum voru bið- listar orðnir mjög langir á Norð- urlöndum og var gripið til þeirra ráða að gera aðgerðir utan sjúkra- húsa og á einkareknum sjúkra- húsum. Voru m.a. í Svíþjóð gerðir samningar við slík fyrirtæki/ sjúkrahús sem gátu annað þörfinni og stytt biðina. Reyndist þetta vera hagkvæm lausn. Í ljósi góðrar reynslu vekur það því furðu hve hart er barist gegn sambærilegum lausn- um hér á landi, s.s. Klíníkinni Ár- múla. Samkvæmt EES-reglum eiga sjúklingar sem fara í mjaðmaskipta- eða hnéskiptaaðgerð og þurfa að bíða í óviðunandi tíma hér á landi að fá endurgreiddan kostnaðinn sé aðgerð- in gerð erlendis. Sjúkratryggingar Íslands hafa hins vegar ekki fengið leyfi til þess að gera samning um að- gerðir við Klíníkina Ármúla og virð- ast þar ráða ferðinni úrelt pólitísk viðhorf gegn einkarekstri í heilbrigð- iskerfinu. Hefur sú hjákátlega staða komið upp að sjúklingar sem þurfa á slíkri aðgerð að halda og hafa gefist upp á bið á biðlista sjúkrahúsanna hérlendis hafa farið utan á einkarek- ið sjúkrahús í liðskiptaaðgerðir. Hafa þær jafnvel verið framkvæmdar af læknum sem annars myndu gera þær hér á landi væri samningur fyrir hendi. Undirritaður telur að slík starf- semi (t.d. eins og Klíníkin Ármúla) myndi á engan hátt skerða né draga fé úr sjóðum LSH. Þvert á móti myndi minnka álag á bæklunar- skurðdeild LSH, sem nú annar alls ekki því aðstreymi sjúklinga sem þarfnast liðskiptaaðgerða. Aukin hagkvæmni með því að gera slíkar aðgerðir utan sjúkrahúsa myndi hafa jákvæð áhrif á starfsemi bæklunar- skurðdeildar LSH. Útgjöld vegna sérfræðiþjónustu Því hefur verið haldið fram að hækkun útgjalda til sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa sé mikil, eða um 40%. Það hefur ekki verið nákvæm- lega tilgreint hvaða tímabil átt er við eða við hvaða tölur er miðað við út- reikning þeirrar hækkunar. Sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu SÍ er útgjaldaliðurinn sérfræðilæknis- hjálp árið 2014 sögð vera 7.342 (í milljónum króna) en árið 2016, 9.067 (í milljónum króna). Hér er um að ræða 23,4% hækkun. Í sömu upplýs- ingum má greina að hækkun út- gjalda fyrir sjúkraþjálfun/physical therapy er 33% og hækkun greiðslna vegna talþjálfunar/speech therapy er á sama tímabili um 70%. Þeir sem halda því fram að um sé að ræða óeðlilega hækkun á greiðslum til sér- fræðiþjónustu lækna utan sjúkra- húsa telja e.t.v. að þessi hækkun sé einnig mjög óeðlileg eða hvað? Þessir gjaldaliðir endurspegla breytt um- hverfi heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Aðgerðum hefur fjölgað. Fleiri tegundir aðgerða eru fram- kvæmdar utan sjúkrahúsa en áður var og göngudeildarstarfsemi utan sjúkrahúsa hefur aukist. Ógn við öryggi sjúklinga? Í ljósi ofanritaðs vekur það óneit- anlega furðu lækna sem starfa utan sjúkrahúsa sem sérfræðingar að því sé haldið fram af landlækni (sbr. Fréttablaðið 9.5. 2017) að þróun ís- lensks heilbrigðiskerfis síðustu árin ógni öryggi sjúklinga og skapi stór- aukin einkastofustarfsemi sérfræði- lækna þá ógn. Í viðtali þessu við landlækni virðist hann lýsa ástandinu sem slíku að sérfræðingar yfirgefi sjúklinga sína í neyð á sjúkrahúsum til að starfa utan sjúkrahúsanna. Það er einkennilegt að slíkri aðdróttun sé kastað fram á síðum dagblaða. Full- yrðing sem þessi gerir ekki annað en opinbera persónulegar skoðanir landlæknis á fyrirkomulagi heilbrigð- isþjónustu í landinu. Verður ekki séð að þessi ásökun eigi við nein rök að styðjast. Virðist mörgum læknum, m.a. undirrituðum, landlæknir kom- inn á hálan stíg pólitískrar umræðu þar sem meira ber á pólitískri orð- ræðu en faglegri umræðu um heil- brigðismálin. 1 Árið 2015 voru komur 36.823 skv. upplýs- ingum frá SÍ. Morgunblaðið/Golli Aðstaða Víða á Norðurlöndum hafa verið gerðir samningar við einkaaðila utan sjúkrahúsa sem gátu annað þörfinni og stytt biðlista eftir aðgerðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.