Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 38

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák – fer fram í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11 laugardaginn 16. desember nk. Mótið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16:30-17:00. Gera má ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn landsins taki þátt í mótinu og efsti keppandinn fær titilinn Íslandsmeistari í hrað- skák. Tímamörkin eru 3+2 og tefldar eru þrettán umferðir. Meðal skráðra keppenda eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er í 27. sæti á al- þjóðlega hraðskákstigalistanum, Jóhann Hjartarson, sem hefur titil að verja, og Þröstur Þórhallsson, hraðskákmeistari Íslands árið 2015. Alls eru 100 skákmenn skráðir til leiks. Þetta er fjórtánda árið í röð sem Landsbankinn og Skák- samband Íslands standa fyrir Frið- riksmótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafs- syni, fyrsta stórmeistara Íslend- inga. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Sterkir skákmenn taka þátt í Friðriks- mótinu í hraðskák Friðrik Ólafsson Krossgátubók ársins 2018 er komin í verslanir en bókin kemur út ár hvert fyrir jólin. Þetta er 35. ár- gangur bókarinnar. Krossgátubókin er 68 síður og eru gáturnar bæði fyrir nýliða í fræðunum og þá sem lengra eru komnir. Lausnir annarrar hverrar gátu eru aftast í bókinni. Forsíðumyndin er að venju eftir Brian Pilkington teiknara. Hún er af Eddu Björg- vinsdóttur leikkonu. Krossgátubók ársins 2018 fæst í helstu blaðsölustöðum landsins. Út- gefandi er sem fyrr Ó.P.-útgáfan ehf., Dalbraut 20, Reykjavík, en að- aleigandi hennar er Ólafur Pálsson. Prenttækni ehf. prentaði bókina. Krossgátubók árs- ins 2018 komin út BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Víða í íslenskri löggjöf er að finna ranga, óskýra eða villandi hugtaka- notkun þegar fjallað er um land- fræðilegt gildissvið viðkomandi laga. Þetta er einkum áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Alvarlegustu mis- tökin snúa að notkun hugtaksins efnahagslögsaga, en efnahagslögsaga er skilgreind sem svæði utan land- helgi. Ekki er útilokað að þetta gæti haft áhrif á úrlausn sakamála fyrir dómstólum, yrði látið reyna á þessi ákvæði. Ágallarnir gætu leitt til þess að verknaðir, sem annars má telja lík- legt að ætlunin hafi verið að væru refsiverðir, yrðu taldir refsilausir. Þá er ekki er unnt að útiloka að óljós hugtakanotkun hafi átt þátt í því að sakborningar hafi hlotið refsidóma án þess að öll skilyrði sakfellingar hafi verið fyrir hendi. Mistök við lagasetningu Þessu er haldið fram í grein eftir tvo lagakennara við Háskólann í Reykjavík í Tímariti Lögréttu, sem er samstarfsverkefni lagadeildar HR og laganema og kemur út á næstu dögum. Höfundarnir, dr. Bjarni Már Magnússon dósent og Arnar Þór Jónsson lektor, segja að markmið greinarinnar sé að benda á mistök sem gerð hafi verið við samningu lagaákvæða er snerta landfræðilegt gilidissvið löggjafar sem varðar hafið og skyldra ákvæða er snerta íslenskt yfirráðasvæði og lögsögu. Þeir leggja til að hafist verði handa um að breyta viðkomandi ákvæðum og kanna hvort fleiri sambærileg finnist í íslenskum lögum og reglugerðum. Þá segja þeir nauðsynlegt að við lagasetningu sé kerfisbundið gengið úr skugga um að gildissvið viðkomandi löggjafar sé í lagi. Ráðast þurfi í heildarendur- skoðun á lögum frá 1979 um land- helgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn. Loks þurfi að efla þekkingu á grundvallaratriðum þjóðaréttar meðal íslenskra lögfræð- inga, t.d. með því að setja á laggirnar rannsóknarstofnun á sviði þjóðarétt- ar sem hefði m.a. ráðgjafarhlutverk gagnvart stjórnvöldum. Eitt fjölmargra dæma sem höfund- arnir nefna um óskýra hugtaka- notkun er úr lögum frá 1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fugl- um og villtum spendýrum (villi- dýralögin). Sagt er að lögin nái til efnahagslögsögunnar þótt augljóst sé að þau eigi fyrst og fremst að gilda á íslensku landsvæði. Af einhverjum ástæðum sé ekki tekið fram skýrlega að þau gildi á landi, innsævi, land- og lofthelgi sem og efnahagslögsögunni. Hugtakið efnahagslögsaga sé þar að auki notað öðruvísi en í hinum svo- nefndu lögsögulögum, þ.e. lögum frá 1979 um landhelgi, aðlægt belti, efna- hagsslögu og landgrunn. Höfund- arnir segja að nokkur fjöldi dóma hafi fallið í refsimálum á grundvelli villi- dýralaganna en ekki verði séð að gild- issviðsákvæðið hafi verið nefnt í mál- flutningi við þau tækifæri. Dómarar hefðu þó átt að eiga frumkvæði að því að hyggja að þessu atriði. Hugsanlegt sé að dómþolar í málum sem varða villidýralögin eigi rétt á endur- upptöku mála sinna af þessum sök- um. Hugtök misskilin Annað dæmi sem höfundarnir taka er úr lögum um vaktstöð siglinga frá 2003 sem snertir m.a. tilkynningar- skyldu skipa. Þar sé hugtakið efna- hagslögsaga notað en ekki minnst á innsævi og landhelgi eins og eðlilegt væri. Höfundarnir segja að svo virð- ist sem í þessum lögum birtist grund- vallarmisskilningur um efnahags- lögsöguna. Þá er nefnt að þegar lögum um fjárfestingar erlendra aðila í íslensk- um atvinnurekstri var breytt 1996 hafi hugtakið efnahagslögsaga komið í stað fiskveiðilandhelgi sem áður var í lögunum. „Samkvæmt orðanna hljóðan opnaði breytingin á fiskveiðar erlendra aðila í íslenskri landhelgi og á innsævinu,“ segja þeir, en benda á að af lestri greinargerðarinnar með lögunum komi ekkert fram um þá fyrirætlan. „Hér virðist slys hafa átt sér stað við lagasetningu,“ segja þeir og benda á að ósamræmi sé á milli þessa ákvæðis og annarra íslenskra laga. Það sé óæskilegt út frá megin- reglum réttarríkisins um stöðugleika laga, skýrleika og innbyrðis sam- ræmi. Áhrif á refsiábyrgð Í greininni kemur ennfremur fram að í lögum frá 1996 um nytjastofna sjávar, sem fjalla m.a. um brottkast og vigtun afla, sé notast við hugtakið efnahagslögsaga þar sem heppilegra hefði verið að tala um fiskveiði- lögsögu (eða fiskveiðilandhelgi) sem einnig tekur til innsævisins og land- helginnar. Höfundarnir segja að í dómum á grundvelli laganna sé ekki vikið að þessu atriði, en út frá hags- munum ákærðu í slíkum málum hefði ekki verið óréttmætt að kalla eftir slíkri umfjöllun, þar sem refsiábyrgð kunni að ráðast af því hvort stofn haldi sig að hluta eða öllu leyti í efna- hagslögsögunni. Ekki sé að sjá að slíkt sakarmat hafi farið fram. Meðal annara laga þar sem höf- undarnir telja hugtakið efnahags- lögsaga notað á rangan hátt eru lög um hollustuhætti og mengunarvarnir frá 1998 og lög um loftslagsmál frá 2012. Þá benda þeir Bjarni Már og Arnar Þór á að í íslenskri þýðingu 1. greinar Mannréttindasáttmála Evr- ópu sé að finna þýðingarvillu. Þar sé talað um yfirráðasvæði þar sem rétt- ara sé að tala um lögsögu í samræmi við ensku og frönsku útgáfu sáttmál- ans. Þessi mistök ættu þó ekki að þurfa að hafa afdrifaríkar afleiðingar, þar sem íslenskir dómstólar skýri ís- lenskan rétt til samræmis við alþjóð- legar skuldbindingar sé þess kostur. Mistökin séu fyrst og fremst „klunna- leg í jafnmikilvægri löggjöf,“ segja höfundarnir. Gæti haft áhrif á refsiábyrgð  Tveir lagakennarar við HR segja hugtakanotkun í íslenskri löggjöf víða ranga, villandi og óskýra  Áberandi þegar fjallað er um landfræðilegt gildissvið  Vekur spurningar um endurupptöku mála Morgunblaðið/Árni Sæberg Lög Víða eru brotalamir í hugtakanotkun í lögum. Þetta er áberandi þar sem fjallað er um landfræðilegt gildissvið. Arnar Þór Jónsson Bjarni Már Magnússon STUTT Skipulagsstofnun hefur ákveðið að allt að 5.000 tonna fiskeldi Tálkna ehf. við Þorlákshöfn skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Hægt er að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar. Fram kemur í ákvörðun Skipu- lagsstofnunar að Tálkni fyrirhugi að reisa fiskeldisstöð á lóð suð- vestan þéttbýlisins í Þorlákshöfn á milli starfandi seiða- og fiskeld- isstöðva. Svæðið sé að stærstum hluta í gamalli fjögurra til sjö metra djúpri námu, sem sé lítt frágengin en að nokkru sjálfgró- in. Stöðin sé hönnuð til að ala laxfisk (bleikju, lax og sjóbirting). Skipulagsstofnun segist telja að jafnmikið eldi og fyrirhugað sé kalli á nánara mat og greiningu þegar horft sé til staðsetningar og álagsþols náttúrunnar, einkum strandsvæða, m.a. vegna óvissu um magn næringarefna og úr- gangs sem muni koma frá starf- seminni. Fiskeldi í Þorlákshöfn þarf að fara í umhverfismat Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólagjöf gr i l lmeistarans L Fjöldi grilla á Jólatilboði Núerhægtaðgrilla allt árið Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 www.grillbudin.is Opið alla daga til jóla 15” Spaði og skeri fylgja Fyrir grill og ofna Þráðlaus kjöthitamælir JÓLATILBOÐ 3.990 VERÐ ÁÐUR 4.990 Pítsusteinn KjúklingastandurLED ljós á grillið Frá Þýskalandi Niðurfellanleg hliðarborð Triton 3ja brennara JÓLATILBOÐ 54.900 VERÐ ÁÐUR 69.900 Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegarmaturinn er tilbúinn Fyrir grill ogofna Fyrir grill ogofna Opið alla daga til jóla JÓLATILBOÐ 5.990 VERÐ ÁÐUR 7.990 JÓLATILBOÐ 4.990 VERÐ ÁÐUR 6.990 JÓLATILBOÐ 1.990 VERÐ ÁÐUR 2.990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.