Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 16

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 16
Morgunblaðið/Eggert Textatal Margir hafa áhyggjur af að aukin notkun textaskilaboða valdi hrakandi tilfinningu fyrir tungunni. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þegar Neil Papworth, 22 áraverkfræðingur í Bretlandi,ákvað að senda vini sínumRichard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. des- ember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst ald- arfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Jarvis var þá staddur í jólaboði fyrirtæk- isins og kveðjan var einfaldlega „Merry Christmas“ eða „Gleðileg jól“. Papworth sendi hana úr tölvu sinni í farsíma Jarvis. Þar með var fyrsta „sms-ið“ eða smáskilaboðin orðin að veruleika. Í byrjun þessa mánaðar var því 25 ára afmæli þessa samskiptamáta sem allar göt- ur síðan hefur haft gífurleg áhrif á það hvernig fólk talar saman í texta frekar en tali. „Ég held ég hafi ekki svo mikið sem haft einn bjór út úr þessu,“ sagði Papworth brosandi í samtali við Sky News. Í viðtali sem birtist í tæknimiðlinum Gadgets 360 segir hann: „Árið 1992 hvarflaði ekki að mér hversu vinsæl smáskilaboð myndu verða og að þau myndu geta af sér öll þessi myndtákn (emojis) og skilaboðaöpp sem milljónir manna nota um allan heim. Það er ekki fyrr en nýlega sem ég sagði börnunum mínum að það hefði verið ég sem sendi þetta fyrsta sms. Og þegar ég lít til baka verður mér ljóst að jólakveðjan sem ég sendi markaði þáttaskil í sögu farsímans.“ Eins konar tilraun Papworth segir að smáskilaboð hafi upphaflega átt að vera skref í þróun gamla símboðans (pager), en raunin varð sú að þau veittu fólki þægilega og skjóta leið til sam- skipta sem hægt er að hefja nánast hvenær sem er og hvar sem er. Þessi jólakveðja Papworths var eins konar tilraun, en það var svo árið 1993 sem Nokia bauð upp á sms-möguleikann á símtækjum sín- um. Þá var textinn takmarkaður við 160 stafi og telja má líklegt að þau mörk hafi haft áhrif á það hvernig til varð nýtt skammstöfunarkerfi í smáskilaboðum, fyrst persónubund- ið en smám saman almennara, eink- um hjá yngri kynslóðum. Það hefur verið kallað „txt spk“ eða „texta- mál“. Ef Neil Papworth ætlaði að senda jólakveðjuna sína í dag myndi hann trúlega skrifa „mry xmas“ í stað „Merry Christmas“ eða jafnvel bara senda myndtákn af jólatré og kannski skella broskalli fyrir aftan. Eitt af mörgu sem valdið hefur áhyggjum af hinni hröðu þróun í símatækninni er að textamálið á sms-skeytum hefði í för með sér hrakandi tilfinningu ungra notenda fyrir tungunni, málfræði og staf- setningu. Kynslóðir sem alast upp með snjallsímanum muni t.d. ekki þekkja muninn á „ur“ og „your“. Nenagh Kemp, sálfræðikennari hjá háskólanum í Tasmaníu, hefur rannsakað áhrif smáskilaboða á málfræðikunnáttu nemenda frá grunnskólastigi til háskólastigs í Bretlandi. Hennar niðurstaða er að fátt bendi til að sms hafi haft nei- kvæð áhrif á málkunnáttu. Nem- endur sem séu vel að sér í stafsetn- ingu og málfræði virðist þvert á móti frumlegri í að finna nýjar leið- ir í textatjáningu, allt frá styttingu orða til emoji-notkunar. Í samtali við Sky News segir hún að full- orðnir hafi ekki síst áhyggjur af textamálinu vegna þess að þeim líði eins og utangarðs í heimi unga fólksins. Málfar í fjölmiðlum sem eldri kynslóðir nota frekar en þær yngri hafi ekki orðið fyrir teljandi áhrifum af þessari þróun. Sms fær andlitslyftingu Tæknisérfræðingurinn Brian Moore skrifar á vefsíðuna Whats- next að notkunarmöguleikar smá- skilaboðatækninnar hafi í raun staðið í stað lengi. Tími sé til kom- inn að sms-ið fái andlitslyftingu. Arftakinn heiti Rich Communi- cation Services, skammstafað RCS, sem bjóði upp á mun fleiri sam- skiptaleiðir en sms. Með rcs geti notendur deilt hvar þeir eru staddir og sent myndir og myndbönd í há- gæðaupplausn sem og hljóðskjöl, stofnað til hópsamtala og stýrt þeim að vild og séð hvenær móttak- andi hefur lesið skilaboðin, rétt eins og Facebook gerir nú. Moore telur jafnframt að RCS verði „appböð- ull“, því staðreyndin sé sú að fjórði hver notandi appa hætti notkun þeirra eftir eitt skipti. Hvað sem öllum slíkum fram- faraskrefum líður er ekkert sem bendir til annars en að svo langt sem augað eygir muni fólk með tvo fingur á símlyklaborði verða á vegi okkar hvert sem litið er. Hvernig þetta umhverfi verður eftir annan aldarfjórðung, þegar 50 ára afmæli sms verður minnst, er hins vegar hulin ráðgáta. 25 ár frá sendingu fyrstu smáskilaboðanna Daglegt Líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 KASTEHELMI kertastjakar Verð frá 2.250,- TOIKKA KUULAS RAIN14 cm Verð 28.900,- ESSENCE glös Verð frá 4.250,- 2 stk. í pakka ALVAR AALTO blómavasi 16 cm Verð frá 18.950,- KARTIO Glös 21 cl verð 2.350,- 2. stk. Glös40 cl verð 3.350,- 2. stk. Kanna verð 8.950,- NAPPULA kertastjaki Verð frá 4.650,- TAIKAmatar- og kaffistell Litir: blátt, hvítt, rautt KAASA kertastjaki 115 mm Verð frá 12.700,- FESTIVO kertastjakar Verð frá 5.890,- KASTEHELMI desertskálar Verð frá 3.690,- Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Gjafir sem gle ðja MÚMÍN bollar og skálar Verð frá 3.180,- Eins og flest önnur tungumál hefur íslenskan ekki farið var- hluta af skammstöfunarmáli sms-skilaboða. Þrjú algeng dæmi og eitt enskt sem komist hefur inn í textahefðina: Nákvæmlega: nkl Náttúrlega: nattla Auðvitað: auda Sjáumst: cu CU AUDA SKAMMSTÖFUNARMÁL Ef Neil Papworth, sá sem sendi fyrstu smáskilaboðin fyrir aldarfjórð- ungi, ætlaði að senda jólakveðjuna sína í dag myndi hann trúlega skrifa „mry xmas“ í stað „Merry Christmas“ eða jafnvel bara senda myndtákn af jólatré og kannski skella broskalli fyrir aftan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.