Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 74

Morgunblaðið - 19.10.2017, Síða 74
LEIKUR OKTÓBERB74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2017 Vigdís Stefánsdóttir vigdisst@landspitali.is Bleiki liturinn er fallegur. Hann má finna bæði í sólarupprás og sólarlagi og þegar rignir erum við minnt á að við búum á hnetti með fallegum regn- boga sem skartar stundum bleikum lit með öllum hinum. Fólk hefur lengi notað litlar slaufur til að sýna stuðning sinn við ákveðin málefni. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar fóru að sjást rauðar slaufur til að vekja athygli á AIDS og í kjölfarið fylgdu aðrir. Það var svo árið 1992 að Alexandra Penny, sem þá var aðstoðarritstjóri tímaritsins SELF, og Evelyn Lauder, einn framkvæmda- stjóra Estée Lauder, tóku sig til og hönnuðu bleikan borða en Evelyn hafði sjálf fengið brjóstakrabbamein. Fyrirtækið (Estée Lauder) framleiddi hálfa aðra milljón borða sem fóru í verslanir. Með hverjum borða fylgdi kort sem kenndi sjálfsskoðun brjósta. Í kjölfarið safnaði fyrirtækið rúmlega 200.000 undirskriftum um aukið fé til brjóstakrabbameinsrannsókna. Síðan hefur bleiki liturinn verið órjúfanlega tengdur brjóstakrabbameini. Arfgengt brjóstakrabbamein Það fær ein af hverjum átta konum brjóstakrabbamein sem þýðir að á Ís- landi greinast rúmlega tvö hundruð konur árlega. Meðalaldur við grein- ingu brjóstakrabbameins er 62 ár. Á fimm ára tímabili eru þetta rúmlega 1.000 konur og væntanlega þekkja all- ir eina eða fleiri konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein. Segja má að allt krabbamein sé til- komið vegna galla í erfðaefninu en það er samt ekki allt arfgengt. Það er dá- lítið ruglandi en arfgengt krabbamein eða öllu heldur arfgeng tilhneiging til að fá krabbamein er vegna meinvald- andi breytinga sem erfast milli kyn- slóða. Flestar tegundir krabbameins verða til vegna þess að einhvers staðar í einni eða fleiri frumum bregst próf- arkalesturinn og fruma með gölluðu erfðaefni fær að skipta sér. Það er gott að hafa í huga að krabbamein er sjaldnast af arfgengum ástæðum eða í 5-10% tilvika. Hvað er þetta BRCA? Þá er kominn tími til að kynna BRCA til sögunnar. BRCA stendur fyrir BR = breast (brjóst) og CA = cancer (krabbamein) eða brjósta- krabbameinsgen. BRCA-genin eru tvö, BRCA1 og BRCA2, en númerin eru notuð til að aðskilja genin – BRCA1 fannst á undan. Það eru allir með BRCA-gen. Litlir og stórir, ungir og gamlir, karlar og konur. All- ir. En … það eru ekki allir með mein- valdandi breytingu (stökkbreytingu) í BRCA-geni, þ.e. einhverja mein- valdandi breytingu sem eykur lík- urnar á því að greinast með krabba- mein. Rúmlega 1.000 breytingar eru þekktar í hvoru BRCA-geni. Sumar þeirra eru meinvaldandi en aðrar ekki og fer það eftir tegund breyt- ingarinnar og staðsetningu í geninu. Landnemabreytingin 999del5 í BRCA2-geni Á Íslandi er þekkt ein „landnema- breyting“ (e: founder mutation) í hvoru BRCA-geni. Landnemabreyt- ingar eru þær breytingar kallaðar sem lengi hafa fyrirfundist hjá við- komandi þjóð eða þjóðarbroti. Slíkar breytingar eru þekktar í mörgum genum víða um heim. Breytingin sem er algengust á Íslandi er í BRCA2-geni og heitir 999del5. Það þýðir að fimm stafir hafa dottið út í geninu þegar 999 stafir hafa verið lesnir af því. Talið er að um 0,8% Ís- lendinga beri þá breytingu, eða um 2.400 manns, óháð kyni og aldri. Það er mikilvægt að átta sig á því að þessi breyting kemur ekki óvænt fram hjá einstaklingi í fjölskyldu heldur hefur hún verið til staðar í margar kyn- slóðir. Sé ein manneskja í fjölskyldu með breytinguna eru aðrir það líka. Gen eru eins og stafróf eða texti sem segja til um starfsemi líkamans. Textinn er einfaldur, aðeins fjórir stafir (A, C, G, og T) sem raðast á litningana í ákveðnum röðum. Genin eru lesin þannig að þrír og þrír stafir eru saman. Þegar fimm stafir detta út þýðir það að öll röðin á eftir ruglast og genið getur ekki sinnt sínu hlut- verki. Hins vegar erum við öll með tvö eintök af flestum genum, líka BRCA-genunum, og þótt annað ein- takið sé með breytinguna dugar hitt. Það útskýrir af hverju bara sumir þeirra sem eru með meinvaldandi breytingu í BRCA-geni greinast með krabbamein. Það getur svo gerst ein- hvern tíma á lífsleiðinni að breyting verður í óbreytta geninu og þá hefur sú fruma eða frumur ekkert starf- hæft eintak af geninu og líkur við- komandi á að fá krabbamein aukast. Mismunandi fjölskyldur Eitt af því sem einkennir fjöl- skyldur þar sem BRCA2-breytingin finnst er hversu margbreytileg krabbameinssagan er. Í sumum þeirra er sterk saga um brjósta- krabbamein en lítil í öðrum. Í nokkr- um fjölskyldum er einnig blöðruháls- krabbamein algengara en gengur og gerist. Í sumum fjölskyldum þekkist líka brjóstakrabbamein hjá körlum. Í stöku fjölskyldum er annað krabba- mein, s.s. í brisi, skjaldkirtli eða húð. Meðalaldur við greiningu brjósta- krabbameins hjá konum með BRCA2-breytinguna er 49 ár. Ástæður þess að krabbameinssagan í fjölskyldunum er svo mismunandi eru að líkindum tengdar öðrum breytingum í erfðaefni, meðfæddum og áunnum. Lífsstíll getur líka haft áhrif en til að skilja þau áhrif þarf mjög umfangsmiklar og langvinnar rannsóknir. Aðrar breytingar Hér að ofan hefur mest verið fjallað um 999del5 í BRCA2-geni. Það er vegna þess að sú breyting er langalgengust hér á landi. En hér finnast líka aðrar breytingar, bæði í BRCA-genum og öðrum, rétt eins og annars staðar í heiminum. Að jafnaði er ekki talin aukin hætta á því að karlar með meinvaldandi breytingar í BRCA1-geni fái blöðruháls- krabbamein. Konur sem bera þessar breytingar eru hins vegar með aukn- ar líkur á því að fá brjósta- og/eða eggjastokkakrabbamein. Líkurnar fara eftir því hver breytingin er og hvar hún er í geninu. Það sama gildir um aðrar BRCA2-breytingar. Flest- ar aðrar meinvaldandi breytingar sem hafa fundist í BRCA-genunum tveimur fyrirfinnast í einni eða tveimur fjölskyldum en „landnema- breytingin“ G5193A í BRCA1 hefur fundist hjá fimm fjölskyldum. Erfðaráðgjöf vegna krabbameins Erfða- og sameindalæknisfræði- deild (ESD) á Landspítala sinnir al- hliða erfðaheilbrigðisþjónustu. Innan ESD er klínísk erfðafræði og erfða- ráðgjöf. ESD sinnir erfðaráðgjöf vegna krabbameins í samvinnu við lyflækningasvið. Frá áramótum 2006- 2007 hafa nokkur þúsund manns komið í erfðaráðgjöf vegna krabba- meins, langflestir vegna fjöl- skyldusögu um brjóstakrabbamein. Þegar einhver kemur í erfðaráðgjöf er fyrst gert mat á fjölskyldusögunni til að ákveða hvað eigi að gera. Ef meinvaldandi breyting í erfðaefni er þekkt í fjölskyldunni er viðkomandi ráðþega boðin erfðarannsókn strax. Nokkur skilmerki – eitt eða fleiri af eftirfarandi – fyrir arfgengu krabbameini eru:  Ráðþegi sjálf/ur eða ættingi með krabbamein óvanalega ung/ur  Náinn ættingi með meinvaldandi breytingu í geni  Ættingi með tvö eða fleiri brjósta- krabbamein  Tveir eða fleiri ættingjar með brjóstakrabbamein, annar greind- ur fyrir 50 ára aldur  Ættingi með krabbamein í eggja- stokkum  Náinn ættingi með brjósta- krabbamein yngri en 40 ára  Karlmaður með brjóstakrabba- mein Ef líklegt þykir að hægt sé að finna arfgenga ástæðu fyrir krabbamein- inu er gerð erfðarannsókn. Hægt er að kanna hvort viðkomandi ber ein- hverja eina ákveðna breytingu í einu geni eða leita í mörgum genum. Hvor leiðin farin er fer eftir því hver fjöl- skyldusagan er. Stundum er byrjað á að kanna eina ákveðna og líklega breytingu og ef hún finnst ekki er leitað víðar. Hvað gerist eftir greiningu BRCA-breytingar? Það hefur lítinn tilgang að greina meinvaldandi breytingar í erfðaefni hjá fólki án þess að hafa möguleika á að bregðast við því. Konum sem bera breytingu í BRCA-geni er boðið eft- irlit sem felst í segulómskoðun árlega og brjóstamyndatöku árlega frá 25- 29 ára aldri. Þetta eftirlit skarast svo það er á sex mánaða fresti. Brjósta- eftirlitið á Landspítala heldur utan um þessar rannsóknir. Einnig er boð- ið eftirlit með eggjastokkum. Það eft- irlit fer fram á kvennadeild LSH eða hjá kvensjúkdómalækni viðkomandi konu. Mælt er með því að allir sem bera 999del5-breytinguna í BRCA2- geni séu í eftirliti hjá húðsjúkdóma- lækni og sé briskrabbamein þekkt í fjölskyldunni, þá líka hjá meltingar- færalækni. Körlum sem bera þessa breytingu er vísað í eftirlit til þvag- færalæknis sem mælir hjá þeim PSA- gildi a.m.k. árlega frá 40 ára aldri. Netið og samfélagsmiðlar Á netinu er að finna fjölmargar síð- ur stuðnings- og áhugahópa þeirra sem eru með BRCA-breytingu eða tilheyra fjölskyldum. Þar má t.d. nefna BRAKKA – samtök BRCA- arfbera á Íslandi, sem eru á Fésbók. Bleiki fíllinn í stofunni Morgunblaðið/Golli Vigdís Stefánsdóttir Morgunblaðið/Ómar Fjölskyldur Eitt af því sem einkennir fjölskyldur þar sem BRCA2- breytingin finnst er hversu margbreytileg krabbameinssagan er.  Brjóstakrabbamein er algengt – ein af átta konum fær brjósta- krabbamein á lífsleiðinni – en arfgengt brjóstakrabbamein er sjaldgæft. Um 5 -10% krabba- meina eru af arfgengum ástæð- um.  BRCA þýðir BR = breast (brjóst) og CA = cancer (krabba- mein) eða brjóstakrabbameins- gen. BRCA genin eru tvö, BRCA1 og BRCA2. Það eru allir með BRCA gen, óháð aldri og kyni. En það eru ekki allir með meinvald- andi breytingu (stökkbreytingu) í BRCA geni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.