Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 66

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 66
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is Það er merkilegt til þess að hugsa að það er tæpur áratugur síðan Agent Fresco spratt fram á sjónarsviðið í Músíktilraunum 2008. Hljómsveitin er heldur betur enn í fullu fjöri og munu þeir halda upp á tíu ára af- mælið í febrúar á næsta ári. Það var ekki alveg beint planað hjá Arnóri Dan að verða forsöngvari í hljóm- sveit þegar kallið kom á sínum tíma. Ég bjó í Danmörku og var á leiðinni heim aftur frá Íslandi og er í raun alltaf á leiðinni heim aftur, segir Arnór sem er alinn upp í Danmörku. „Ég var kominn inn í leiklistarskóla og búinn að borga staðfesting- argjaldið og hætti við á síðustu stundu. Arnór segist vera meiri Dani en Íslendingur. Ég skammast mín pínu, ég held að John Grant tali betri íslensku en ég, segir Arnar og hlær.“ 33 tónleikar á fimm vikum „Í Rússlandi er alltaf ógeðslega gaman; upplifa eitthvað sem maður hefur ekki upplifað áður. Kaup- mannahöfn eins og alltaf. Þýskaland er alltaf næs og svo förum við aftur til Barcelona og Madrídar, sem er spennandi vegna þess sem er í gangi þar núna. Búdapest er alltaf geggjuð líka,“ segir Arnór spurður hvaða staði hann hlakki mest til að heim- sækja. „Það sem ég elska mest líka er eftir tónleikana að stökkva út og hitta fólkið. Ég fer alltaf í það eftir tónleika og þar næ ég í hellings orku,“ bætir Arnór við um það sem hann hlakkar mest til á ferðalaginu. Hljómsveitin er á samningi hjá þýsku plötufyrirtæki sem markaðs- setur sveitina í Evrópu. „Þýskaland er svo stór markaður og alltaf gengið vel að halda tónleika þar,“ segir Arnór en hljómsveitin mun koma fram í 21 landi á þessum fimm vikum, allt frá Rússlandi til Ír- lands. „Vignir, bassaleikarinn okkar, er að verða pabbi núna á næstunni og kemur því ekki með okkur í ferða- lagið. Því fengum við til liðs við okk- ur danskan bassaleikara sem heitir Nikolai sem spilar með hljómsveit- inni Vola. Hann kom til landsins á mánudaginn og við erum búnir að vera að æfa saman. Við ætlum að halda smá prufutónleika á Bryggj- unni Brugghúsi í kvöld og spila okk- ur saman. Það verður frítt inn og all- ir velkomnir,“ segir Arnór. Tónleikarnir hefjast um kl. 21.00 og eins og fyrr segir er frítt inn. Þetta er líka ágætt tækifæri til þess að kveðja sveitina áður en hún heldur í tónleikaferðina um Evrópu. „Ég er stressaður en spenntur,“ segir Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, en sveitin heldur í næstu viku utan til þess að halda tónleika vítt og breitt um Evrópu. Hljómsveitin, sem hefur skipað sér í raðir þeirra allra vinsælustu hér á landi, fagnar tíu ára af- mæli á næsta ári. Á flakk Hljómsveitin Agent Fresco mun halda í tónleikaferð um Evrópu á næstu dögum. Skemmtilegast að hitta fólkið HÁGÆÐA POTTAR OG PÖNNUR Á ALLAR GERÐIR ELDAVÉLA Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Senn líður að kosningum,“ eins og þingmaðurinn í Dalalífi sagði forðum í flórnum. Umræðan í aðdraganda kosninga snýst mik- ið um að horft sé til framtíðar og um uppbyggingu innviða í sam- félaginu. Þegar rætt er um inn- viðauppbyggingu má ekki gleyma sér bara í umræðum um steinsteypu og malbik heldur þarf að huga að listinni. Ég spái því t.d. að á næsta áratug verði tónlist ein af okkar helstu út- flutningsvörum. Hún er reyndar nú þegar orðin stór útflutnings- vara og eru íslenskir tónlist- armenn úti um allan heim ann- aðhvort að skrifa undir plötusamninga eða á tónleika- ferðalagi. Það má ekki gleyma að hlúa að tónlistarfólkinu okkar og gera umhverfið þannig að hæfileikafólk geti skapað sína list og lifað á henni. Ekki má heldur gleyma því að góð tónlist er ígildi heilu bílfarmanna af geðlyfjum. Ég nota tónlist mjög mikið sjálfur, bæði til þess að gleðja mig þegar mér líður ekki nógu vel eða róa mig þegar stressið er mikið. Svo flæða góð- ir hormónar um líkamann þegar komið er heim af góðum tón- leikum, t.d. úr fallega og góða tónlistarhúsinu okkar, Hörpu. Áfram íslenskir tónlistarmenn, takk fyrir að gleðja okkur og vera glæsilegir fánaberar lands- ins okkar erlendis! Gleymum ekki tónlistinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.