Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 6

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 og lífið Lindin www.lindin.is Lindin kristilegt útvarp • Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík • Sími 567 1818 Sannleikurinn Þjóðmálaþáttur á Lindinni alla virka daga frá kl. 17:00 til 18:00 Hallur Hallsson fréttamaður rýnir í samfélagsumræðuna og skoðar það sem efst er á baugi, í sögulegu samhengi og boðskap Biblíunnar. FM 102,9 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Framkvæmdir við nýtt hús Hjálp- ræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borg- aryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar. Nýja byggingin, sem er nokkuð óvenjuleg í útliti eins og myndin sýnir, verður um 1.500 fermetrar að stærð og að hluta til á tveimur hæðum. Hún mun rúma mjög fjöl- breytta starfsemi hersins, en þar verður þó ekki gistirými eins og í Herkastalnum í miðbænum, hinu gamla húsnæði Hjálpræðishersins sem selt var haustið 2016. Í nýja húsnæðinu verður að- alskrifstofa hersins fyrir Ísland og Færeyjar, auk skrifstofu Hjálpræðishersins í Reykjavík og Hertex sem er fata- og nytja- markaður hersins. Innandyra verður einnig kirkjurými sem hægt verður að stækka inn í fjöl- nota sal sem liggur samsíða rým- inu. Í húsinu verða tvö verkstæði, eitt fyrir trésmíðar og annað fyrir léttari handavinnu. Þar verður hægt að vinna að ýmsum hugð- arefnum fyrir fjölbreyttan hóp fólks. Í húsnæðinu verður einnig kaffihús auk fata- og nytjaversl- unarinnar Hertex sem verður á tveimur hæðum. Loks verður í húsinu velferðarálma þar sem finna má setustofu og viðtalsstofu. Það eru arkitektarnir Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav And- ersen hjá Teiknistofunni Tröð sem hönnuðu nýbygginguna. Hjördís Kristinsdóttir hjá Hjálp- ræðishernum vildi minna á að byrjað væri að safna í hinn árlega jólapott Hjálpræðishersins og myndu öll framlög renna til vel- ferðarstarfs. Til stendur að breyta Herkast- alnum í miðbænum í hótel, en ekki liggur fyrir hvenær fram- kvæmdir við það hefjast. Húsið er um 1.400 fermetrar að stærð á þremur hæðum og friðað aldurs síns vegna. Hjálpræðisherinn fær nýtt hús  Framkvæmdir við bygginguna hefjast eftir áramót  Skrifstofur, samkomu- salur með kirkjurými og vinnustofur  Fata- og nytjaverslun einnig í húsinu Teikning/Teiknistofan Tröð Hjálpræðisherinn Nýbyggingin við Suðurlandsbraut 72-74 er um 1.500 fermetrar að stærð. Hún mun setja svip á umhverfi sitt eins og gamli Herkastalinn. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Með hertu eftirliti Embætti land- læknis hefur ástandið hjá fólki sem glímir við fíknivanda á morfín- skyldum lyfjum versnað. Með breyt- ingum á lyfjalögum 2012 og nýjum lyfjagagnagrunni varð aðgengi að morfínskyldum lyfjum mun takmark- aðra, minna er ávísað af þessum lyfj- um en áður og því minna af þeim fer í sölu á svartan markað. Morfínskyld lyf hafa því hækk- að margfalt í verði sem leiðir til þess að innbrot og þjófnaðir hafa aukist. „Skjól- stæðingar Frú Ragnheiðar tala mikið um hvað efnin séu orðin dýr og erfitt sé að útvega sér pening fyrir þeim. Þau þurfi því að stela meira og hefur kyn- lífsvinna hjá hópnum aukist mikið. Hert eftirlit með lyfjaávísunum hefur því aukið allskonar annan vanda í staðinn og eru einstaklingarnir mun verr staddir en þau voru áður,“ segir Íris Gunnarsdóttir lyfjafræðingur og sjálfboðaliði í Frú Ragnheiði, ska- ðaminnkunarverkefni Rauða kross- ins í Reykjavík. Hún gerir þetta að umfjöllunarefni í grein í nýjasta tölu- blaði Tímarits um lyfjafræði. Erfiðara að komast í meðferð Íris segir erfiðara aðgengi að efn- unum útiloki ekki vandann, fíknin sé enn til staðar. „Þau eru mörg sem langar til að komast í meðferð en bið- listar eru langir. Það er búið að loka á aðgengið að lyfjunum en ekki opna á meira aðgengi í meðferð. Það hefði mátt hugsa málið aðeins lengra og láta þetta haldast í hendur.“ Íris bendir á að þau fari einnig að nota önnur ólögleg efni sem séu jafn- vel hættulegri en læknalyfin og að auki er meira af efnum smyglað inn. Íris tekur fram í greininni að hún sé ekki að mæla með því að allir fái uppáskrifuð sterk verkjalyf svo að þau komist meira í umferð fyrir þá sem eru háðir þeim. „En skaðinn sem hlýst af notkun vímuefna er að öllum líkindum að aukast með minnkuðu framboði og þar af leiðandi leitar fólk á önnur mið, svo sem í ólögleg vímu- efni sem geta verið mun hættulegri.“ Hún bendir á að skaðaminnkandi viðhaldmeðferð og sérútbúið neyslu- rými gæti verið lausn á þessum vanda. Einstaklingar sem eru háðir lyfjum gætu verið með einhvers kon- ar lyfseðla fyrir vissu magni af lyfjum á dag og komið í neyslurýmið og fengið þar sinn skammt afhentan af heilbrigðisstarfsmanni. „Þannig þyrftu þeir ekki að fjármagna efnin á skaðlegan hátt og leita eftir efnum á götunni, heldur jafnvel borgað sann- gjarnt verð fyrir skammtinn, neytt hans á öruggum stað og mögulega byrjað í niðurtröppun á lyfjunum,“ segir Íris. „Það eru fleiri leiðir í boði en bara sú að herða aðgengi að lyfjum og vímuefnum sem geta verið misnot- uð þar sem svarti markaðurinn mun alltaf finna leiðir til að fylla upp í gatið og þær lausnir eru oft ekki betri fyrir samfélagið. Til að draga úr misnotk- un á lyfjum og vímuefnum þurfa allir í heilbrigðis- og velferðarkerfinu að leggjast á eitt og auka úrræði fyrir einstaklinga sem nota efnin,“ skrifar Íris í grein sinni. Segir erfiðara aðgengi ekki leysa vandann  Læknadóp hefur hækkað margfalt í verði  Eykur glæpi Morgunblaðið/Ófeigur Frú Ragnheiður Skaðaminnkunarverkefnið býður m.a. upp á hreinar nálar. Íris Gunnarsdóttir Neyslurými fyrir fólk sem sprautar fíkniefnum í æð eru komin upp í mörgum borgum Evrópu og víðar. Þar á meðal á stöðum sem eru á stærð við höfuðborgarsvæðið. Engu minni þörf er hér á landi fyrir neyslurými, segir Þórir Guð- mundsson, forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík. Lengi hefur verið rætt um að setja upp neyslurými fyrir fólk í fíkniefnaneyslu hér en það er ekki komið lengra en á umræðustig. „Við teljum að það sé mikil þörf fyrir neyslurými en hið opinbera þarf að standa fyrir því. Við höfum átt samtal og flestir sem við tölum við eru já- kvæðir og skilja þörfina á þessu en það hefur ekkert farið lengra. Við teljum tví- mælalaust þörf á að fólk í neyslu geti verið í öruggu umhverfi, líka til þess að fækka dauðsföllum vegna of- skömmtunar,“ segir Þórir. Mikil þörf NEYSLURÝMI Ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknað af kæru Aldísar Hilmars- dóttur, áður yfirmanns fíkniefna- deildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og vildi 2,3 milljóna króna bætur vegna eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu Sig- ríðar Bjarkar Guðjónsdóttir lögreglu- stjóra, sem færði Aldísi til í starfi. Það taldi Aldís illa dulbúna brottvikningu. Sigríður hefur sagt að deildin hafi verið óstarfhæf undir stjórn Aldísar, sem hafnar því. Sigríður sagði fyrir dómi að fjöldi kvartana hefði komið frá undirmönnum Aldísar um frammistöðu hennar sem yfirmanns. Hefðu nokkrir lögreglufulltrúar hót- að henni vantrausti en Sigríður hlíft henni við slíku. Þá sagði hún Aldísi hafa afneitað ástandinu í deildinni eft- ir að ásakanir um spillingarmál komu upp. Bæði Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn og Jón H.B. Snorrason, áður aðstoðarlögreglu- stjóri, sögðu við aðalmeðferð að Aldís hefði verið yfirburðastarfsmaður. Aðrir lögreglufulltrúar sem gáfu skýrslu fyrir dómi sögðu hana hafa skort hæfni í samskiptum. Ríkið sýkn- að í máli Aldísar  Brottvikning stend- ur og engar bætur Ennþá vantar starfsfólk á um þriðj- ung leikskóla í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var meðal stjórnenda í skóla- og frí- stundastarfi borgarinnar í byrjun mánaðarins. Alls vantar ríflega þrjá- tíu starfsmenn á 22 leikskóla í borg- inni en 40 eru fullmannaðir. Staðan er betri en í síðasta mánuði. Í byrjun mánaðarins voru enn 12 leikskólar sem höfðu opið í skemmri tíma en vant er. Síðan í haust hafa 23 leikskólar af 62 þurft að grípa til ein- hverra skerðinga á þjónustu vegna skorts á starfsfólki. Staðan er betri í grunnskólum og frístundastarfi Reykjavíkurborgar að því er fram kemur á heimasíðu borgarinnar. Nú vantar 4 kennara, 6 stuðningsfulltrúa, 9 skólaliða og 2 mötuneytisstarfsmenn í 34 grunn- skóla borgarinnar. Hins vegar vant- ar 70 starfsmenn í hálf störf á frí- stundaheimili og í sértækar félagsmiðstöðvar. 44 börn bíða enn eftir því að komast inn á frístunda- heimili í Reykjavík. hdm@mbl.is Ríflega 30 starfs- menn vantar enn Morgunblaðið/Ásdís Á leikskóla Ennþá vantar starfs- fólk á 22 leikskóla í Reykjavík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.