Morgunblaðið - 19.10.2017, Page 60

Morgunblaðið - 19.10.2017, Page 60
„Ég á ágætlega erfitt með að skilja við fötin mín eins fáránlegt og það hljómar. Ég man eftir hverri og einni flík sem ég hef nokkurn tímann keypt, hvenær og hvar ég keypti hana og jafnvel í hverju ég var þegar ég keypti hana. En þegar mér tekst að slíta á tengslin þá vil ég gefa þau í Rauða krossinn eða Hjálpræðisher- inn.“ Uppáhaldsverslunin á Íslandi? „Án efa Andrea Boutique. Þar finnur maður ekki bara falleg föt, aukahluti og muni heldur líka yndislegt starfsfólk svo ég tali nú ekki um þegar maður rekst á Andreu sjálfa sem er góð vin- kona mín og þá endar heimsóknin iðulega með heitum kaffibolla og löngu spjalli. Ég heimsæki líka reglulega Geysi, þangað finnst mér alltaf gaman að fara og skoða fallega hönnun frá uppáhalds danska hönnuðinum mínum Stine Goya og Bianco er mín go to skóbúð þaðan sem stærstur hluti skóskápsins míns er. Ég vann lengi hjá Bestseller á Íslandi svo ég er mikið í Vero Moda, VILA og Selected hér á landi og fylgist vel með því sem er að gerast þar.“ En í útlöndum? COS, & Other Stories og All Saints eru uppáhalds. Einnig hef ég gaman að því að fara í stórar verslanir eins og Illum og Ma- gasin Du Nord í Kaupmannahöfn og La Rinascente í Milano til að fá fullt af flottum merkjum og vörum beint í æð.“ Verslar þú mikið á netinu? Ég á það til já, þá er það helst Asos sem verður fyrir valinu. En ég reyni eftir fremsta megni að kaupa fatnað hér á landi, mér finnst það skemmtilegra og þá líka veit ég að ég geri mitt til að halda þeim verslunum hér á landi og úrvali sem breiðustu.“ Bestu kaup sem þú hefur gert? „Ég fjárfesti í klassískum Barbour-jakka um daginn í Geysi, ég hef mikla trú á því að sú yfirhöfn eigi eftir að verða mér ómiss- andi í haust og vetur. Annars er mest notaða flíkin í fataskápnum mínum ef flík má kalla svört leður ökklastígvél með grófri áferð sem Camilli Pihl hannaði fyrir Bianco fyrir ábyggilega rúmum tveimur árum. Ég hef klæðst þeim skóm ca 2-3 í viku síðan ég fékk þá fyrir öllum þessum tíma og þeir eru enn eins og nýir.“ Mesta tískuslysið þitt? „Ég vil helst meina að þau séu bara örfá eða engin, alla vega eru þau partur af minni stílsögu svo ábyggilega voru slysin stór partur í að móta minn stíl í dag.“ Uppáhaldsaukahlutur? „Ég get varla annað en nefnt einstaklega fallegu töskuna mína frá Yves Saint Laurent. Ég var stödd í verslun tískumerkisins í Kaupmannahöfn í sumar með tveimur af mínum bestu vinum til að fá hjálp við að velja hina hárréttu tösku sem tókst svo sann- arlega.“ Hvað er á óskalistanum fyrir veturinn? „Mig langar helst í yfirhöfn, kápu eða pels með hlébarðam- unstri. Ég tek reglulega rúnt um uppáhaldsverslanirnar mínar og netverslanir í leit að þeirri einu sönnu.“ Í hvaða borg finnst þér skemmtilegast að versla? „Ég er svo heppin að fá að ferðast mikið í tengslum við vinn- una mína og fer tvisvar á ári til Ítalíu nánar tiltekið til Mílanó. Að versla í þeirri fallegu borg er eins og að versla á listasöfnum. Ekki bara eru fallegar flíkur heldur er umhverfið svo glæsilegt og auðvelt að gleyma sér í að skoða arkitektúr jafnt sem fallegar vörur.“ Hvernig er kauphegðun þín? „Hún er stundum aðeins of ýkt en ég hef þó þroskast með ár- unum og spái miklu meira í hvað ég kaupi og hvernig ég get not- að það.“ Ef þú ynnir milljón í happdrætti, hvað myndir þú kaupa í fata- skápinn? „Það fallegasta sem ég veit er hönnun Christopher Bailey fyr- ir Burberry, ég held að ég myndi eflaust splæsa í eitthvað fallegt frá honum ef ég yrði ýkt og tæki það alla leið. Annars yrði rök- réttast að kaupa fyrst fleiri fataskápa, plássið er af ágætlega skornum skammti fyrir fata- og skófíkil sem þjáist af aðskiln- aðarkvíða við flíkurnar sínar!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Allt í bland Erna Hrund kaupir flest föt frá Andreu, Cos, VILA og Vero Moda. Tvíhneppt Erna Hrund kann vel við sig í tvíhnepptu. YSL-taskan setur punktinn yfir i-ið. 60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is VETRARGLEÐI Í MIÐBÆNUM 20% afsláttur af öllum hönskum 19.-21. október mánudaginn 23. október, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17 Karólína Lárusdóttir Listmunauppboð nr. 107 Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags Karólína Lárusdóttir Lo ui sa M at th ía sd ót tir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.