Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 50

Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 50
50 FRÉTTIRTækni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 BAKSVIÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hugmyndin um hið sjálfvirka vél- menni, sem eyðir lífi án nokkurrar umhugsunar eða eftirsjár, er þekkt minni úr vísindaskáldskap síðari tíma. Má þar til dæmis nefna kvik- myndirnar um Tortímandann, sem Arnold Schwarze- negger gerði góð skil á sínum tíma, RoboCop-seríuna og Matrix-þrí- leikinn. Þó að einungis sé um að ræða vís- indaskáldskap, hefur tækni og þróun gervi- greindar fleygt óðum fram á síð- ustu árum. Þykir líklegt að þess verði ekki langt að bíða að sú þróun nái því stigi að hægt verði að hanna vopn sem eru alsjálfvirk að því leyti að gervigreind muni sjá um að velja skotmörk og taka þau út. Á ensku hefur verið talað um Lethal Auto- nomous Weapons sem þýða má sem mannskæð sjálfvirk vopn, en einnig hefur hugtakið „drápsvélmenni“ ver- ið notað til styttingar. Þetta þykir mörgum vera var- hugaverð þróun, en „drápsvél- mennin“ voru í brennidepli á sér- stakri ráðstefnu, sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir í síðasta mánuði undir merkjum afvopnunarráðstefn- unnar um tiltekin hefðbundin vopn. 22 fullvalda ríki hafa kallað eftir því að algjört bann verði sett á þróun þessara alsjálfvirku vopnakerfa, en slíkar hugmyndir eru enn sem komið er bara á viðræðustiginu. „Óheillaspor fyrir mannkynið“ Gunnar Dofri Ólafsson lögfræð- ingur ritaði meistararitgerð sína um þau alþjóðalög sem gilda um sjálfvirk vopn. Hann segir helsta muninn á þeim og öðrum drápstólum sem mað- urinn hefur þróað vera tölvustýr- inguna, eins og til dæmis í dróna- flugvélum, sem rutt hafa sér til rúms á síðustu árum. „Mannshöndin kem- ur hvergi að ákvörðunartökuferlinu hjá drápsvélmennum þegar búið er að sleppa þeim á vettvang,“ segir Gunnar Dofri. Á bak við árásir drón- anna sé maður sem taki ákvörðun um það að deyða, en um leið og drápsvélmennin hafa verið gangsett er enginn maður sem segir þeim fyr- ir verkum. Gunnar Dofri segir vert að hafa í huga að vígbúnaðartækni sé ekki komin á þetta stig enn sem komið er. „Ég held hins vegar að það væri óheillaspor fyrir mannkynið ef þessi tæki verða að veruleika, sem er þó hvorki ómögulegt né ólíklegt að þau geri.“ Gæti stuðlað að stríðsglæpum Gunnar Dofri bætir við að helsti vandinn sé sá að ólíkt því sem marg- ir halda, þá gildi mjög flóknar reglur um hernað og brot á þeim, svonefnda stríðsglæpi. „Stríðsglæpir eru ekki bara stórfellt þjóðarmorð eða nauðg- anir í hernaði, heldur einnig þegar t.d. hermenn beina vopnum sínum að óbreyttum borgurum, án þess að hafa lögmætt skotmark, sem væri þá aðrir hermenn.“ Þetta vefjist hins vegar oft fyrir hermönnunum sjálfum sem starfi við flóknar aðstæður. Gunnar Dofri seg- ir að það sé alls ekki víst að gervi- greind muni geta gert betur, þar sem enn sem komið er eigi hún í erf- iðleikum með að greina á milli dauðra hluta og manna. „Það bendir aftur til þess að gervigreind, sem beitt er í hernaði, muni mjög líklega lenda í erfiðleikum með að gera greinarmun á óbreyttum borgurum og skæruliðum,“ segir Gunnar Dofri og bætir við að eðli hernaðar hafi breyst mjög frá því sem var þegar Genfarsáttmálarnir, alþjóðalögin sem gilda um hernað, voru sam- þykktir. „Við erum ekki lengur að tala um að menn í herbúningum skjóti á aðra menn í herbúningum. Menn á vígvellinum eru nú oft klæddir eins og óbreyttir borgarar, og það gæti reynst erfitt ef ekki ómögulegt að forrita þessar vélar þannig að þær geti gert þennan greinarmun.“ Ábyrgðin tekin úr sambandi Gunnar Dofri segir það einnig vera varhugavert út frá lagalegum forsendum að með þróun dráps- vélmenna sé ábyrgðin á því að taka mannslíf tekin úr sambandi. „Það er sama hvað gjöreyðingarvopn þú tek- ur í dag, einhvers staðar er maður sem tekur ákvörðun um það að beita þeim.“ Þegar um er að ræða sjálf- virkt vopnakerfi, sem kannski 800 mismunandi forritarar hafa komið að, vandast spurningin um það hvern megi draga til ábyrgðar ef það frem- ur stríðsglæp. Þannig verði til athöfn án ábyrgðar. „Það að taka mannslíf er ákvörðun sem einhver maður á að þurfa að velta fyrir sér,“ segir Gunn- ar Dofri að lokum. Munu drápsvélmennin taka völd?  Þróun gervigreindar gæti leitt til þess að alsjálfvirk vopnakerfi verði tekin í gagnið á næstu árum  22 ríki vilja að hönnun „drápsvélmenna“ verði alfarið bönnuð  Áleitnar spurningar um ábyrgð Drápsvélmenni Sjálfvirk vopnakerfi sem engu eira eru vinsælt minni úr vísindaskáldskap, og má þar nefna sem dæmi kvikmyndabálkinn vinsæla um Tortímandann með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki. Ljósmynd/Flugher Bandaríkjanna Drónar Predator-dróni Bandaríkjahers á flugi yfir Afganistan. Enn sem komið er stýrir mannshöndin flugi og árásum flugdróna af þessu tagi. Gunnar Dofri Ólafsson Sex vísindamenn, sem hafa tengsl við íslensk fyrirtæki og íslenskt fræðasamfélag, eru í hópi 3.500 áhrifamestu vísindamanna heims, samkvæmt nýjum lista greiningar- fyrirtækisins Clarivate. Þetta eru Vilmundur Guðnason, Þorsteinn Loftsson, Lena Peltonen, Albert Vernon Smith, Kári Stefánsson, Valgerður Steinþórsdóttir, Guðmar Þorleifsson, Unnur Þorsteinsdóttir og Bernharð Örn Pálsson. Þau eru ýmist með tengsl við Háskóla Ís- lands, DeCode og/eða Hjartavernd. Listinn nær til þeirra vísinda- manna innan hverrar fræðigreinar sem mest er vitnað til í greinum í alþjóðlegum vísindatímaritum. Á lista yfir áhrifamestu vísindamennina Hafsteinn Guðfinnsson, sérfræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, flytur í dag erindi um vöktun eitr- aðra svifþörunga við Ísland. Í frétt á vef Hafrannsóknastofn- unar segir að fjöldi og útbreiðsla eiturþörunga, sem geta orsakað eitranir í skelfiski, hafi verið vökt- uð í átta íslenskum fjörðum frá árinu 2005. Svifþörungar eru meg- inæti kræklings, þessi vöktun teng- ist ræktun og tínslu kræklinga og veiðum á skeljum til manneldis og er hún samvinnuverkefni Hafrann- sóknastofnunar, Matvælastofnunar og kræklingaræktenda. Meðal þess sem vöktunin hefur leitt í ljós er að eitraða þörunga er að finna í öllum þeim fjörðum sem vöktunin nær til. Vegna þess hefur þurft að fresta tínslu kræklings vik- um, jafnvel mánuðum saman. Erindið verður flutt kl. 12:30 á 1. hæð í húsnæði Hafrannsóknastofn- unar á Skúlagötu 4. Eiturþörungar við Ísland vaktaðir GLEÐILEG VERKFÆRAJÓL! Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Hleðsluborvél EY 7441 LF Aðeins 23.990 kr. til jó Aðeins13.990 kr. til jóla PRO 192 stk. verkfærasett 2S la
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.