Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 78

Morgunblaðið - 14.12.2017, Page 78
Ljósmynd/Birta Rán Sálarrík Tónlistarkonan Una reiðir fram hvern smellinn af öðrum. Snú snú Jóhanna Axelsdóttir túlkar gömlu konuna sem langar í snú-snú í myndbandi lagsins. Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Þetta átti að verða voða djúpt, ég er ekkert viss um um hvað það fjallar. Þetta átti að vera lag sem fjallar um samband sem endaði illa,“ segir Una þegar hún er spurð út í yrkisefni nýja lagsins en það virðist ekki hafa endað þannig. „Þegar við vorum að vinna myndbandið við lagið sagði leik- stjórinn að hann sæi fyrir sér að lagið fjallaði um gamla konu sem langaði í snú-snú svo við gerðum það,“ segir Una hlæjandi og segir að hver og einn megi bara leggja sína merkingu í texta lagsins. Lagið er djass- og sálarskotið en Una hefur verið að gæla við þann stíl lengi. Lagið er upptaktur að nýrri plötu sem hún ætlar að gefa út á næsta ári. „Ég gaf út plötu 2014 sem var svona unglingaplata en nú ætla ég að gera fullorðins- plötu,“ segir Una en hún samdi öll lögin á plötuna sína árið 2014 þeg- ar hún var unglingur en nýja plat- an verður einungis með nýju efni. Hægt er að hlusta á nýja lagið á YouTube og Spotify. Una heldur einnig úti facebooksíðu undir nafninu Una Stef. Lag um konu sem langar í snú-snú Tónlistarkonan Una Stefánsdóttir hefur verið viðloðandi tónlist frá blautu barns- beini. Í sumar sendi hún frá sér sálarsmellinn The one sem naut mikilla vinsælda í útvarpi. Nú hefur Una sent frá sér nýtt lágstemmdara lag sem smellpassar inn í vetrarrökkrið. Hún vinnur einnig að útgáfu nýrrar plötu á næsta ári. 78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2017 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Íslensk hönnun og smíði síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJA Fallega jólaskeiðin frá ERNU Smíðuð á Íslandi úr 925 sterling silfri Hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur gullsmið og hönnuði Verð 21.500,- Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Þetta er fyrsta lagið þar sem ég sem texta og laglínu alveg sjálf, svo talaði ég við góðan vin og samstarfsfélaga, hann Pálma Sig- urhjartarson, og hann hjálpaði mér að finna út úr hljómunum,“ segir Karítas Harpa um nýja lag- ið en hún samdi það fyrir um mánuði. „Ég hef yfirleitt verið feimin við að semja lög og þetta var eiginlega fyrst einhverskonar spaug, að gera jólalag, en svo kom þetta lag bara til mín á hálf- tíma og ég hugsaði, nú er að hrökkva eða stökkva,“ segir Kar- ítas um tilurð lagsins. „Kona sem er mér mjög kær hefur ekki verið í neinum samskiptum við sitt næstelsta barn í næstum því fimmtán ár núna og ég veit að jólin eru henni mjög erfið. Jólin eru það hjá þeim sem hafa misst einhvern eða eru ekki í sam- skiptum við fólk. Þegar þú heyrir lagið fyrst heldur fólk kannski að þetta sé lag um elskhuga en það þarf ekkert að vera. Lagið er frekar um söknuð sem sumir upplifa um jólin,“ segir Karítas þegar hún er spurð um texta lagsins. Karítas sendi einnig frá sér myndband við lagið og er það nú aðgengilegt á YouTube. Myndbandið er persónulegt en hún og þriggja ára sonur hennar, Ómar Elí Fannarsson, leika aðal- hlutverkið í því. Hún klippti myndbandið sjálf og er þetta frumraun hennar í mynd- bandagerð. Hægt er að fylgjast með Karítas á Facebook og hlusta á nýja lagið á Spotify. Mæðgin Karítas og sonur hennar, Ómar Elí Fannarsson þriggja ára, leika aðalhlutverkin í myndbandinu við lagið Um jólin. Það sakna allir einhvers um jólin Karítas Harpa spratt fram á sjónarsviðið í upphafi ársins þegar hún sigraði í söngvarakeppninni The Voice í Sjónvarpi Símans. Síðan þá hefur hún verið iðin að koma fram á tónleikum og gefa út allskonar tónlist og sendir hún nú frá sér nýtt jólalag, Um jólin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.