Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 18

Morgunblaðið - 14.12.2017, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is Eigum nokkra SKODA og Volkswagen bíla með niðurfellingu til afhendingar til bílaleiga fyrir áramót. Árgerð 2018 af Skoda Octavia, SKODA Superb, SKODA Fabia, Volkswagen Golf og Volkswagen Passat. Allar nánari upplýsingar hjá vörustjórum HEKLU Valgeir Erlendsson í síma 590 5611 eða ve@hekla.is Haraldur Ársælsson í síma 590 5530 eða hara@hekla.is Nýir SKODA og Volkswagen fyrir bílaleigur. „Þetta háir okkur á allan hátt. Ef færðin er slæm komast hvorki starfsmenn okkar né gestir á svæðið með góðum hætti. Góðar samgöngur eru lykilforsenda þess að hægt sé að vera með rekstur,“ segir Unnar Bergþórsson, hót- elstjóri á Hótel Húsafelli. „Ef veg- urinn er ekki mokaður er ekki fólki bjóðandi að ferðast um hann.“ Unnar er í hópi þeirra sem ótt- ast að slys geti orðið. „Ef veg- urinn fær ekki vetrarþjónustu er það ekki spurning hvort heldur hvenær það verður slys. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda,“ segir Unnar og bætir við: „Það munar litlu í kostnaði að moka alla leið. Það ætti raunar að vera sjálfsagt. Húsafell er einn stærsti vinnu- staðurinn í Borgarfirði. Hingað koma um það bil 10 þúsund manns á mánuði í seld- ar ferðir og einhver fjöldi þar fyrir utan án þess að hafa bókað gist- ingu. Nú er árið 2017 og mér finnst að ég eigi ekki að þurfa að standa í stappi með þetta. Þetta er Borgarfjarðarbraut, meginleiðin um héraðið.“ Forsenda reksturs hótelsins HÓTELSTJÓRINN Í HÚSAFELLI Unnar Bergþórsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ferðaþjónustan í uppsveitum Borg- arfjarðar og sveitarfélagið Borgar- byggð hafa mikið reynt að fá betri vetrarþjónustu fyrir veginn upp í Húsafell. Það hefur ekki gengið vegna fjárskorts hjá Vegagerðinni. Umferðin hefur stóraukist vegna metnaðarfullrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar og hafa rútur og bílaleigubílar iðulega lent í vandræð- um og stundum legið við stórslysum. Borgarfjarðarbraut er mokuð og hálkuvarin fimm daga í viku frá Borgarfjarðarbrú og upp í Reykholt. Frá Reykholti og að Kaldadalsvega- mótum sem eru rétt fyrir ofan Húsa- fell er mokað tvisvar í viku, á föstu- dögum og sunnudögum. Það er um 26 kílómetra kafli. Framkvæmdastjórar ferðaþjón- ustufyrirtækjanna á svæðinu og sveitarstjóri Borgarbyggðar hafa krafist úrbóta þannig að mokað verði daglega frá hringveginum við Borgarfjarðarbrú og upp í Húsafell. Hafa áskoranir verið sendar og fundað með samgönguráðherra. Vegagerðin þarf auknar fjárheimild- ir frá Alþingi til að auka vetrarþjón- ustu en þeir fjármunir hafa ekki fengist. Hins vegar kemur fram í svari Vegagerðarinnar á Vestur- landi til sveitarstjórans í fyrradag að mótaðar hafi verið tillögur um breyt- ingar á vetrarþjónustu þar sem tekið er tillit til aukningar og breytinga á umferð, meðal annars að fjölsóttum ferðamannastöðum. Tillögurnar fela í sér að mokað verði fimm sinnum í viku á allri leiðinni upp í Húsafell. Verið er að meta kostnað við tillög- urnar fyrir landið allt. Þjónustan verði þó ekki aukin nema fjárveit- ingar til hennar aukist. Umferðin margfaldast Gríðarlegar breytingar hafa orðið í umferð um uppsveitir Borgarfjarð- ar vegna uppbyggingar í ferðaþjón- ustu. Hraunfossar hafa lengi verið vinsæll áfangastaður ferðafólks. Lengi var það hins vegar svo að litla veitinga- og gistiþjónustu var að hafa fyrir ofan Reykholt. Á þessu hefur orðið gjörbreyting á síðustu árum, eins og Kristján Guðmunds- son, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, bendir á. Komið er fínasta hótel í Húsafelli og veitingastaður við Hraunfossa, auk ýmiskonar þjónustu svo sem veitingahúss í Brúarási og hótels Ár á Kirkjubóli. Þá hefur Fosshótel Reykholt verið byggt upp. Þar fyrir utan hafa verið byggð upp vinsæl og öflug afþreyingarfyrirtæki. Ber fyrst að nefna íshellinn í Langjökli, Into the Glacier, vélsleðaferðir Mountaineers of Iceland í Langjökli, þjónustu The Cave í Víðgelmi og nú síðast baðstaðinn Kraumu við Deild- artunguhver. „Þetta er orðinn al- vöru ferðamannastaður,“ segir Kristján og vísar til uppsveitanna í heild. Rútufyrirtæki sem bjóða dags- ferðir út frá Reykjavík hafa fylgt þessu eftir með því að bjóða dag- legar ferðir í Húsafell alla daga árs- ins. Fjögur fyrirtæki eru með heils- ársþjónustu og fleiri aka bara á sumrin. Þá fer fjöldi erlendra ferða- manna daglega uppeftir á bílaleigu- bílum til að gista eða kaupa afþrey- ingu. Fjöldi starfsfólk fer daglega á milli. Þar fyrir utan nota íbúar svæð- isins veginn allt árið, meðal annars til að aka börnum til og frá skóla og leikskóla. Vilja mokstur þegar ófært er „Það er erfitt að vera búinn að fjárfesta mikið og geta svo ekki komið starfsfólki og gestum á stað- inn,“ segir Kristján Guðmundsson. Viðmælendur benda á að núverandi fyrirkomulag, að moka aðeins á föstudögum og sunnudögum, miðist við að fólk komist í sumarbústaðina sína um helgar. Margir gera það enn en þörfin er orðin allt önnur með uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Ef það gerir ofankomu og skaf- renning á mánudegi er vegurinn ekki mokaður fyrr en á föstudegi, samkvæmt reglunum. Ruðnings- tækin fara um á mokstursdögunum, með tönnina uppi ef enginn snjór er. „Það er ekki boðlegt að fólk þurfi að skipuleggja ferð sína upp í Borgar- fjörð yfir helgi. Auðvitað á að moka þegar ófært er og hálkuverja. Ég held að það hljóti að verða niðurstað- an,“ segir Snorri Jóhannesson á Augastöðum sem rekur veitingahús- ið við Hraunfossa. Sigurður Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri íshellisins, Into the Galcier, segist fá fjölda gesta á hverjum degi. Vegurinn sé stundum hættulegur. Nefnir að starfsmanna- bíll hafi farið út af í slabbi í fyrravet- ur. Sem betur fer hafi ekki orðið slys á fólki. Í næstsíðustu viku hafi orðið vandræði, þurft hafi að losa bíla gesta og starfsfólks. Þjónusta fylgir ekki uppbyggingu  Vegurinn í Húsafell aðeins mokaður um helgar þótt ferðaþjónustan dragi að sér fjölda gesta og starfs- fólks alla daga vetrarins  Vegagerðin undirbýr nýjar reglur en vantar fjármuni til að auka þjónustu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Náttúruundur Hraunfossar eru sérstakt náttúruundur og draga að fjölda ferðamanna. Þangað komu 3.350 gestir í janúar sl., nærri þrisvar sinnum fleiri en í sama mánuði árið 2016. Talan verður enn hærri í janúar á næsta ári. Borgarfjörður » Yfir 100 manns vinna við ferðaþjónustu í vetur í 20 fyr- irtækjum frá Deildartungu og upp í Húsafell. » Umferðin um Borgarfjarð- arbraut hefur margfaldast á stuttum tíma vegna uppbygg- ingarinnar. » Ferðamenn sem leggja leið sína um Vesturland eru orðnir mun fleiri en komu til Íslands allt árið 2012.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.