Morgunblaðið - 14.12.2017, Side 70
Marta María
mm@mbl.is
Hvað finnst þér mest spennandi í jólatísk-
unni? „Mér finnst jólatískan núna alveg sér-
staklega spennandi, mikið með rautt og
glimmer og glamúr, ekki síst í förðuninni.
Gaman að sjá svona geislandi falleg andlit í
skammdeginu með vel glansandi kinnaliti og
sólarpúður og hárauða eða djúpvínrauða vara-
liti. Ég er einmitt búin að vera föst í ljósu
glossi í mörg ár en finnst hressandi og gaman
að vera með alvöruvaraliti núna. Mér finnst
líka mjög skemmtileg skótískan þessa dagana,
ekki lengur bara leður heldur fjölbreytt efni,
litir og mynstur,“ segir Þórunn.
Þegar Þórunn er spurð út í liti á fatnaði seg-
ist hún vera sérlega hrifin af litríkum fötum.
„Ég fæ oft algjöra dellu þegar litir eru
annars vegar og kaupi þá í við-
komandi lit bæði fatnað og til
heimilisins. Ég er í eðli mínu
mjög litaglöð og mjög ófeimin
við að vera í litum. Mér finnst
það gefa mér orku. Ég finn til
dæmis mjög mikinn mun á
því að vera í litríkum fötum í
zumbatímum hvað tíminn
verður orkumeiri og betri.
Núna er rautt mikið í tísku og
ég var búin að vera að leita
mér að rauðum jakka í allt
haust og fann hann loksins fyrir
stuttu í Kello í Kringlunni og gott bet-
ur, buxur í stíl. Það er uppáhaldsdressið
Uppáhaldsskórnir Þórunn
er búin að eyðileggja alltof
mörg skópör á árinu.
Þessir skór eru í sér-
stöku uppáhaldi og ætl-
ar hún að passa að
skemma þá ekki.
Morgunblaðið/Hari
mitt núna. Ekki skaðar að þetta er úr jersey-
efni sem er mikill kostur þar sem vinnudag-
urinn í fasteignasölunni verður oft mjög lang-
ur og þá er gott að vinnudressin séu þægileg.
Mér finnst heilmikil jólastemning í þessu
dressi. Ég er svolítið eins og litla systir jóla-
sveinanna í því,“ segir hún og hlær.
„Eftir jólin á ég örugglega eftir að nota
jakkann mikið stakan til dæmis yfir kjóla.“
Í hverju ætlarðu að vera á jólunum?
„Ég er ekki búin að ákveða það. Ég ákveð
yfirleitt ekki fyrr en samdægurs í hverju ég er,
fer eftir veðri og hvernig vindar blása. Ég hef
stundum verið í þessum sígilda rauða á jól-
unum, hann er ekta jólakjóll.“
Ertu þessi týpa sem er glansandi fín á jól-
unum?
„Nei, ég er ekki alveg uppstríluð eins og ég
sé að fara á ball, meira hátíðleg og huggu-
leg. Yfirleitt endar kvöldið á því að
láta fara vel um sig uppi í sófa með
jólabók í hendi og þá hentar kannski
ekki að vera alveg glerfínn í þröng-
um kjól,“ segir hún.
Uppáhaldsskór? „Þessi ökkla-
stígvél, með glansandi mynstri, eru
í uppáhaldi þessa dagana.
Eins og litla systir
jólasveinanna
Þórunn Pálsdóttir, verkfræðingur og fasteignasali á Mikluborg,
er komin í jólaskap. Starfið kallar á að hún sé þokkalega til fara
en henni finnst líka gaman að klæða sig upp.
Þægileg og smart
dragt Þórunn Páls-
dóttir segist vera
eins og litla systir
jólasveinanna í
þessari dragt sem
hún keypti í Kello.
70
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017
Smáratorgi, Kópavogi
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-18.00
Sunnudaga 12.00-18.00
Vínlandsleið, Grafarholti
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-18.00
Sunnudaga 12.00-17.00
Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi
ÓTRÚLEGTVERÐ!
HERRASKÓR
2.498
VERÐ ÁÐUR
4.997
2.498
VERÐ ÁÐUR
4.997
3.498
VERÐ ÁÐUR
6.995
2.498
VERÐ ÁÐUR
4.997
2.498
VERÐ ÁÐUR
4.997
LEÐUR
50%
AFSLÁTTUR