Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 44

Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Krýsuvíkursamtökin hafa opnað nýtt áfangaheimili fyrir konur á Sjónar- hóli í Hafnarfirði. Í framhaldi af því hefur Lionsklúbburinn Fjölnir ákveðið að styðja við þetta verkefni enn frekar með því að hefja lands- söfnun til styrktar stækkun heimilis- ins. Landssöfnunin fer fram með síma- sölu og verður í boði nýr diskur sem nefnist Það birtir. Flytjendur tónlist- ar eru Egill Ólafsson, Sigríður Thorlacius, Eyþór Ingi Gunnlaugs- son, Ágústa Ósk Óskarsdóttir, Ás- geir Óskarsson, Matthías Stefánsson og Snorri Heimisson. Nú njóta fimm konur meðferðar á Sjónarhóli, en Krýsuvíkursamtökin hafa rétt til að kaupa til viðbótar stærri hluta af húsinu og snýst söfn- unin um að gera það mögulegt. Framtíðarsýn áfangaheimilisins á þessum stað er búseta fyrir 12 konur. Þetta er fyrsta úrræði sinnar teg- undar á Íslandi og heita Fjölnismenn á stuðning almennings til að þetta geti orðið að veruleika, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Krýsu- víkursamtökunum. Félagsleg aðlögun Tilgangur áfangaheimilisins er að sameina búsetuúrræði ásamt því að veita áframhaldandi meðferð og stuðning eftir að hefðbundnum með- ferðartíma lýkur á meðferðarheimili Krýsuvíkursamtakanna í Krýsuvík. Áfangaheimilinu er ætlað að veita konunum félagslega aðlögun og stuðla að mögulegri þátttöku þeirra á atvinnumarkaði, sem er stór þáttur í að endurheimta hæfni, sjálfsvirðingu og gott sjálfsmat. Krýsuvíkursamtökin hafa í þrjá áratugi rekið kynjablandaða áfengis- og vímuefnameðferð með ágætum árangri. Þrátt fyrir það hallar á kon- ur þegar þessi málaflokkur er annars vegar. Þær virðast sækja sér seinna meðferð og eru þar af leiðandi lengra gengnar og mjög oft verr farnar af völdum alkóhólisma og fíkniefna- neyslu. „Eitt af því sem einkennir konur sem eru að koma úr ofneyslu vímu- efna er að í flestum tilfellum hafa þær verið þolendur kynferðis-, lík- amlegs og andlegs ofbeldis í miklu meiri mæli en karlmenn. Það segir okkur að þær þurfi þar af leiðandi meiri og nánast í öllum tilfellum lengri meðferð en hefðbundinn með- ferðartími leyfir. Það er mikilvægt að geta boðið konum sem eru að koma úr meðferð nægan tíma til að venjast eðlilegu umhverfi jafnhliða því að hafa aðgang að fólki með þekkingu sem getur veitt þeim stuðning til að komast aftur í tengingu við fjölskyld- ur sínar og í mörgum tilfellum einnig börn sín,“ segir Þórir Jensen hjá Lionsklúbbnum Fjölni í fréttatil- kynningunni. Þar er jafnframt haft eftir for- svarsmönnum Krýsuvíkursamtak- anna að fall sé mjög algengt hjá kon- um eftir mörg ár í neyslu vímuefna, ofbeldi og einangrun og tengslarof við börn, fjölskyldu, vini og samfélag- ið. „Þær eru í einu orði hjálparvana. Krýsuvíkursamtökin hafa þess vegna ákveðið að stíga fram og opna þetta áfangaheimili fyrir konur á Sjónarhóli í Hafnarfirði. Við vitum að þetta er aðeins lítið skref í baráttunni við einn illvígasta fjölskyldusjúkdóm sem mannfólkið þekkir, alkóhólisma og fíkniefnaneyslu, en viljum gera okkar besta til að bæta úr því,“ segja talsmenn samtakanna ennfremur. Nýtt áfangaheimili í Hafnarfirði fyrir konur  Efna til landssöfnunar til að stækka áfangaheimilið Sjónarhóll Félagar í Lionsklúbbnum Fjölni ásamt forráðamönnum nýja heimilisins við afhendingu heimilistækja og húsbúnaðar fyrir Sjónarhól. Áralangt samstarf » Krýsuvíkursamtökin hafa verið starfandi í þrjá áratugi. » Lionsklúbburinn Fjölnir hóf samstarf við samtökin árið 1999, eftir að ríkið breytti vist- heimilinu í Víðinesi fyrir áfeng- issjúklinga í dvalarheimili fyrir aldraða. Árið 2016 fannst stór stofn engja- kambjurtar, sem vex út af fyrir sig í Vaglaskógi. Fundurinn þótti all- sérkennilegur því um er að ræða tegund sem dreifir sér hægt og oftast með maurum. Næsta þekkta stofn hennar er að finna á Hjalt- landseyjum, um þúsund kíló- metra suðaustur af Vaglaskógi. Pawel Wàso- wicz, grasafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, flutti fyrirlestur á Hrafna- þingi NÍ í gær um þessa nýlegu uppgötvun og sögu hennar. Einnig fjallaði hann um niðurstöður ný- legra rannsókna sem gerðar voru til að varpa ljósi á uppruna stofns- ins. Hérlendis í langan tíma Samkvæmt upplýsingum frá Pa- wel er líklegast, samkvæmt rann- sókninni, að tegundina hafi verið að finna hér á landi í mjög langan tíma. Hún hafi borist hingað á nátt- úrulegan hátt á sínum tíma þó að ekki sé ljóst hvernig það hafi gerst, en ekki verið flutt inn af fólki. Hann áætlar að í flóru Íslands megi nú finna um 500 plöntuteg- undir, en ný vitneskja bætist í sarp- inn árlega. Á hverju ári bætist plöntur í hópinn sem megi rekja til vöruinnflutnings, landbúnaðar, garðyrkju og aukinnar ferða- mennsku. Hækkandi hitastig muni trúlega á næstu árum auka líkur á að „nýbúar“ nái fótfestu her á landi, en slíkt geti verið áhyggju- efni í ákveðnum tilvikum. Ljósmynd/M. Wierzgon Engjakambjurt Plantan hefur vaxið út af fyrir sig í Vaglaskógi. Óvænt engjakamb- jurt í Vaglaskógi  Næsti þekkti stofn á Hjaltlandseyjum Pawel Wàsowicz Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur áhyggjur af nýrri tegund ljósaskilta, svokölluðum LED-skiltum, sem í auknum mæli hafa verið sett upp við fjölfarnar um- ferðargötur á höfuðborgarsvæðinu og víðar. „Ljósaskiltin geta verið mjög áberandi og þar af leiðandi truflandi því tilgangur þeirra er að fanga at- hygli vegfarenda. Víða eru skiltin við umferðargötur þar sem hraði er mikill og skapa því töluverða hættu,“ segir í frétt á heimasíðu Vegagerð- arinnar. Tekið er fram að þessi nýja teg- und skilta fangi athygli vegfarenda mun meira en eldri skilti gerðu. Vegagerðin gefi umsögn Nær öll þessara skilta eru utan skilgreinds veghelgunarsvæðis. Í vegalögum segir m.a.: „Byggingar, leiðslur, auglýsingaspjöld, skurði eða önnur mannvirki, föst eða laus, má ekki staðsetja nær vegi en 30 metra frá miðlínu stofnvega og 15 metra frá miðlínu annarra þjóðvega nema leyfi veghaldara komi til.“ Umrædd skilti eru af þeirri gerð að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir uppsetningu þeirra til viðkom- andi sveitarfélags. Með hliðsjón af þeirri hættu sem getur stafað af skiltunum telur Vegagerðin eðlilegt að leitað sé umsagnar hennar áður en leyfi er veitt fyrir uppsetningu slíkra skilta. Það hefur ekki verið gert. Vegagerðin bendir á að í norrænni skýrslu, sem kom út á þessu ári komi fram að auglýsingar meðfram veg- um, og sérlega þær sem eru meira krefjandi eins og ljósdíóðuskiltaaug- lýsingar, keppi um athygli bílstjóra og hafa það mikil áhrif á bílstjóra að umferðaröryggi skerðist. „Vegagerðin leggst gegn uppsetn- ingu auglýsingaskilta sem beint er að vegfarendum og geta haft nei- kvæð áhrif á öryggi vegfarenda,“ segir í fréttinni. Af þessu tilefni hefur Vegagerðin sent bréf til sveitarfélaga sem bera ábyrgð á leyfisveitingunum til að gera þeim grein fyrir niðurstöðum rannsókna og afstöðu Vegagerð- arinnar varðandi umrædd auglýs- ingaskilti. Vegagerðin muni vænt- anlega í kjölfarið þurfa að meta hvort og þá hvernig bregðast eigi við skertu umferðaröryggi á þeim stöð- um þar sem slík skilti hafa þegar verið sett upp. Leggjast gegn LED- ljósaskiltum við vegi  Vegagerðin segir skiltin vera áberandi og truflandi Ljósmynd/Vegagerðin Auglýsingaskilti Nýju LED-ljósaskiltin eru mjög skær og áberandi. Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio YOYO S Bluetooth hátalari - 26.900 kr. Skúlagata 20 falleg 2ja herbergja íbúð á 9. hæð í lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri við Skúlagötu 20. Stæði í bíla - geymslu og glæsilegt útsýni. 101 Reykjavík Þarftu að minnka við þig? Ásdís Ósk 69.7fm Verð: 42,5 Millj Til sölu Fél ags me nn í fé lag i el dri bor gar a Ásdís Ósk Löggiltur fasteignasali - Sími:863-0402 - Asdis@husaskjol.is 1 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.