Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 64

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 64
Frábærar pizzur Hver hefði trúað því að ein besta pizza sem ég hef smakkað fengist á flugvelli? Gorms er frábær veitingastaður á Kastrup-flugvellinum í Danmörku. Fagurt og gott Þessa dásamlegu ostaköku og rósavín fékk ég í Brighton með aðstoð TripAdvisor. Ítölsk gleði Í Ítalíuferð var valið á milli bændagistinga með hjálp TripAdvisor og besti maturinn réð valinu. Það bregst ekki að ef fólk setur stöðuuppfærslu (status) á Facebook og biður um ábendingar um góða veitingastaði á ákveðnum stöðum hrúgast inn svör. Best er að merkja ferðafélagana í stöðuuppfærsluna til að fá fleiri svör en þá birtist upp- færslan einnig á þeirra vegg. Nú þegar þú ert kominn með góðan lista má nefnilega njósna um þá staði sem þér líst best á á sam- félagsmiðlum svo sem Facebook og Instagram en mér finnst alltaf mik- ilvægt að sjá myndir af matnum á stöðunum sem ég vel mér. TripAdvisor Ferðasíðan TripAdvisor (einnig til sem app) er í miklu uppáhaldi hjá mörgum enda hreinasta snilld. Ef ferðinni er heitið í stærri borgir á borð við París má hlaða niður svo- kölluðum borgarvísi (cityguide) sem fletta má upp í símanum án þess að vera nettengd/ur. Á TripAdvisor má leita eftir veitingahúsum á ákveðnum stöðum, eftir verði, af- greiðslutíma, matargerð og flokkum svo sem morgunmat eða smárétt- um. Ég nota mikið „best nearby“- fídusinn í appinu í símanum eða best í næsta nágrenni eins og það útleggst á íslensku. Með því að haka í þann glugga flettir forritið upp bestu veitingahúsunum eftir stað- setningunni sem síminn gefur upp. TripAdvisor er þó nokkuð mis- marktækt eftir notendahópnum í hverju landi fyrir sig. Yfirhöfuð finnst mér síðan vera guðsgjöf en hef þó lent í því, t.d. á Spáni, að hún hafi verið með flest meðmæli frá ungum Bretum sem vildu helst djúpsteiktan mat og hamborgara og því skoruðu slíkir veitingastaðir Flugvallamatur Ófáir fá gæsahúð og áfalla- streituröskun við að hugsa til síð- ustu máltíðar á flugvelli en sem betur fer eru æ fleiri flugvellir farnir að leggja upp úr því að bjóða upp á hágæðaveitingar. Ef farið er á nýjan flugvöll er sniðugt að fletta því upp á heimasíðu flug- vallarins hvaða veitingar eru í boði í þeirri flugstöðvarbyggingu sem ferðalangarnir eru dæmdir til að bíða á. Ef úrvalið er lélegt er besta ráðið að borða vel áður en farið er upp á völl eða kippa með sér vefju, salati eða samloku sem varið er í og sleppa við að kaupa rándýrt rusl á vellinum. Stundum má jafnvel fletta upp veit- ingastöðum á flugvellinum eða í kringum hann á TripAdvisor. tobba@mbl.is Svona borðar þú góðan mat í útlöndum Þegar halda skal á erlenda grundu og kynna sér lysti- semdir ákveðins lands eða borgar er mikilvægt að vinna heimavinnuna sína til forðast það að borða ein- hvern bévítans viðbjóð. Við á Matarvefnum erum kannski matsár í meira lagi en það er algjör óþarfi að borða vondan mat. Lestu þennan leyniráðalista og lágmarkaðu viðbjóðinn og hámarkaðu unaðinn í næstu útlandaferð. eftir þínu höfði. Mörg veitingahús skipta líka reglulega um matseðla svo að það sem vinurinn eða vin- konan mælti með er ekki endilega fáanlegt. Staðsetning Flettu staðnum upp á Google Maps til að komast að því hversu langt er á hann frá þér og gerðu ráð fyrir tímanum sem tekur að ferðast á milli staða og kostn- aðinum! Ef veitingahúsið er dálít- inn spöl frá gististaðnum er snið- ugt að skoða hvað er í kringum staðinn og nýta ferðina til að skoða menningarminjar, kíkja í verslun eða á smart stað áður en haldið er á veitingahúsið. Borðaðu á dýrari stöðum í hádeginu Mörg dýrari veitingahús bjóða lægra verð í hádeginu og jafnvel léttari útgáfur af samsettum mat- seðlum á lægra verði. Þannig má oft borða á fínum veitingahúsum fyrir 20-50% lægra verð í hádeginu en á kvöldin þótt um sama mat sé að ræða. Ætlar þú að taka myndir? Æ fleiri hafa gaman af því að taka matarmyndir eða halda jafn- vel úti matarbloggi. Ef þú ert að fara út að borða um kvöld verða myndirnar aldrei neitt spes því náttúruleg birta er lykillinn á bak við fallegar matarmyndir teknar á síma. Flass gerir myndir gular eða gráar en auðvitað má vel reyna það. Við mælum þó með að fólk njóti þess að borða bara kvöldmat- inn en myndi hádegismatinn og biðji þá um borð við glugga til að nýta birtuna. mjög hátt á síðunni fyrir þennan til- tekna spænska smábæ. Þegar skoðaðir eru veitingastaðir á síðunni þarf að hafa í huga að ein- kunnagjöfin ræðst af stjörnugjöf notenda. Þannig getur veitingahús með mjög margar einkunnagjafir yfir meðallagi, t.d. 400, en 10 mjög slæmar komið svipað út í stjörnu- gjöf og einhver með betri stjörnu- gjöf og ummæli en mun færri. Við mælum því með því að auk þess að skoða stjörnugjöfina séu efstu um- mælin skoðuð því þau eru nýlegust. Veitingahús með góða stjörnugjöf en nýleg slæm ummæli gefa til kynna að eitthvað hafi versnað upp á síðkastið. Eigendaskipti, kokka- skipti eða almenn hnignun. Bóka borð og skoða matseðlana áður Það er mikilvægt að renna yfir matseðla þeirra veitingahúsa sem þú hefur hugsað þér að heimsækja áður en bókað er borð. Yfirleitt má finna matseðlana á heima- eða fa- cebooksíðu staðarins. Bæði er svekkjandi að komast að því að þótt mælt sé með staðnum sé kannski ekkert á matseðlinum sem vekur áhuga þinn eða þá að verðið er ekki 64 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Grafinn lax - Láttu það eftir þér Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.